Starf aðstoð­ar­skóla­stjóra við Vopna­fjarð­ar­skóla er laust til umsóknar

Umsóknarfrestur

27. júní 2022

Auglýsandi

Vopnafjarðarhreppur

Aðstoðarskólastjóri#adstodarskolastjori

Auglýst er eftir aðstoð­ar­skóla­stjóra við Vopna­fjarð­ar­skóla.

Um er að ræða 100% starf frá og með næsta skólaári eða 1. ágúst 2022.

Launa­kjör eru samkvæmt kjara­samn­ingi Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga og Skóla­stjóra­fé­lags Íslands.

Helstu verkefni og ábyrgð#helstu-verkefni-og-abyrgd

  • Stað­gengill skóla­stjóra, ber ábyrgð á og stjórnar daglegri starf­semi skólans í samstarfi við skóla­stjóra.
  • Umsjón með ýmsum verk­efnum tengdum skóla­starfinu.
  • Stuðla að fram­þróun skóla­starfsins.

Menntunar- og hæfniskröfur#menntunar-og-haefniskrofur

  • Leyf­is­bréf sem grunn­skóla­kennari og kennslureynsla í grunn­skóla.
  • Fram­halds­menntun á sviði stjórn­unar eða uppeldis- og mennt­un­ar­fræða er æskileg.
  • Farsæl stjórn­unar- og/eða kennslureynsla.
  • Góð samskipta­færni.
  • Góðir skipu­lags­hæfi­leikar.
  • Vilji til að leita nýrra leiða í skóla­starfi og áhugi á skóla­þróun.

Umsóknir#umsoknir

Öllum umsóknum skal fylgja yfirlit yfir nám og/eða fyrri störf og rökstuðn­ingur fyrir hæfni viðkom­andi í starfið.

Einstak­lingar af öllum kynjum eru kvattir til að sækja um starfið.

Nánari upplýs­ingar um starfið eru veittar á skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps.

Umsóknir og fylgigögn skal senda á netfangið skrif­stofa@vfh.is.