Slökkvi­liðs­menn óskast

Umsóknarfrestur

10. mars 2025

Auglýsandi

Slökkvilið Vopnafjarðar

Slökkvilið Vopna­fjarðar óskar eftir öflugum einstak­lingum til starfa á Vopna­firði.

Um er að ræða störf slökkvi­liðs­manna sem felast meðal annars í því að sinna útköllum, æfingum og öðrum verk­efnum að beiðni slökkvi­liðs­stjóra eða varð­stjóra á staðnum. Slökkvilið Vopnafarðar er rekið af Vopnafarð­ar­hreppi með samn­ingi um yfir­um­sjón og ábyrgð um bruna­varnir frá Slökkvi­liði Múla­þings samkvæmt nýlegum samn­ingi þar um.

 

Menntunar- og/eða hæfniskröfur:#menntunar-og-eda-haefniskrofur

Æski­legt er að umsækj­endur uppfylli hæfnis­kröfur 13. gr. reglu­gerðar um starf­semi slökkvi­liða
nr. 747/2018.

  • Hafi góða líkams­burði, vera andlega og líkam­lega heil­brigðir, reglu­samir og hátt­vísir, hafa góða sjón og heyrn, rétta lita­skynjun og vera ekki haldnir loft­hræðslu eða inni­lok­un­ar­kennd.
  • Hafa iðnmenntun eða aðra sambæri­lega menntun/reynslu sem nýtist í starfi
    slökkvi­liðs­manna, en einnig verður litið til annarrar mennt­unar og reynslu.

 

Að auki er æski­legt að slökkvi­liðs­menn uppfylli einnig eftir­far­andi:

  • Aukin ökurétt­indi C til að stjórna vöru­bif­reið
  • Standast lækn­is­skoðun og þrek­próf
  • Hafa jákvætt hugarfar og færni í mann­legum samskiptum
  • Menntun og/eða reynsla í starfi slökkvi­liðs- og/eða sjúkra­flutn­ingum er kostur
  • Vilji til að afla sér viðeig­andi mennt­unar slökkvi­liðs­manna

Einstak­lingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið.

Laun eru samkvæmt kjara­samn­ingi Launa­nefndar sveit­ar­fé­laga og Lands­sam­bands slökkvi­liðs- og sjúkra­flutn­inga­manna.

Umsóknir skulu berast til skrif­stofu Vopnafarð­ar­hrepps, Hamra­hlíð 15, eða á netfangið skrif­stofa@vopnafar­dar­hreppur.is

Nánari upplýs­ingar veita: Haraldur G. Eðvaldsson, slökkvi­liðstj. Slökkvi­liðs Múla­þing s. 869 4361, Björn H. Sigur­björnsson, varð­stjóri Slökkvi­liðs Vopnafarðar, s. 861 3410 og Valdimar O. Hermannsson, sveit­ar­stjóri, s. 860 6770.

Umsókn­ar­frestur er til 10. mars 2025.