Skrif­stofu­stjóri Vopna­fjarð­ar­hrepps

Umsóknarfrestur

28. nóvember 2022

Auglýsandi

Vopnafjarðarhreppur

Tæki­færi á Vopna­firði!

Vopna­fjarð­ar­hreppur auglýsir eftir kröft­ugum skrif­stofu­stjóra sem vill hafa áhrif á rekstur og stefnu metn­að­ar­fulls sveit­ar­fé­lags. 

Starfið felur í sér umsjón með stjórn­sýslu­fram­kvæmd sveit­ar­fé­lagsins, veit­ingu þjón­ustu, eftir­fylgni með gæðum þjón­ustu og starfs­manna­málum.

Helstu verk­efni eru rekstur og dagleg stjórnun skrif­stofu sveit­ar­fé­lagsins, mannauðs­stjórnun, yfirsýn yfir verk­efni sveit­ar­fé­lagsins og samhæfing, grein­ing­ar­vinna, stefnu­mótun, áætlana­gerð og samn­inga­gerð. Skrif­stofu­stjóri hefur umsjón með umbóta­verk­efnum á sviði stjórn­sýslu, gæða- og  tækni­mála auk yfir­um­sjónar með gerð starfs­áætl­unar.

 Hæfni­kröfur:

  • Háskóla­menntun sem nýtist í starfi
  • Rekstr­ar­reynsla og farsæl reynsla af stjórnun er æskileg
  • Reynsla af verk­efna­stjórnun, stefnu­mótun og innleið­ingu og eftir­fylgni breyt­inga
  • Þekking og/eða reynsla af stjórn­sýslu er kostur
  • Mjög góð samskipta- og samvinnu­færni
  • Jákvætt viðhorf, frum­kvæði og drif­kraftur
  • Mjög góð íslensku- og ensku­kunn­átta
  • Góð tölvu­færni

Næsti yfir­maður skrif­stofu­stjóra er sveit­ar­stjóri. Um fullt starf er að ræða. Laun eru samkvæmt kjara­samn­ingum. Frekari upplýs­ingar veitir Sara Elísabet Svans­dóttir, sveit­ar­stjóri, saras@vfh.is og einnig má hafa samband við skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps í gegnum netfangið, skrif­stofa@vfh.is. Umsókn­ar­frestur er til og með 21.nóvember. Umsókn skal fylgja starfs­fer­il­skrá og kynn­ing­ar­bréf þar sem umsækj­andi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkom­andi til að gegna starfinu.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðn­ingu er lokið.