Umsóknarfrestur
28. nóvember 2022
28. nóvember 2022
Vopnafjarðarhreppur
Vopnafjarðarhreppur auglýsir eftir kröftugum skrifstofustjóra sem vill hafa áhrif á rekstur og stefnu metnaðarfulls sveitarfélags.
Starfið felur í sér umsjón með stjórnsýsluframkvæmd sveitarfélagsins, veitingu þjónustu, eftirfylgni með gæðum þjónustu og starfsmannamálum.
Helstu verkefni eru rekstur og dagleg stjórnun skrifstofu sveitarfélagsins, mannauðsstjórnun, yfirsýn yfir verkefni sveitarfélagsins og samhæfing, greiningarvinna, stefnumótun, áætlanagerð og samningagerð. Skrifstofustjóri hefur umsjón með umbótaverkefnum á sviði stjórnsýslu, gæða- og tæknimála auk yfirumsjónar með gerð starfsáætlunar.
Hæfnikröfur:
Næsti yfirmaður skrifstofustjóra er sveitarstjóri. Um fullt starf er að ræða. Laun eru samkvæmt kjarasamningum. Frekari upplýsingar veitir Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri, saras@vfh.is og einnig má hafa samband við skrifstofu Vopnafjarðarhrepps í gegnum netfangið, skrifstofa@vfh.is. Umsóknarfrestur er til og með 21.nóvember. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðningu er lokið.