Athugið að umsóknarfresturinn á þessu starfi er liðinn

Skóla­akstur barna í Vopna­fjarð­ar­hreppi

Umsóknarfrestur

20. september 2023

Auglýsandi

Vopnafjarðarhreppur

Skóla­akstur barna í Vopna­fjarð­ar­hreppi skóla­árið 2023-2024.

Vopna­fjarð­ar­hreppur, kt. 710269-5569, hér eftir nefndur verk­kaupi, auglýsir eftir tilboðum í verkið:
Skóla­akstur barna í Vopna­fjarð­ar­hreppi skóla­árið 2023-2024.

Vopna­fjarð­ar­hreppur auglýsir eftir tilboðum í reglu­bundinn akstur fyrir börn í sveit­ar­fé­laginu á milli skóla og frístund­a­starfs og heim­ilis eða umsam­innar stoppi­stöðvar skóla­bif­reiða.
Um er að ræða eina akst­urs­leið, leiðina „Vesturár­dalur“ en sett er upp akst­urstafla fyrir hvert skólaár sem ekið skal í samræmi við.

Innifalið í tilboði skal vera allt sem til þarf til að vinna verkið, nánari upplýs­ingar má nálgast á skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps í gegnum netfangið skrif­stofa@vfh.is eða í síma 473-1300.

Verk­kaupi er Vopna­fjarð­ar­hreppur, kt. 710269-5569, Hamra­hlíð 15, 690 Vopna­fjörður.
Umsjón­ar­maður verk­kaupa og tengi­liður vegna auglýs­ingar er Sara Elísabet Svans­dóttir, sveit­ar­stjóri, netfang: saras@vfh.is.

Verk­kaupi áskilur sér rétt til að semja við einn eða fleiri verk­taka um einn eða fleiri hluta.

Umsóknum skal skilað á skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps í gegnum netfangið, skrif­stofa@vfh.is og er umsókn­ar­frestur til og með 20. sept­ember 2023.