Umsóknarfrestur
15. febrúar 2024
15. febrúar 2024
Vopnafjarðarhreppur
Slökkvilið Vopnafjarðar auglýsir eftir sjúkraflutningamönnum á bakvaktir og til útkalla á sjúkrabíl á Vopnafirði.
Ekki er nauðsynlegt að viðkomandi hafi lokið námi í sjúkraflutningum en það væri mikill kostur.
Um er að ræða krefjandi starf sem hentar öllum kynjum.
Sjúkraflutningamenn þurfa að geta unnið undir talsverðu álagi sem tengist því að koma að fólki í mjög erfiðum aðstæðum. Í starfi sjúkraflutningamanns er mikilvægt að þekkja faglegar takmarkanir og virða þagnarskyldu þegar við á.
Unnið er eftir gildandi lögum og reglugerðum.
Gert er ráð fyrir að viðkomandi verði sendur á námskeið fyrir sjúkraflutningamenn EMT-B að loknum reynslutíma.
Umsóknir skulu berast á netfangið slokkvilid@vopnafjardarhreppur.is og er umsóknarfrestur til 15. febrúar 2024.