Athugið að umsóknarfresturinn á þessu starfi er liðinn

Sjúkra­flutn­ingar á Vopna­firði

Umsóknarfrestur

15. febrúar 2024

Auglýsandi

Vopnafjarðarhreppur

Vopnafjarðarhreppur - Slökkvilið Vopnafjarðar#vopnafjardarhreppur-slokkvilid-vopnafjardar

Slökkvilið Vopna­fjarðar auglýsir eftir sjúkra­flutn­inga­mönnum á bakvaktir og til útkalla á sjúkrabíl á Vopna­firði.

Ekki er nauð­syn­legt að viðkom­andi hafi lokið námi í sjúkra­flutn­ingum en það væri mikill kostur.
Um er að ræða krefj­andi starf sem hentar öllum kynjum.

Helstu verkefni#helstu-verkefni

  • Veita fyrstu hjálp eða beita endur­lífgun
  • Neyð­ar­greining og meðferð á meðan á sjúkra­flutn­ingi stendur
  • Fylgjast með sjúk­lingi og skrá niður ástand hans
  • Meta alvar­leika veik­inda eða áverka og forgangsraða
  • Keyra sjúkrabíl á ákveðinn stað eftir leið­bein­ingum neyð­ar­línu
  • Sótt­hreinsa og þrífa sjúkrabíl eftir meðferð sjúk­linga
  • Gefa lyf í samráði við lækni

Sjúkra­flutn­inga­menn þurfa að geta unnið undir tals­verðu álagi sem tengist því að koma að fólki í mjög erfiðum aðstæðum. Í starfi sjúkra­flutn­inga­manns er mikil­vægt að þekkja faglegar takmark­anir og virða þagn­ar­skyldu þegar við á.

Unnið er eftir gild­andi lögum og reglu­gerðum.

Ráðningarskilyrði#radningarskilyrdi

  • Að hafa náð 20 ára aldri.
  • Föst búseta á Vopna­firði er skil­yrði
  • Vera heilsu­hraust(ur) og í góðu líkam­legu formi.
  • Þarf helst að hafa lokið 60 fram­halds­skóla­ein­ingum eða sambæri­legu námi.
  • Hafa aukin ökurétt­indi (C1 – 7,5 tonn).
  • Hreint saka­vottorð er skil­yrði

Gert er ráð fyrir að viðkom­andi verði sendur á námskeið fyrir sjúkra­flutn­inga­menn EMT-B að loknum reynslu­tíma.

Umsóknir skulu berast á netfangið slokkvilid@vopna­fjar­dar­hreppur.is og er umsókn­ar­frestur til 15. febrúar 2024.

Nánari upplýsingar veita#nanari-upplysingar-veita