Umsóknarfrestur
7. október 2025
7. október 2025
Six Rivers Iceland
Six Rivers Iceland og Sólarsalir ehf. reka í dag veiðihús ásamt fjölmörgum öðrum fasteignum og húsbyggingum sem krefjast reglulegrar umsjónar og viðhalds. Við leitum nú að ábyrgum og lausnamiðuðum einstaklingi í fullt starf sem umsjónarmaður fasteigna á Vopnafirði.
Starfið er 100% starf og staðsett á Vopnafirði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eftir áramót. Starfið er tilvalið fyrir fjölskyldufólk sem vill flytja út á land í fallegt og öruggt umhverfi. Vopnafjörður býður upp á einstaka náttúru, sterkt samfélag og fjölbreytt tækifæri til útivistar og afþreyingar.
Sótt er um starfið á vef Alfreðs hér.