Six Rivers Iceland: Umsjóna­maður eigna

Umsóknarfrestur

7. október 2025

Auglýsandi

Six Rivers Iceland

Six Rivers Iceland og Sólar­salir ehf. reka í dag veiðihús ásamt fjöl­mörgum öðrum fast­eignum og húsbygg­ingum sem krefjast reglu­legrar umsjónar og viðhalds. Við leitum nú að ábyrgum og lausnamið­uðum einstak­lingi í fullt starf sem umsjón­ar­maður fast­eigna á Vopna­firði.

Helstu verkefni og ábyrgð#helstu-verkefni-og-abyrgd

  • Annast reglu­legt eftirlit með eignum fyrir­tæk­isins.
  • Fara yfir gátlista og gera kostn­að­ar­áætlanir vegna viðhalds og fram­kvæmda.
  • Tryggja að allt viðhald sé í lagi og sinna minni­háttar viðhalds­verk­efnum, s.s. máln­ing­ar­vinnu og smærri lagfær­ingum.
  • Hafa góða yfirsýn yfir rekstur eigna, þar á meðal lagnir, rafmagn og almennt húsnæð­is­rekstur.
  • Kalla til viðeig­andi verk­taka/viðgerð­ar­aðila þegar þörf krefur.
  • Skipu­leggja árlega viðhaldsáætlun og fylgja henni eftir.

Menntunar- og hæfniskröfur #menntunar-og-haefniskrofur

  • Reynsla af fast­eignaum­sjón, húsvörslu eða sambæri­legum störfum er kostur.
  • Iðnmenntun (t.d. pípu­lagnir, rafvirkjun, húsa­smíði) er mikill kostur.
  • Góð þekking á almennum rekstri fast­eigna og viðhaldi.
  • Sjálf­stæð og skipu­lögð vinnu­brögð.
  • Frum­kvæði, lausnamiðuð nálgun og ábyrgð­ar­til­finning.
  •  Lipurð í mann­legum samskiptum.
  •  Ökurétt­indi.
  • Góð ensku­kunn­átta.

Fríðindi í starfi#fridindi-i-starfi

  • Fjöl­breytt og áhuga­vert starf í skemmti­legu umhverfi.
  • Stöð­ug­leika í starfi og tæki­færi til að hafa raun­veruleg áhrif á skipulag og umbætur fast­eigna.
  • Gott samstarf við starfs­fólk og samstarfs­aðila.
  • Húsnæði

Starfið er 100% starf og stað­sett á Vopna­firði. Æski­legt er að viðkom­andi geti hafið störf eftir áramót. Starfið er tilvalið fyrir fjöl­skyldu­fólk sem vill flytja út á land í fallegt og öruggt umhverfi. Vopna­fjörður býður upp á einstaka náttúru, sterkt samfélag og fjöl­breytt tæki­færi til útivistar og afþrey­ingar.

Sótt er um starfið á vef Alfreðs hér.