Umsóknarfrestur
16. apríl 2025
16. apríl 2025
Minjasafnið á Bustarfelli
Minjasafnið á Bustarfelli, Vopnafirði auglýsir stöðu safnstjóra lausa til umsóknar.
Vopnafjarðarhreppur óskar eftir að ráða til starfa safnstjóra, í 50% starf safnstjóra við Minjasafnið á
Bustarfelli og gæti viðkomandi jafnframt fengið 50% starf á móti því eftir samkomulagi yfir árið.
Minjasafnið á Bustarfelli er viðurkennt safn þar sem húsakostur er í eigu Þjóðminjasafns en safnið
sjálft er í eigu Vopnafjarðarhrepps sem hefur tekið yfir daglegan rekstur þess. Samhliða rekstri á
safninu er kaffihúsið Hjáleigan sem býður upp á aðstöðu og kaffisölu yfir sumarið.
Safnið er opið á sumrin og því getur safnstjóra boðist starf á móti hjá Vopnafjarðarhreppi.
Safnstjóri ber ábyrgð á faglegu starfi safnsins ( s.s. söfnun, skráningu, varðveislu, miðlun fræðslu og
rannsóknum), daglegri starfsemi, rekstri, starfsmannamálum, ásamt og með aðkomu að markaðs- og
kynningarmálum.
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði safnafræði, sagnfræði, þjóðfræði eða menningarmiðlun, er æskileg en ekki skilyrði.
• Reynsla og áhugi á safnastarfi er mikil kostur
• Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
• Þekking á fleiri tungumálum er kostur
• Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði.
• Frumkvæði, stjálfstæði í starfi og hæfni í mannlegum samskiptum er mikilvæg.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi
stéttarfélag. Öll kyn eru hvött til þess að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl 2025 og skulu umsóknir sendar á netfangið: skrifstofa@vfh.is.
Öllum umsóknum skal fylgja starfsferilskrá, upplýsingar um menntun og kynningarbréf sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni í starfið.