Staða safn­stjóra Bust­ar­fells laus til umsóknar

Umsóknarfrestur

16. apríl 2025

Auglýsandi

Minjasafnið á Bustarfelli

Minja­safnið á Bust­ar­felli, Vopna­firði auglýsir stöðu safn­stjóra lausa til umsóknar.

Vopna­fjarð­ar­hreppur óskar eftir að ráða til starfa safn­stjóra, í 50% starf safn­stjóra við Minja­safnið á
Bust­ar­felli og gæti viðkom­andi jafn­framt fengið 50% starf á móti því eftir samkomu­lagi yfir árið.

Minja­safnið á Bust­ar­felli er viður­kennt safn þar sem húsa­kostur er í eigu Þjóð­minja­safns en safnið
sjálft er í eigu Vopna­fjarð­ar­hrepps sem hefur tekið yfir daglegan rekstur þess. Samhliða rekstri á
safninu er kaffi­húsið Hjáleigan sem býður upp á aðstöðu og kaffisölu yfir sumarið.

Safnið er opið á sumrin og því getur safn­stjóra boðist starf á móti hjá Vopna­fjarð­ar­hreppi.

Helstu verkefni#helstu-verkefni

Safn­stjóri ber ábyrgð á faglegu starfi safnsins ( s.s. söfnun, skrán­ingu, varð­veislu, miðlun fræðslu og
rann­sóknum), daglegri starf­semi, rekstri, starfs­manna­málum, ásamt og með aðkomu að markaðs- og
kynn­ing­ar­málum.

Menntunar- og hæfniskröfur:#menntunar-og-haefniskrofur

• Háskóla­menntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði safna­fræði, sagn­fræði, þjóð­fræði eða menn­ing­ar­miðlun, er æskileg en ekki skil­yrði.
• Reynsla og áhugi á safn­a­starfi er mikil kostur
• Góð íslensku- og ensku­kunn­átta er skil­yrði
• Þekking á fleiri tungu­málum er kostur
• Góð almenn tölvu­kunn­átta er skil­yrði.
• Frum­kvæði, stjálf­stæði í starfi og hæfni í mann­legum samskiptum er mikilvæg.

Æski­legt er að viðkom­andi geti hafið störf sem fyrst, eða eftir nánara samkomu­lagi.

Launa­kjör eru samkvæmt kjara­samn­ingum Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga við viðkom­andi
stétt­ar­félag. Öll kyn eru hvött til þess að sækja um starfið.

Umsókn­ar­frestur er til og með 16. apríl 2025 og skulu umsóknir sendar á netfangið: skrif­stofa@vfh.is.

Öllum umsóknum skal fylgja starfs­fer­il­skrá, upplýs­ingar um menntun og kynn­ing­ar­bréf sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðn­ingur um hæfni í starfið.

Nánari upplýsingar#nanari-upplysingar