Matráður óskast á Sundabúð

Umsóknarfrestur

5. júní 2023

Auglýsandi

Vopnafjarðahreppur

Hjúkr­un­ar­heim­ilið Sundabúð óskar eftir að ráða starfs­mann til að veita mötu­neyti Sunda­búðar forstöðu frá 10.ágúst næst­kom­andi.
Vinnu­tími er frá 08-15 og unnið er aðra hverja helgi.

Helstu verk­efni:

  • Matreiðsla fyrir skjól­stæð­inga hjúkr­un­ar­deildar, kost­gangara og starfs­fólk
  • Gerð matseðla, innkaup og pant­anir
  • Almenn eldhús­störf
  • Móttaka á vörum
  • Þrif
  • Ábyrgð á innra eftir­liti

Mennt­unar og hæfnis­kröfur:

  • Menntun í matreiðslu eða matar­tækni æskileg
  • Áhugi og reynsla af matreiðslu
  • Sjálf­stæði, snyrti­mennska og góð samskipta­hæfni
  • Íslensku­kunn­átta áskilin

Umsóknir#umsoknir

Umsókn skal fylgja starfs­fer­il­skrá og kynn­ing­ar­bréf þar sem umsækj­andi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkom­andi til að gegna starfinu.

Laun eru greidd samkvæmt kjara­samn­ingi sveit­ar­fé­laga og viðkom­andi stétt­ar­fé­lags.

 

Nánari upplýs­ingar um starfið  veitir Emma Tryggva­dóttir, hjúkr­un­ar­for­stjóri í síma 470 1240 og 860 6815 og einnig má senda fyrir­spurnir á emma@vfh.is.