Matráður og aðstoð­armat­ráður í skóla­mötu­neyti

Umsóknarfrestur

15. október 2025

Auglýsandi

Vopnafjarðarhreppur

Vopna­fjarð­ar­hreppur óskar eftir að ráða í eftir­far­andi stöður við eldhús skóla­mötu­neytis fyrir leik- og grunn­skóla sveit­ar­fé­lagsins. Starfs­stöðin er í Vopna­fjarð­ar­skóla.

Óskað er eftir matráði í 100 % stöðu. Matráður annast og ber ábyrgð á elda­mennsku á skólamat, fyrir leik- og grunn­skóla, innkaup og birgða­hald ásamt því að hafa yfir­um­sjón með gerð matseðla sem uppfylla til þess gerðar reglur og viðmið.

Jafn­framt er óskað eftir aðstoð­armatráð sem aðstoðar matráð við undir­búning og eldun og frágang. Starfs­hlut­fall er 50 – 100% eða eftir samkomu­lagi með öðrum störfum.

Gerð er krafa um að viðkom­andi aðilar hafi reynslu og þekk­ingu af matar­gerð og rekstri mötu­neyta eða skyldum rekstri. Viðkom­andi þarf að geta hafið störf síðar á árinu eða í síðasta lagi um næst­kom­andi áramót.

Allar upplýs­ingar er málið varðar veitir sveit­ar­stjóri og/eða skóla­stjóri, en frestur til að skila inn umsóknum er til og með 15. október 2025.

Umsóknum skal skilað á skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps að Hamra­hlíð 15 eða á netfangið skrif­stofa@vfh.is.