Umsóknarfrestur
15. október 2025
15. október 2025
Vopnafjarðarhreppur
Vopnafjarðarhreppur óskar eftir að ráða í eftirfarandi stöður við eldhús skólamötuneytis fyrir leik- og grunnskóla sveitarfélagsins. Starfsstöðin er í Vopnafjarðarskóla.
Óskað er eftir matráði í 100 % stöðu. Matráður annast og ber ábyrgð á eldamennsku á skólamat, fyrir leik- og grunnskóla, innkaup og birgðahald ásamt því að hafa yfirumsjón með gerð matseðla sem uppfylla til þess gerðar reglur og viðmið.
Jafnframt er óskað eftir aðstoðarmatráð sem aðstoðar matráð við undirbúning og eldun og frágang. Starfshlutfall er 50 – 100% eða eftir samkomulagi með öðrum störfum.
Gerð er krafa um að viðkomandi aðilar hafi reynslu og þekkingu af matargerð og rekstri mötuneyta eða skyldum rekstri. Viðkomandi þarf að geta hafið störf síðar á árinu eða í síðasta lagi um næstkomandi áramót.
Allar upplýsingar er málið varðar veitir sveitarstjóri og/eða skólastjóri, en frestur til að skila inn umsóknum er til og með 15. október 2025.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps að Hamrahlíð 15 eða á netfangið skrifstofa@vfh.is.