Umsóknarfrestur
15. apríl 2024
15. apríl 2024
Leikskólinn Brekkubær
Leikskólinn Brekkubær á Vopnafirði auglýsir eftir leikskólakennara í 100% starf.
Frá 15.ágúst 2024
Brekkubær er þriggja deilda leikskóli á Vopnafirði. Í leikskólanum eru 34 börn.
Einkunnarorð leikskólans eru: Leikur, gleði og þekking.
Lifandi vinnustaður með skemmtilegu og hressu starfsfólki í fararbroddi.
Unnið er samkvæmt starfslýsingum félagi leikskólakennara, en starfslýsingu leikskólakennara má finna á http:/ki.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitafélagsins og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknum skal fylgja yfirlit yfir nám og/eða störf ásamt kynningabréfi og nöfn meðmælanda sem hafa má samband við.
Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.
Þeir sem eru ráðnir til starfa hjá félagsþjónustu, skólum og frístund þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá rikíssaksóknara.
Heimasíðu Brekkubæjar má finna hér.
Öll kyn eru hvött til að sækja um stöðuna.
Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2024.