Íþróttahús Vopna­fjarðar auglýsir eftir starfs­manni

Umsóknarfrestur

3. júlí 2022

Auglýsandi

Vopnafjarðarhreppur

Íþróttahús Vopna­fjarðar auglýsir eftir starfs­manni í 40% starf frá og með 25. ágúst 2022.

Vinnu­tími er fimmtu­daga og föstu­daga á milli klukkan 8 og 16.

Um er að ræða starf með mögu­leika á auka­vöktum í íþrótta­húsi og jafnvel afsleys­ingum við Selár­laug.

Skil­yrði fyrir afleys­ingum við Selár­laug er að starfs­maður hafi lokið hæfn­is­prófi samkvæmt reglu­gerð um holl­ustu­hætti á sund- og baðstöðum.

Vopna­fjarð­ar­hreppur getur verið umræddum starfs­manni innan handar með að komast í slíkt próf ef þarf.

Laun eru samkvæmt samn­ingum Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga og viðkom­andi stétt­ar­fé­lags.

Umsóknum skal skila á netfangið skrif­stofa@vfh.is