Athugið að umsóknarfresturinn á þessu starfi er liðinn

Hjúkr­un­ar­heim­ilið Sundabúð auglýsir laus störf

Umsóknarfrestur

24. janúar 2022

Auglýsandi

Vopnafjarðarhreppur

Hjúkr­un­ar­heim­ilið Sundabúð óskar eftir að ráða starfs­mann í helgar­vinnu í  mötu­neyti Sunda­búðar. Unnið er  aðra hverja helgi laug­ardag og sunnudag. Laug­ardag er unnið 10-15 og sunnudag er unnið 9-14.
Starfið felst í að aðstoða við almenn störf í eldhúsi, uppvask, frágang og  þrif.

Viðkom­andi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.

Einnig vantar starfs­mann til afleys­inga á hjúkr­un­ar­deild sem fyrst.

Viðkom­andi þarf að geta unnið vakta­vinnu.

Laun eru greidd samkvæmt kjara­samn­ingi Afls og Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga.

Nánari upplýsingar#nanari-upplysingar

Nánari upplýs­ingar um störfin  veitir Emma í síma 470 1240 og 860 6815 og einnig má senda fyrir­spurnir á emma@vfh.is.