Athugið að umsóknarfresturinn á þessu starfi er liðinn

Fram­kvæmda­stjóri Vopna­skaks 2023

Umsóknarfrestur

28. febrúar 2023

Auglýsandi

Vopnafjarðahreppur

Vopna­fjarð­ar­hreppur auglýsir stöðu fram­kvæmda­stjóra Vopna­skaks 2023 lausa til umsóknar.
Hátíðin verður haldin um og fyrir helgina 30.júní til 2. júlí 2023.

Hlut­verk fram­kvæmda­stjóra er m.a. að skipu­leggja og stýra hátíð­inni og vinna að fjár­mögnun hennar, í samvinnu við menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd Vopna­fjarð­ar­hrepps. Þarf viðkom­andi að geta sinnt því af og til á vorönn 2023 og í fullu starfi í júní allt þar til uppgjöri og frágangi eftir hátíðina er lokið.

Mögu­leiki á meiri vinnu eftir nánara samkomu­lagi.

Hæfniskröfur#haefniskrofur

Fram­kvæmda­stjóri Vopna­skaks þarf að vera hugmynda­ríkur, útsjónar- samur, hafa brenn­andi áhuga á að gera veg hátíð­ar­innar sem mestan. Hann þarf að eiga auðvelt með að vinna með fólki. Æski­legt er að umsækj­andi hafi reynslu af stjórnun viðburða.

Umsóknarfrestur#umsoknarfrestur

Umsókn­ar­frestur er til og með 28. febrúar 2023.

Umsóknum skal skilað á skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps, Hamra­hlíð 15, 690 Vopna­firði eða á netfangið skrif­stofa@vopna­fjar­dar­hreppur.is.

Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið.