Umsóknarfrestur
30. júní 2023
30. júní 2023
Vopnafjarðarhreppur
Vopnafjarðarhreppur leitar að áhugasömum, drífandi og metnaðarfullum einstaklingi í starf forstöðumanns áhaldahúss þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins sem staðsett er á Vopnafirði.
Starfsemi áhaldahússins er mikilvæg og yfirgripsmikil. Undir starfsemina fellur m.a. umsjón með og vinna við ýmsar verklegar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins, viðhald á gatnakerfinu, eftirlit og viðhald á vatnsveitu og fráveitu, upplýsingamiðlun og samskipti við íbúa sveitarfélagsins og umhirðu á eignum þess.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Menntun og hæfni
Um fullt starf er að ræða og heyrir forstöðumaður beint undir sveitarstjóra.
Sótt er um starfið á alfred.is.
Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gert er grein fyrir hæfni til að gegna starfinu. Athygli er vakin á því að í starfinu felst vinna með börnum og verður því óskað eftir framvísun hreins sakavottorðs áður en af ráðningu getur orðið.
Óskað er eftir að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 30. júní n.k.
Nánari upplýsingar um starfið veitir sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, Sara Elísabet Svansdóttir í síma 473 1300 og í gegnum tölvupóst: saras@vfh.is.
Við hvetjum áhugasama, óháð kyni, að sækja um starfið.