Athugið að umsóknarfresturinn á þessu starfi er liðinn

Forstöðu­maður áhalda­húss Vopna­fjarð­ar­hrepps

Umsóknarfrestur

30. júní 2023

Auglýsandi

Vopnafjarðarhreppur

Vopna­fjarð­ar­hreppur leitar að áhuga­sömum, dríf­andi og metn­að­ar­fullum einstak­lingi í starf forstöðu­manns áhalda­húss þjón­ustumið­stöðvar sveit­ar­fé­lagsins sem stað­sett er á Vopna­firði.

Starf­semi áhalda­hússins er mikilvæg og yfir­grips­mikil. Undir starf­semina fellur m.a. umsjón með og vinna við ýmsar verk­legar fram­kvæmdir á vegum sveit­ar­fé­lagsins, viðhald á gatna­kerfinu, eftirlit og viðhald á vatns­veitu og fráveitu, upplýs­inga­miðlun og samskipti við íbúa sveit­ar­fé­lagsins og umhirðu á eignum þess.

Helstu verk­efni og ábyrgð:

  • Daglegur rekstur áhalda­hússins
  • Starfs­mannamál áhalda­hússins og umsjón með sumar­vinnu Vopna­fjarð­ar­hrepps
  • Áætlanir, undir­bún­ingur verka, útboð og verð­fyr­ir­spurnir
  • Eftirlit með fram­kvæmdum og viðhaldi á vegum sveit­ar­fé­lagsins
  • Kemur að gerð fjár­hags­áætl­unar eign­ar­sjóðs og fast­eigna sveit­ar­fé­lagsins
  • Umsjón með vatns- og fráveitu­mann­virkjum
  • Skipulag á starf­semi hafn­ar­innar og umsjón með daglegri starf­semi og verk­efnum hafn­ar­varða
  • Tengi­liður við slökkvilið Vopna­fjarð­ar­hrepps vegna flug­vall­arins

Menntun og hæfni

  • Iðnmenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi er æskileg
  • Vinnu­véla­rétt­indi eru skil­yrði
  • Starfs­reynsla sem nýtist í starfi
  • Góð þekking á áætlana­gerð, undir­bún­ingi og eftir­fylgni verk­efna er æskileg
  • Farsæl reynsla af stjórnun þ.á.m verk­efna­stjórnun er æskileg
  • Hæfni í mann­legum samskiptum, rík þjón­ustu­lund og lausnamiðuð nálgun
  • Gott verkvit, samvisku­semi og góð skipu­lags­hæfni
  • Jákvætt viðhorf, frum­kvæði og drif­kraftur
  • Góð íslensku- og ensku­kunn­átta
  • Gerð er krafa um hreint saka­vottorð

Um fullt starf er að ræða og heyrir forstöðu­maður beint undir sveit­ar­stjóra.

Sótt er um starfið á alfred.is.

Umsókn skal fylgja starfs­fer­il­skrá og kynn­ing­ar­bréf þar sem gert er grein fyrir hæfni til að gegna starfinu. Athygli er vakin á því að í starfinu felst vinna með börnum og verður því óskað eftir fram­vísun hreins saka­vott­orðs áður en af ráðn­ingu getur orðið.

Óskað er eftir að starfs­maður geti hafið störf sem fyrst.

Laun eru greidd samkvæmt kjara­samn­ingi sveit­ar­fé­laga og viðkom­andi stétt­ar­fé­lags.

Umsókn­ar­frestur er til og með 30. júní n.k.

Nánari upplýs­ingar um starfið veitir sveit­ar­stjóri Vopna­fjarð­ar­hrepps, Sara Elísabet Svans­dóttir í síma 473 1300 og í gegnum tölvu­póst: saras@vfh.is.

Við hvetjum áhuga­sama, óháð kyni, að sækja um starfið.