Umsóknarfrestur
1. september 2025
1. september 2025
Vopnafjarðarhreppur
Vopnafjarðarhreppur auglýsir laust til umsóknar fjölbreytt og skemmtilegt starf í u.þ.b. 30% stöðu við félagsmiðstöðina. Við leitum að ábyrgum, skapandi og jákvæðum einstaklingi sem hefur áhuga á að vinna með börnum og unglingum í uppbyggilegu umhverfi.
Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð og hafi náð 20 ára aldri.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur til 1. september 2025
Sótt er um starfið hjá Þórhildi Sigurðardóttur (Tótu) á netfangið thorhildur@vfh.is.