Auglýst er eftir starfs­manni í félags­mið­stöð

Umsóknarfrestur

1. september 2025

Auglýsandi

Vopnafjarðarhreppur

Okkur vantar kraft­mikinn og jákvæðan einstak­ling í  starf við félags­mið­stöðina Drekann.

Vopna­fjarð­ar­hreppur auglýsir laust til umsóknar fjöl­breytt og skemmti­legt starf í u.þ.b. 30% stöðu við félags­mið­stöðina. Við leitum að ábyrgum, skap­andi og jákvæðum einstak­lingi sem hefur áhuga á að vinna með börnum og unglingum í uppbyggi­legu umhverfi.

Skil­yrði er að viðkom­andi hafi hreint saka­vottorð og hafi náð 20 ára aldri.
Laun eru samkvæmt kjara­samn­ingi Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga.
Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið.

Umsókn­ar­frestur til 1. sept­ember 2025

Sótt er um starfið hjá Þórhildi Sigurð­ar­dóttur (Tótu) á netfangið thor­hildur@vfh.is.

Nánari upplýsingar veitir#nanari-upplysingar-veitir