Reglur leik­skólans

1. Rekstraraðili#1-rekstraradili

Leik­skóli Vopna­fjarð­ar­hrepps starfar samkvæmt lögum um leik­skóla nr. 90/2008, reglu­gerðum sem um starf­semi leik­skóla gilda, öðrum stefnu­mót­andi gögnum og Aðal­nám­skrá leik­skóla. Námskránni er ætlað að vísa ólíkum hags­muna­að­ilum í skóla­sam­fé­laginu veginn hvað varðar stefnu og hugmynda­fræði leik­skóla­starfs. Leik­skólinn er fyrsta skóla­stigið í íslensku skóla­kerfi og annast að ósk foreldra uppeldi, umönnun og menntun barna á leik­skóla­aldri.

Í Vopna­fjarð­ar­hreppi er einn leik­skóli. Leik­skólinn Brekkubær notar leik­skóla­kerfið Karellen til að halda utan um starf­semi leik­skóla en bæði starfs­fólk og foreldrar nota kerfið til samskipta og upplýs­inga.

2. Umsókn og innritun#2-umsokn-og-innritun

Sækja má um leik­skóla frá fæðingu barns, eða strax og kennitala þess hefur verið skráð. Sótt er um leik­skóla á heima­síðu Brekku­bæjar hér.

Skil­yrði fyrir inngöngu í leik­skóla er að barn eigi lögheimili í Vopna­fjarð­ar­hreppi. Barnið getur verið á umsókn­arlista þótt lögheimili sé annars staðar. Úthlut­unin er einnig háð því skil­yrði að foreldri sé ekki í vanskilum með leik­skóla­gjöld. Ef um þriggja mánaða vanskil er að ræða er rekstr­ar­aðila heimilt að segja upp leik­skóla­samn­ingi með mánaðar fyrir­vara að undan­geng­inni ítrekun.

Víkja má frá megin­reglum um inngöngu nemenda í leik­skóla ef sérstakar aðstæður krefjast þess og forgang í leik­skóla eiga:

  • Börn einstæðra foreldra.
  • Börn í elsta árgangi leik­skóla.
  • Börn starfs­manna leik­skóla Vopna­fjarð­ar­hrepps.
  • Börn geta fengið forgang skv. ákvörðun leik­skóla­stjóra og fjöl­skyldu­ráðs vegna sérþarfa eða félags­legra erfið­leika. Beiðni um forgang þarf að fylgja bréf frá félags­mála­stjóra, félags­ráð­gjafa, viður­kenndum grein­ing­ar­aðila, lækni eða öðrum eftir því sem við á. Ef foreldri/forráða­maður hefur athuga­semdir við niður­stöðu má vísa erindinu til fjöl­skyldu­ráðs Vopna­fjarð­ar­hrepps.

Úthlutað er eftir lausum plássum og aðstæðum hverju sinni í  leik­skól­anum þegar barn hefur náð eins árs aldri. Sækja þarf um leik­skóla­pláss með 5 mánaða fyrir­vara.

Í Brekkubæ er leik­skóla­pláss, að jafnaði, í boði fyrir börn sem náð hafa eins árs aldri. Eins árs gömul börn eru aldrei í vistun í meira en 6 klst. á dag fyrsta mánuðinn í Brekkubæ.

Börn eru innrituð í leik­skóla eftir aldri þannig að eldri börn ganga fyrir þeim yngri (kennitala ræður).

Þegar barn hefur fengið inngöngu í leik­skóla hringir leik­skóla­stjóri í foreldra og sendir síðan tölvu­póst u.þ.b. mánuði áður en barnið á að byrja þar sem foreldrar stað­festa leik­skóla­plássið og dval­ar­tíma barnsins.

3. Leikskólagjöld#3-leikskolagjold

Vopna­fjarð­ar­hreppur greiðir að stærstum hluta kostnað við dvöl barna í leik­skóla sveit­ar­fé­lagsins. Leik­skóla­gjöld eru greidd eftir á og gjald­dagi er 1. hvers mánaðar og eindagi 16. hvers  mánaðar. Foreldrar greiða leik­skóla­gjöld í hlut­falli við þann tíma sem börn þeirra dvelja í leik­skól­anum. Einnig greiða foreldrar fyrir fæði barna sinna.

Upplýs­ingar um gjöld og afslætti er að finna í gjald­skrá leik­skólans Brekku­bæjar og er hún birt á heima­síðu Vopna­fjarð­ar­hrepps. Ef um þriggja mánaða vanskil er að ræða er rekstr­ar­aðila heimilt að segja upp leik­skóla­samn­ingi með mánaðar fyrir­vara að undan­geng­inni ítrekun.

Gjald­skráin er tvískipt:

Almennt gjald fyrir hjón og sambúð­ar­fólk.

Forgangs­gjald fyrir einstæða foreldra, náms­menn og atvinnu­lausa að uppfylltum ákveðnum skil­yrðum. Þeir sem óska eftir að greiða fyrir vistun skv. forgangs­gjaldi skulu skila stað­fest­ingu á uppfylltum skil­yrðum til leik­skóla­stjóra.

Heimilt er að innheimta sérstakt gjald ef foreldrar virða ekki umsaminn leik­skóla­tíma. Þar gildir að mæti foreldrar of snemma með barn eða sæki það of seint oftar en einu sinni í mánuði er innheimt sérstakt gjald í hvert sinn. Reglan er sú að barn með skóla­tíma 8:00-16:00 komi í leik­skólann e. kl. 8:00 og er farið fyrir kl. 16:00.

Til að njóta systkina­afsláttar þurfa börnin að vera skráð á kenni­tölu sama  forráða­manns og með sameig­in­legt lögheimili.

Hægt er að óska eftir því við leik­skóla­stjóra að fá fæðis­kostnað felldan niður ef nemandi er fjar­ver­andi 10 skóla­daga samfellt.

Leik­skólinn Brekkubær er lokaður í 5 vikur vegna sumar­leyfa. Leik­skóla­gjöld falla niður í sumar­lokun leik­skólans.

4. Dvalarsamningur#4-dvalarsamningur

Við upphaf leik­skóla­göngu skrifa foreldrar undir sérstakan dval­ar­samning sem meðal annars kveður á um leik­skóla­tíma, reglur og fleira. Dval­ar­samn­ingur tekur mið af reglum þessum.

Gagn­kvæmur uppsagn­ar­frestur á leik­skóla­samn­ingi er einn mánuður og miðast við 1. eða 15. hvers mánaðar. Segja skal upp leik­skóla­samn­ingi á þar til gerðu eyðu­blaði sem hægt er að nálgast hjá leik­skóla­stjóra eða deild­ar­stjóra.

Hægt er að sækja um sveigj­an­legan vist­un­ar­tíma (þá er vistun ekki sami tími alla daga) hjá leik­skóla­stjóra. Umsóknir um sveigj­an­legan vist­un­ar­tíma og breyt­ingar á honum þurfa að berast leik­skóla­stjóra fyrir 15. maí sem tekur þá gildi 15. ágúst eða fyrir 15. nóvember sem tekur gildi 1. janúar. Gildir hann þá frá 1. janúar og fram að sumar­lokun og svo frá sumar­opnun til áramóta.

Óski foreldrar eftir breyt­ingum á leik­skóla­samn­ingi sækja þeir um það með tveggja vikna fyrir­vara fyrir 1. og 15. hvers mánaðar á þar til gerðu eyðu­blaði sem hægt er að nálgast hjá leik­skóla­stjóra eða deild­ar­stjóra. Athugið að breyt­ingar á sveigj­an­legum vist­un­ar­tíma falla hér undir, einungis er hægt að sækja um breyt­ingar á honum tvisvar á ári á þeim dagsetn­ingum sem sjá má hér að ofan.

5. Opnunartími, starfsmannafundir og starfsdagar #5-opnunartimi-starfsmannafundir-og-starfsdagar

Leik­skólinn Brekkubær er opinn frá 07:45-16:15.

Leik­skólinn eru lokaðir á aðfangadag og gaml­ársdag. Gera má ráð fyrir skertri þjón­ustu á milli hátíða þar sem ekki er um skipu­lagt leik­skólastarf að ræða heldur vistun fyrir þá sem þurfa. Mætingu þarf að skrá fyrir 12. desember vegna skipu­lags í mötu­neyti og hægt er að sækja um niður­fell­ingu leik­skóla­gjalda ef sótt er um leyfi fyrir barn á milli hátíða.

Leik­skólinn Brekkubær er lokaður vegna starfs­manna­funda í allt að 12 klst. á hverju skólaári, 2 klst. í senn. Lokanir vegna starfs­manna­funda verða tilgreindar í skóla­da­ga­tali leik­skólans.

Starfs­dagar leik­skólans eru 5 og er leik­skólinn lokaður þessa daga. Fram­kvæmd starfs­daga er alfarið í höndum leik­skóla­stjóra og þeim ráðstafað eftir því hvernig þeir henta og nýtast skól­anum sem best. Starfs­dagar eru skráðir á skóla­da­gatal leik­skólans. Stefnt skal að því að leik- og grunn­skóla samræmi þessa daga eins og kostur er.