Nánar um samþætt­ingu þjón­ustu

Hvernig sækir maður um samþættingu þjónustu?#hvernig-saekir-madur-um-samthaettingu-thjonustu

Sem foreldri, forráða­maður, þjón­ustu­veit­andi eða starfs­maður skóla getur þú sótt um samþætt­ingu. Einnig getur barnið sjálft sótt um.

Bæði er hægt að hafa samband við viðeig­andi tengilið eða fyllt út eyðu­blað fyrir samþætt­ingu þjón­ustu sem finna má hér á síðunni.

Hvenær þarf samþættingu þjónustu?#hvenaer-tharf-samthaettingu-thjonustu

Öll börn og fjöl­skyldur geta nýtt sér samþætta þjón­ustu í þágu farsældar barna þegar þörf er á að samþætta þjón­ustu frá ólíkum þjón­ustu­veit­endum.

Meta þarf í hverju tilfelli fyrir sig hvort þörf sé á samþætt­ingu.

Lög um samþætt­ingu þjón­ustu koma ekki í staðinn fyrir þjón­ustu sem þegar ber að veita, heldur eru þau ætluð sem viðbót til að greiða aðgengi barna og foreldra, tryggja heild­arsýn lykil­aðila og til þess að þeir sem veita þjón­ustu vinni saman að hags­munum barnsins. Tekið er ákvörðun um samþætt­ingu þegar ávinn­ingur er að því að mynda stuðn­ingsteymi þvert á aðila.

 

Hvað gerir tengiliður farsældar eftir að beiðni um samþættingu hefur borist?#hvad-gerir-tengilidur-farsaeldar-eftir-ad-beidni-um-samthaettingu-hefur-borist

Tengi­liður farsældar býður foreldrum í samtal til að meta hvort þörf sé á samþætt­ingu þjón­ustu. Þegar beiðni um samþætt­ingu þjón­ustu liggur fyrir getur tengi­liður hafist handa við að samþætta þjón­ustu í þágu farsældar barns.

Hlut­verk tengi­liðar er meðal annars að meta þjón­ustu­þörf, skipu­leggja og fylgja eftir þjón­ustu á fyrsta stigi. Þá kemur tengi­liður upplýs­ingum til félags­þjón­ustu Múla­þings ef þörf þykir á tilnefn­ingu málstjóra. Einnig getur hann tekið þátt í vinnu stuðn­ingsteymis eftir því sem við á.

Hvað ef barnið mitt þarf einstaklingsmiðaðann stuðning en ég vil ekki þiggja samþættingu?#hvad-ef-barnid-mitt-tharf-einstaklingsmidadann-studning-en-eg-vil-ekki-thiggja-samthaettingu

Samþætting þjón­ustu er í boði fyrir börn og fjöl­skyldur þeirra en ef foreldrar vilja ekki þiggja samþætta þjón­ustu, þá geta þeir sótt þjón­ustuna sjálfir en þá er hún ekki samþætt.

Lögin koma ekki í staðinn fyrir þjón­ustu sem þegar ber að veita, heldur eru þau ætluð sem viðbót til að greiða aðgengi barna og foreldra, tryggja heild­arsýn lykil­aðila og til þess að þeir sem veita þjón­ustu vinni saman að hags­munum barnsins.

Skýringar og hugtök#skyringar-og-hugtok

Á vef farsældar barna er að finna saman­tekt af merk­ingu helstu hugtaka sem koma fram í lögum og umræðu um farsæld barna. Nánar hér.

Ferill samþættingar þjónustu#ferill-samthaettingar-thjonustu