Hagnýtar upplýs­ingar

Kæru foreldrar/forráða­menn, 

Um leið og við bjóðum ykkur og barn ykkar velkomið í leik­skólann, viljum við gefa ykkur upplýs­ingar um ýmis atriði sem tengd eru starf­semi leik­skólans og nauð­syn­legt er fyrir foreldra/forráða­menn að vita.

Um leikskólann#um-leikskolann

Leik­skólinn Brekkubær tók til starfa 1. desember 1991 og í ágúst 2008 var tekin í notkun ný viðbygging við leik­skólann.  Leik­skólinn er 3 deilda og fjöldi barna um 35 börn frá eins ára til sex ára.  Deild­arnar heita Ásbrún, Dags­brún og Hraun­brún.

Leik­skólinn er opinn frá 7.45-16.15 og eru börn í  6-8 ½  klukku­stunda vistun. Það er góð regla að mæta alltaf á réttum tíma í leik­skólann, þeir sem mæta seint gætu misst af einhverju skemmti­legu sem er að gerast og það getur verið erfitt fyrir barn að koma þegar vinirnir eru komnir af stað í leik. Með því að mæta á réttum tíma skapast jafn­vægi á deild­inni og auðveldara að skipu­leggja verk­efni dagsins.

Aðlögun#adlogun

Að byrja í leik­skóla er ný reynsla fyrir barnið og foreldra þess. Þegar barn byrjar i leik­skóla er mikil­vægt að það gerist í róleg­heit­unum svo barnið verði öruggt  og aðlagist nýju umhverfi og njóti sín sem best. Í aðlögun kynnist barnið kenn­urum, börn­unum og starf­semi leik­skólans og lagður er horn­steinn að góðu samstarfi foreldra og kennara. Aðlögun er líka tími fyrir foreldra og kenn­arar og til að kynnast og styrkja samstarf á milli heim­ilis og skóla.

Í upphaf leik­skóla­göngu er nauð­syn­legt að hafa í huga þær breyt­ingar sem það hefur í för með sér fyrir barnið. Í aðlögun lærir barnið að vera í hóp, venjast dagskipu­laginu, hlíta reglum og fleira. Gott er að gera ráð fyrir meiri sveigj­an­leika í vinnu fyrst um sinn ef mögu­legt er, því stundum þarf að sækja barnið með stuttum fyrir­vara. Það er einstak­lings­bundið, hve langan tíma aðlögun tekur en gengið er út frá því að foreldrar séu með barninu í 4-5 daga. Börn og foreldrar eru mismund­andi og skal hafa í huga að þarfir eru mjög ólíkar og engin ein aðlögun gildir fyrir alla. Hafi barnið verið fjar­ver­andi um lengri tíma gæti það einnig þurft einhverja aðlögun aftur.

Veikindi#veikindi

Nauð­syn­legt er að tilkynna veik­indi og allar fjar­vistir til leik­skólans og er hægt að gera það í gegnum Karellen eða hringja í leik­skólann.
Það er góð og gild regla að miða við að hafa barnið hita­laust heima í 1-2 daga eftir veik­indi.

Algengt er að börn sem hefja leik­skóla­göngu fái fjöl­margar pestir fyrsta hálfa árið.

Lyf #lyf

Börn grípa oft hinar ýmsu pestir og oft kemur til lyfja­gjafar af lækn­is­ráði. Foreldrar eru vinsam­legast beðnir að haga lyfja­gjöf þannig að barnið þurfi ekki að taka lyfið í leik­skól­anum. Kenn­urum er ekki heimilt að gefa lyf. Ekki eru gefin lyf í leik­skól­anum nema með vott­orði frá lækni um að lyfja­gjöf sé nauð­synleg þann tíma sem barnið dvelur í leik­skól­anum. Ef lyfja­gjöf er nauð­synleg í leik­skól­anum þá er foreldrum/forráða­mönnum skylt að afhenda deild­ar­stjóra lyfið. Asmalyf eru undan­skilin þessari reglu.

Slys og óhöpp#slys-og-ohopp

Slys og óhöpp geta orðið í stórum barna­hópi. Ef slíkt gerist er haft samband við foreldra og því er mjög mikil­vægt að allar upplýs­ingar séu réttar, síma­númer, netföng og vinnu­staðir til að tryggja að hægt sé að ná í foreldra öllum stundum. Ef síma­númer, netföng eða heim­il­is­föng breytast er nauð­syn­legt að láta deild­ar­stjóra barnsins vita. Ef ekki næst í foreldra barns í tæka tíð er farið með það upp á heilsu­gæslu til athug­unar. Öll börn í leik­skól­anum eru tryggð á meðan á dvöl stendur.

Komur og brottfarir#komur-og-brottfarir

Við leggjum áherslu á að vel sé tekið á móti barninu og það látið finna að það sé velkomið í leik­skólann og í lok dags sé barnið kvatt og því þakkað fyrir daginn.

Mikil­vægt er að láta kennara vita þegar komið er með barnið á leik­skólann og þegar barn er sótt, örygg­isins vegna. Nauð­syn­legt er að láta deild­ar­stjóra vita ef aðrir en foreldrar/forráða­menn sækja barnið í leik­skólann.

Foreldrum er skylt að virða þann tíma sem leik­skóla­samn­ingur segir til um. Umsamin skóla­tími tekur mið af komu og brott­fara­tíma nemenda í og úr skóla þ.e ef nemandi á skóla­tíma frá 8:00-16:00 og er miðað við að hann mæti í skólann fyrsta lagi klukkan 8:00 og hafi yfir­gefið skólann í síðasta lagi klukkan 16:00. Þegar börn eru sótt of seint m.v umbeðin vist­un­ar­tíma eru sektir við því.

Fatnaður#fatnadur

Börnin fara vana­lega alltaf út á hverjum degi. Þegar barn byrjar í leik­skóla er gott að ræða við kennara um hvað sé nauð­syn­legt að taka með sér leik­skólann, til dæmis aukaföt, útiföt og skó sem henta íslensku veðri. Mikil áhersla er lögð á að börnin læri að klæða sig sjálf úr og í útiföt, þess vegna er nauð­syn­legt að börnin séu í viðráð­an­legum fatnaði. Mikil­vægt er að útiföt hæfi veðri hverju sinni.

Blaut og skítug föt eiga að fara með heim í lok dags en þurr föt má geyma í leik­skól­anum. Mikil­vægt að merkja allan fatnað barn­anna, einnig skó og stígvél. Þá eru minni líkur á að fötin glatist. Mikil­vægt er að ganga vel um hólfin og tæma þau þegar beðið er um það.

Umhverfið/bílaumferð/hliðin#umhverfid-bilaumferd-hlidin

Foreldrar og aðrir sem ganga um hliðin inná leik­skóla­lóðina eru beðnir um að loka alltaf á eftir sér. Efra hliðið og efra bíla­stæðið er fyrir fatlaða. Börnum er ekki heimilt að klifra upp á hliðin til að opna og loka þegar þau koma eða eru sótt. Einnig förum við fram á að bílar séu ekki skildir eftir í gangi við leik­skólann, því við metum hreina loftið mikils.

Máltíðir#maltidir

Börn fá morg­unmat, hádeg­ismat og síðdeg­is­hress­ingu í leik­skól­anum. Ef barn getur ekki borðað einhvern mat vegna mataró­þols eða ofnæmis er mikil­vægt að upplýsa kenn­arar um það og koma þarf með lækn­is­vottorð ef barn er með fæðu­of­næmi eða fæðuóþol.

Skráningadagar#skraningadagar

Frá og með 22.desember til og með 2.janúar eru skrán­ing­ar­dagar í leik­skól­anum og ekki gert ráð fyrir börnum þessa daga vegna betri vinnu­tíma kennara. Þessa daga þarf að skrá börin sérstak­lega í leik­skólann, annars er litið svo á að þau séu í fríi. Skrá þarf barnið í leik­skólann fyrir 20. nóvember ef það ætar að vera í leik­skól­anum þessa daga.

Leik­skólinn er lokaður á aðfangadag og gaml­ársdag.

Sumarfrí#sumarfri

Leik­skólinn er lokaður í fimm vikur vegna sumar­leyfa kennara og barna. Öll börn þarfnast þess að fara í frí og verða foreldrar að taka fjög­urra vikna samfellt sumarfrí fyrir börnin sín.

Ekki er rukkað fyrir leik­skóla­gjöld í sumar­fríi.

Sveigjanlegur dvalartími#sveigjanlegur-dvalartimi

Hægt er að sækja um sveigj­an­legan vist­un­ar­tíma (þá er vistun ekki sú sama alla daga) hjá leik­skóla­stjóra. Umsóknir um sveigj­an­lega vist­un­ar­tíma og breyt­ingar á honum þurfa að berast leik­skóla­stjóra fyrir 15. maí sem tekur gildi 15. ágúst eða 15. nóvember sem tekur gildi 1. janúar.

Leikskólasamningur#leikskolasamningur

Við upphaf leik­skóla­göngu skrifa foreldrar undir sérstakan leik­skóla­samning sem er undir­rit­aður af foreldri og leik­skóla­stjóra. Í leik­skóla­samn­ingnum kemur fram tíminn sem barnið dvelur í leik­skól­anum og ber að virða þann tíma. Leik­skóla­samn­ingur tekur mið af reglum Vopna­fjarð­ar­hrepps.

Gagn­kvæmur uppsagn­ar­frestur á leik­skóla­samn­ingi er einn mánuður og miðast við 1. eða 15. hvers mánaðar. Segja skal upp leik­skóla­samn­ingi á þar til gerðu eyðu­blaði sem hægt er að nálgast hjá deild­ar­stjóra.

Óski foreldrar eftir breyt­ingum á leik­skóla­samn­ingi sækja þeir um það með tveggja vikna fyrir­vara fyrir 1. og 15. hvers mánaðar á þar til gerðu eyðu­blaði sem hægt er að nálgast hjá deild­ar­stjóra. Gagn­kvæmur uppsagn­ar­frestur á leik­skóla­plássi er einn mánuður og skal uppsögn gerð á eyðu­blaði sem fæst hjá deild­ar­stjóra.

Námskeiðs-skipulagsdagar og starfsmannafundir#namskeids-skipulagsdagar-og-starfsmannafundir

Leik­skólinn Brekkubær er lokaður vegna starfs­manna­funda í allt að 12 klst. á hverju skólaári, 1-2 klst. í senn allt eftir aðstæðum hverju sinni. Lokanir vegna starfs­manna­funda eru tilgreindar í skóla­da­ga­tali leik­skólans. Starfs­dagar leik­skólans eru fimm á skóla­árinu og er leik­skólinn lokaður þessa daga. Fram­kvæmd starfs­daga er alfarið í höndum leik­skóla­stjóra og þeim ráðstafað eins og þeir nýtast skól­anum sem best. Starfs­dagar eru skráðir á skóla­da­gatal leik­skólans. Stefnt skal að því skóla­stjórn­endur leik- og grunn­skóla samræmi þessa daga eins og kostur er.

Dagskipulag#dagskipulag

Í leik­skól­anum er skipu­lögð dagskrá. Það er gott fyrir börnin að hafa ákveðna rútínu og vita hvað gerist næst, það er grund­völlur að örygg­is­til­finn­ingu. Með dagskrá sem börnin þekkja vita þau að hverju þau ganga á hverjum degi og skipu­lagið kemur í veg fyrir óþarfa biðtíma og árekstra í samskiptum. Í júní kemur skóla­da­ga­talið inn á heima­síðu Vopna­fjarð­ar­hrepps.

Röskun á skólastarfi#roskun-a-skolastarfi

Ef neyð­ar­ástand skapast i leik­skól­anum vegna veik­inda kennara, ófærðar eða annarra óvið­ráð­an­legra orsaka er leik­skóla­stjóra heimilt að loka leik­skól­anum. Reynt er eftir fremsta megni að láta foreldra vita með fyrir­vara. Fyrir­vari getur þó samkvæmt eðli málsins verið lítill eða enginn.

Almanna­varnir senda út tilkynn­ingar um veður þegar þarf á að halda, í samráði við sveita­fé­lagið.

Mikil­vægt er að foreldrar og forsjár­að­ilar fylgist vel með fréttum af veðri og öðrum tilmælum frá yfir­völdum sem gætu haft áhrif á skólastarf barna og bregðist við í samræmi við aðstæður hverju sinni.

Stoðþjónusta#stodthjonusta

Við leik­skólann er starf­andi leik­skóla­kennari sem sér um sérkennslu í leik­skól­anum. Hlut­verk hans er að leið­beina kenn­urum og foreldrum og halda utan um börn sem þurfa á stoð­þjón­ustu að halda. Hann skipu­leggur fundi ásamt kenn­urum, foreldrum og sérfræð­ingum, heldur utan um teymi hvers barns. Einnig getur hann gert form­lega athugun á þroska barnsins í skól­anum með viðeig­andi þroskaprófum eða mats­tækjum ásamt kenn­urum. Sú vinna fer fram með samþykki og í samvinnu við foreldra. Ef grunur vaknar um einhver þroskafrávik hjá barni ber kenn­urum barnsins að hlutast til um málið. Þetta á einnig við ef kenn­arar telja að félags­legar aðstæður barns hamli að einhverju leyti þroska mögu­leikum þess.

Sérfræðiþjónusta#serfraedithjonusta

Verk­ferlar ef upp kemur grunur um þroskafrávik hjá barni:

Foreldri eða deilda­stjóri setja sig í samband við sérkennara stoð­þjón­ustu. Í leik­skól­anum höfum við þroska lista sem hægt er að fylla út til að meta stöðu barnsins. Ef ástæða þykir til að skoða nánar er útbúin beiðni til sérfræð­ings sem kemur og metur barnið. Allar athug­anir eru gerðar í samvinnu og samstarfi við foreldra. Við höfum kost á að kalla inn talmeina­fræðing, sálfræðing og All teymið til okkar. Hafi foreldrar áhyggjur af fráviki í þroska barnsins s.s. í máli, hreyf­ingu eða öðru eiga þeir kost á því að fá þessa þjón­ustu fyrir barn sitt í gegnum leik­skólann. Því fyrr sem gripið er inn í því betur stendur barnið sig í áfram­hald­andi námi.

Trúnaður#trunadur

Það skiptir miklu máli að foreldrar sýni starf­semi, kenn­urum og öðrum börnum trúnað. Óheimilt er að taka myndir í leik­skól­anum af börnum annarra og birta á samfé­lags­miðlum.

Einnig ef þið verðið vitni að einhverjum samskiptum og uppá­komum í leik­skól­unum biðjum við ykkur að sýna nærgætni og trúnað. Símar eru ekki leyfðir í aðlögun og í fata­her­bergjum.

Virða skal trúnað.

Þagn­ar­skylda. Allir kenn­arar Brekku­bæjar eru bundnir þagn­ar­skyldu og helst hún þó látið sé af störfum. Tilkynn­ing­ar­skylda til barna­verndar gengur framar ákvæðum laga eða siða­reglna um þagn­ar­skyldu starfstétta samkvæmt 17. gr. Barna­vernd­ar­laga nr 80/2002.

Með von um gott samstarf,#med-von-um-gott-samstarf