Kæru foreldrar,
Um leið og við bjóðum barnið ykkar velkomið í leikskólann vonumst við til að eiga góð og ánægjuleg samskipti við ykkur foreldrana jafnt sem barnið ykkar.
Í foreldrahandbókinni eru ýmiss atriði tengd starfssemi leikskólans sem mikilvægt er fyrir foreldra að kynna sér.
Leikskólinn Brekkubær#leikskolinn-brekkubaer
Leikskólinn Brekkubær er þriggja deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum 1-6 ára. Leikskólinn hefur verið starfræktur síðan 1. desember 1991. Í ágúst 2008 var tekin í notkun ný viðbygging við leikskólann. Eldri hluti leikskólans er 298 fermetrar og er því leikskólinn orðinn u.þ.b. 600 fermetrar. Vopnafjarðarhreppur er eigandi hússins og rekstararaðili.
Húsnæði skólans er þannig skipulagt að það eru þrjár deildir sem heita Ásbrún, Hraunbrún og Dagsbrún. Deildirnar eru allar með tveimur herbergjum, salerni og fataherbergi. Svo hafa allar deildir aðgang að sal, sérkennsluherbergi, skála og listastofu sem er hluti af alrými skólans. Í starfsmannaaðstöðunni er skrifstofa leikskólastjóra, viðtalsherbergi, undirbúningsherbergi og kaffiaðstaða starfsmanna.
Leikskólinn er opinn frá 7:45 – 16:15 og hér starfa börn í 4-9 klukkustunda vistun. Það er góð regla að mæta alltaf á réttum tíma í leikskólann, þeir sem mæta seint gætu misst af einhverju skemmtilegu sem er að gerast og það getur verið erfitt fyrir barn að koma þegar vinirnir eru komnir af stað í leik. Með því að mæta á réttum tíma skapast jafnvægi á deildinni og auðveldara að skipuleggja verkefni dagsins. Greitt er fyrir þann tíma sem börnin eru í leikskólanum og gert er ráð fyrir að þau komi og séu sótt innan þess tíma sem foreldrar sækja um.
Leikskólagjöldin#leikskolagjoldin
Leikskólagjöld ber að greiða fyrirfram 20. hvers mánaðar. Ef leikskólagjöld eru ekki greidd innan tveggja mánaða tíma fá foreldrar send ítrekunarbréf. Beri það ekki árangur er skuldin send til lögfræðings til innheimtu og í kjölfarið fylgir uppsögn á leikskólaplássi barnsins.
Uppsagnarfrestur#uppsagnarfrestur
Uppsagnafrestur á leikskólaplássi er einn mánuður og miðast við 20. hvers mánaðar. Tilkynna skal uppsögnina til leikskólastjóra á eyðublaði sem hægt er að fá hjá deildarstjóra. Greiða skal gjald fyrir plássið út uppsagnarfrestinn, þó að barnið hætti fyrr. Einnig þarf að sækja um ef breyta á vistunartíma. Reynt er að koma til móts við óskir foreldra um breytingar en ekki víst að alltaf sé hægt að verða við þeim.
Skipulagsdagar#skipulagsdagar
Leikskólinn er lokaður fimm daga á ári vegna uppeldis- og fræðslustarfs. Skipulagsdagar eru hugsaðir fyrir endurmenntun starfsmanna og til skipulags í leikskólanum. Misjafnt er hvernig þeir eru notaðir hverju sinni. Skipulagsdagarnir eru auglýstir með minnst 10 daga fyrirvara og er leikskólinn þá lokaður þann dag.
Sumarleyfi#sumarleyfi
Leikskólinn er starfræktur í 11 mánuði á ári. Yfir sumartímann er leikskólinn lokaður í 5 vikur vegna sumarleyfa starfsfólks og barna. Öll börn þarfnast þess að fara í frí og verða foreldrar að taka fjögurra vikna samfellt sumarfrí fyrir börnin sín.
Friðartími#fridartimi
Í dagskipulagi leikskólans er gert ráð fyrir föstum og reglubundum tímum s.s matmálstímum, samverustundum, hópastarfi, svefn- og hvíldartímum. Biðjum við því foreldra að virða þessa tíma og mæta með börnin á öðrum tímum, svo ró, einbeitingu og athygli barnanna sem eru að læra, vinna eða njóta samvista í hópnum verði ekki raskað.
Fataherbergi#fataherbergi
Hvert barn á sitt hólf, merkt með mynd og nafni. Útivistarfatnað þarf að taka heim ef þörf er á þvotti. Lögð er áhersla á að fara með börnin í litlum hópum þegar farið er út. Það er gert til að skapa tíma og svigrúm fyrir börnin að hjálpa sér sjálf og auka þannig sjálfshjálp þeirra.
Klæðnaður barns#klaednadur-barns
Nauðsynlegt er að hafa í hólfum barnanna s.s pollaföt/snjógalla, vettlinga, þykka peysu, ullarsokka og aukaföt. Kuldaskó, stígvél og strigaskó til skiptanna. Klæðnaður barnanna þarf að vera í samræmi við veðurfar og merktur barninu. Ómerktur fatnaður skilar sér oft ekki á réttan stað. Vinsamlegast merkið fatnað barna ykkar því þá eru minni líkur á að hann glatist.
Bleyjur, snuð og tengihlutir fyrir börnin eru geymd í merktum hólfum í leikskólanum. Skrifað er á töflu ofan við fatahólf barnsins þegar það vantar bleyjur eða fatnað.
Klæðnaður barnanna þarf að miðast við að þau geti tekið þátt í öllu starfi sem fer fram í leikskólum t.d. með leir, lím og málningu. Við reynum að vernda fatnað barnanna eins og við getum með svuntum og skyrtum en óhöpp geta alltaf átt sér stað.
Mikil áhersla er lögð á að börnin læri að klæða sig sjálf úr og í útiföt, þess vegna er nauðsynlegt að börnin séu í viðráðanlegum fatnaði. Mikilvægt er að útiföt hæfi veðri hverju sinni.
Gátlisti fyrir fatahólfið#gatlisti-fyrir-fataholfid
Í töskunni á að vera:
- 1 nærbuxur( fleiri ef barn þarf)
- 1 nær-/stutterma bolur
- 1 sokkabuxur
- 2 sokkarpör
- 2 pör af vettlingum
- 1 buxur
- 1 peysa
- 1 hlý peysa
- 1 ullarsokkar
- 1 húfa
- 1 pollagalli
- 1 snjógalli
- viðeigandi skótau
Veikindi#veikindi
Leikskólar eru ætlaðir frískum börnum. Vinsamlegast biðjið því ekki starfsmenn um að börnin fái að vera inni vegna þess að þau séu slöpp eða að verða veik. Á þeim tíma er mesta smithætta í gangi og þau hafa ekki fulla orku til að taka þátt í leik og starfi leikskólans.
Veikist barnið skal það dvelja heima þar til það hefur verið hitalaust í a.m.k 1-2 sólarhringa og innivera eftir veikindi eru 2 dagar. Eingöngu er leyfð lengri innivera í undartekningatilvikum og þá í samráði við deildarstjóra. Nauðsynlegt er að tilkynna allar fjarvistir barnsins til leikskólans.
Lyf#lyf
Lítil börn grípa oft hinar ýmsu pestir og oft kemur til lyfjagjafar af læknisráði. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir að haga lyfjagjöf þannig að barnið þurfi ekki að taka lyfið í leikskólanum því starfsfólki er ekki heimilt að gefa lyf.
Ekki eru gefin lyf í leikskólanum nema læknir gefi vottorð um að nauðsynlegt sé að gefa lyf þann tíma sem barnið er í leikskólanum. Ef lyfjagjöf er nauðsynleg í leikskólanum þá skulu foreldrar/forráðamenn afhenda deildarstjóra lyfið. Ekki skal vera nema vikuskammtur á lyfinu í vörslu leikskólans í einu.
Læknir leikskólans er Baldur Friðriksson.
Hjúkrunarfræðingur leikskólans er Steinunn Birna Aðalsteinsdóttir.
Óhöpp og slys#ohopp-og-slys
Í leikskólanum geta alltaf orðið óhöpp eða slys. Ef slíkt kemur fyrir er strax haft samband við foreldra og farið með barnið á heilsugæslustöðina ef þess þarf. Vopnafjarðarhreppur greiðir fyrir fyrstu heimsóknina á heilsugæslustöðina en síðan foreldrar ef um fleiri heimsóknir er að ræða.
Afmæli#afmaeli
Barnið er í aðalhlutverki á afmælisdaginn. Barnið fær afmælispakka og flaggað er fyrir því í tilefni dagsins. Barnið fær kórónu og situr á gullstól. Sunginn er afmælissöngurinn, það er þjónn dagsins og stjórnar lagavali í söngstundinni. Einnig er sett mynd af afmælisbarninu fram í fataklefa.
Foreldrafélagsgjald#foreldrafelagsgjald
Foreldrar greiða 9.000 kr. á önn í foreldrafélagsgjald. Er þessi sjóður notaður í útskriftaferð, pakka frá jólasveininum, leiksýningar, sumargleði leikskólans, rútuferðir með börnin og fleira skemmtilegt. Auk þess hefur foreldrarfélagið gefið leikskólanum leikföng bæði úti og inni.
Umhverfið#umhverfid
Foreldrar og aðrir sem ganga um hliðin inn á leikskólalóðina eru beðnir um að loka alltaf á eftir sér. Efra bílastæðið er fyrir starfsfólk og fatlaða.
Börnum er ekki heimilt að klifra upp á hliðin til að opna og loka þegar þau koma eða eru sótt. Einnig förum við fram á að bílar séu ekki skildir eftir í gangi við leikskólann, því við metum hreina loftið mikils.
Boðleiðir#bodleidir
Auglýsingar og skilaboð eru sett á töflur í fataklefum, Facebook og send á tölvupósti. Í fataklefum hanga líka matseðlar barnanna og skrá með upplýsingum um hvernig börnin borða og sofa, hver er þjónn dagsins og hver eru afmælisbörn mánaðarins.
Tilkynningar um fjarvistir og breytta hagi#tilkynningar-um-fjarvistir-og-breytta-hagi
Nauðsynlegt er að tilkynna breytingar á högum og aðstæðum barnsins s.s veikindi, fjarveru foreldra, nýtt heimilsfang, símanúmer eða breytta hjúskaparstöðu.
Ef barnið vill ekki koma í leikskólann er nauðsynlegt að láta starfsfólk vita svo hægt sé að finna orsökina og vinna með barninu.
Ef aðrir en foreldrar sækja börnin er af öryggisástæðum nauðsynlegt að láta starfsfólk vita. Athugið að börnum undir 12 ára aldri er ekki heimilt að koma með, eða sækja börn í leikskólann.
Ef barn er veikt eða í fríi í 10 virka daga samfellt og tilkynnt er um það til leikskólsns dregst fæðisgjalds barnsins frá greiðslu.