Foreldra­hand­bókin

Kæru foreldrar, 

Um leið og við bjóðum barnið ykkar velkomið í leik­skólann vonumst við til að eiga góð og ánægjuleg samskipti við ykkur foreldrana jafnt sem barnið ykkar.

Í foreldra­hand­bók­inni eru ýmiss atriði tengd starfs­semi leik­skólans sem mikil­vægt er fyrir foreldra að kynna sér.

Leikskólinn Brekkubær#leikskolinn-brekkubaer

Leik­skólinn Brekkubær er þriggja deilda leik­skóli fyrir börn á aldr­inum 1-6 ára. Leik­skólinn hefur verið starf­ræktur síðan 1. desember 1991. Í ágúst 2008 var tekin í notkun ný viðbygging við leik­skólann. Eldri hluti leik­skólans er 298 fermetrar og er því leik­skólinn orðinn u.þ.b. 600 fermetrar. Vopna­fjarð­ar­hreppur er eigandi hússins og rekst­arar­aðili.

Húsnæði skólans er þannig skipu­lagt að það eru þrjár deildir sem heita Ásbrún, Hraun­brún og Dags­brún. Deild­irnar eru allar með tveimur herbergjum, salerni og fata­her­bergi. Svo hafa allar deildir aðgang að sal, sérkennslu­her­bergi, skála og lista­stofu sem er hluti af alrými skólans. Í starfs­manna­að­stöð­unni er skrif­stofa leik­skóla­stjóra, viðtals­her­bergi, undir­bún­ings­her­bergi og kaffi­að­staða starfs­manna.

Leik­skólinn er opinn frá 7:45 – 16:15 og hér starfa börn í 4-9 klukku­stunda vistun. Það er góð regla að mæta alltaf á réttum tíma í leik­skólann, þeir sem mæta seint gætu misst af einhverju skemmti­legu sem er að gerast og það getur verið erfitt fyrir barn að koma þegar vinirnir eru komnir af stað í leik. Með því að mæta á réttum tíma skapast jafn­vægi á deild­inni og auðveldara að skipu­leggja verk­efni dagsins. Greitt er fyrir þann tíma sem börnin eru í leik­skól­anum og gert er ráð fyrir að þau komi og séu sótt innan þess tíma sem foreldrar sækja um.

Leikskólagjöldin#leikskolagjoldin

Leik­skóla­gjöld ber að greiða fyrir­fram 20. hvers mánaðar. Ef leik­skóla­gjöld eru ekki greidd innan tveggja mánaða tíma fá foreldrar send ítrek­un­ar­bréf. Beri það ekki árangur er skuldin send til lögfræð­ings til innheimtu og í kjöl­farið fylgir uppsögn á leik­skóla­plássi barnsins.

Uppsagnarfrestur#uppsagnarfrestur

Uppsagna­frestur á leik­skóla­plássi er einn mánuður og miðast við 20. hvers mánaðar. Tilkynna skal uppsögnina til leik­skóla­stjóra á eyðu­blaði sem hægt er að fá hjá deild­ar­stjóra. Greiða skal gjald fyrir plássið út uppsagn­ar­frestinn, þó að barnið hætti fyrr. Einnig þarf að sækja um ef breyta á vist­un­ar­tíma. Reynt er að koma til móts við óskir foreldra um breyt­ingar en ekki víst að alltaf sé hægt að verða við þeim.

Skipulagsdagar#skipulagsdagar

Leik­skólinn er lokaður fimm daga á ári vegna uppeldis- og fræðslu­starfs. Skipu­lags­dagar eru hugs­aðir fyrir endur­menntun starfs­manna og til skipu­lags í leik­skól­anum. Misjafnt er hvernig þeir eru notaðir hverju sinni. Skipu­lags­dag­arnir eru auglýstir með minnst 10 daga fyrir­vara og er leik­skólinn þá lokaður þann dag.

Sumarleyfi#sumarleyfi

Leik­skólinn er starf­ræktur í 11 mánuði á ári. Yfir sumar­tímann er leik­skólinn lokaður í 5 vikur vegna sumar­leyfa starfs­fólks og barna. Öll börn þarfnast þess að fara í frí og verða foreldrar að taka fjög­urra vikna samfellt sumarfrí fyrir börnin sín.

Friðartími#fridartimi

Í dagskipu­lagi leik­skólans er gert ráð fyrir föstum og reglu­bundum tímum s.s matmáls­tímum, samveru­stundum, hópa­starfi, svefn- og hvíld­ar­tímum. Biðjum við því foreldra að virða þessa tíma og mæta með börnin á öðrum tímum, svo ró, einbeit­ingu og athygli barn­anna sem eru að læra, vinna eða njóta samvista í hópnum verði ekki raskað.

Fataherbergi#fataherbergi

Hvert barn á sitt hólf, merkt með mynd og nafni. Útivistarfatnað þarf að taka heim ef þörf er á þvotti. Lögð er áhersla á að fara með börnin í litlum hópum þegar farið er út.  Það er gert til að skapa tíma og svigrúm fyrir börnin að hjálpa sér sjálf og auka þannig sjálfs­hjálp þeirra.

Klæðnaður barns#klaednadur-barns

Nauð­syn­legt er að hafa í hólfum barn­anna s.s pollaföt/snjógalla, vett­linga, þykka peysu, ullar­sokka og aukaföt. Kuldaskó, stígvél og strigaskó til skipt­anna. Klæðn­aður barn­anna þarf að vera í samræmi við veðurfar og merktur barninu. Ómerktur fatn­aður skilar sér oft ekki á réttan stað. Vinsam­legast merkið fatnað barna ykkar því þá eru minni líkur á að hann glatist.

Bleyjur, snuð og tengi­hlutir fyrir börnin eru geymd í merktum hólfum í leik­skól­anum. Skrifað er á töflu ofan við fata­hólf barnsins þegar það vantar bleyjur eða fatnað.

Klæðn­aður barn­anna þarf að miðast við að þau geti tekið þátt í öllu starfi sem fer fram í leik­skólum t.d. með leir, lím og máln­ingu. Við reynum að vernda fatnað barn­anna eins og við getum með svuntum og skyrtum en óhöpp geta alltaf átt sér stað.

Mikil áhersla er lögð á að börnin læri að klæða sig sjálf úr og í útiföt, þess vegna er nauð­syn­legt að börnin séu í viðráð­an­legum fatnaði. Mikil­vægt er að útiföt hæfi veðri hverju sinni.

Gátlisti fyrir fatahólfið#gatlisti-fyrir-fataholfid

Í tösk­unni á að vera:

  • 1 nærbuxur( fleiri ef barn þarf)
  • 1 nær-/stutterma bolur
  • 1 sokka­buxur
  • 2 sokkarpör
  • 2 pör af vett­lingum
  • 1 buxur
  • 1 peysa
  • 1 hlý peysa
  • 1 ullar­sokkar
  • 1 húfa
  • 1 pollagalli
  • 1 snjógalli
  • viðeig­andi skótau

Veikindi#veikindi

Leik­skólar eru ætlaðir frískum börnum. Vinsam­legast biðjið því ekki starfs­menn um að börnin fái að vera inni vegna þess að þau séu slöpp eða að verða veik. Á þeim tíma er mesta smit­hætta í gangi og þau hafa ekki fulla orku til að taka þátt í leik og starfi leik­skólans.

Veikist barnið skal það dvelja heima þar til það hefur verið hita­laust í a.m.k 1-2 sólar­hringa og inni­vera eftir veik­indi eru 2 dagar. Eingöngu er leyfð lengri inni­vera í undar­tekn­inga­til­vikum og þá í samráði við deild­ar­stjóra. Nauð­syn­legt er að tilkynna allar fjar­vistir barnsins til leik­skólans.

Lyf#lyf

Lítil börn grípa oft hinar ýmsu pestir og oft kemur til lyfja­gjafar af lækn­is­ráði. Foreldrar eru vinsam­legast beðnir að haga lyfja­gjöf þannig að barnið þurfi ekki að taka lyfið í leik­skól­anum því starfs­fólki er ekki heimilt að gefa lyf.

Ekki eru gefin lyf í leik­skól­anum nema læknir gefi vottorð um að nauð­syn­legt sé að gefa lyf þann tíma sem barnið er í leik­skól­anum. Ef lyfja­gjöf er nauð­synleg í leik­skól­anum þá skulu foreldrar/forráða­menn afhenda deild­ar­stjóra lyfið. Ekki skal vera nema viku­skammtur á lyfinu í vörslu leik­skólans í einu.

Læknir leik­skólans er Baldur Frið­riksson.

Hjúkr­un­ar­fræð­ingur leik­skólans er Steinunn Birna Aðal­steins­dóttir.

Óhöpp og slys#ohopp-og-slys

Í leik­skól­anum geta alltaf orðið óhöpp eða slys. Ef slíkt kemur fyrir er strax haft samband við foreldra og farið með barnið á heilsu­gæslu­stöðina ef þess þarf. Vopna­fjarð­ar­hreppur greiðir fyrir fyrstu heim­sóknina á heilsu­gæslu­stöðina en síðan foreldrar ef um fleiri heim­sóknir er að ræða.

Afmæli#afmaeli

Barnið er í aðal­hlut­verki á afmæl­is­daginn. Barnið fær afmæl­ispakka og flaggað er fyrir því í tilefni dagsins. Barnið fær kórónu og situr á gull­stól. Sunginn er afmæl­is­söng­urinn, það er þjónn dagsins og stjórnar laga­vali í söng­stund­inni. Einnig er sett mynd af afmæl­is­barninu fram í fata­klefa.

Foreldrafélagsgjald#foreldrafelagsgjald

Foreldrar greiða 9.000 kr. á önn í foreldra­fé­lags­gjald. Er þessi sjóður notaður í útskrifta­ferð, pakka frá jóla­svein­inum, leik­sýn­ingar, sumargleði leik­skólans, rútu­ferðir með börnin og fleira skemmti­legt. Auk þess hefur foreldr­ar­fé­lagið gefið leik­skól­anum leik­föng bæði úti og inni.

Umhverfið#umhverfid

Foreldrar og aðrir sem ganga um hliðin inn á leik­skóla­lóðina eru beðnir um að loka alltaf á eftir sér. Efra bíla­stæðið er fyrir starfs­fólk og fatlaða.

Börnum er ekki heimilt að klifra upp á hliðin til að opna og loka þegar þau koma eða eru sótt. Einnig förum við fram á að bílar séu ekki skildir eftir í gangi við leik­skólann, því við metum hreina loftið mikils.

Boðleiðir#bodleidir

Auglýs­ingar og skilaboð eru sett á töflur í fata­klefum, Face­book og send á tölvu­pósti. Í fata­klefum hanga líka matseðlar barn­anna og skrá með upplýs­ingum um hvernig börnin borða og sofa, hver er þjónn dagsins og hver eru afmæl­is­börn mánað­arins.

Tilkynningar um fjarvistir og breytta hagi#tilkynningar-um-fjarvistir-og-breytta-hagi

Nauð­syn­legt er að tilkynna breyt­ingar á högum og aðstæðum barnsins s.s veik­indi, fjar­veru foreldra, nýtt heim­ils­fang, síma­númer eða breytta hjúskap­ar­stöðu.

Ef barnið vill ekki koma í leik­skólann er nauð­syn­legt að láta starfs­fólk vita svo hægt sé að finna orsökina og vinna með barninu.

Ef aðrir en foreldrar sækja börnin er af örygg­is­ástæðum nauð­syn­legt að láta starfs­fólk vita. Athugið að börnum undir 12 ára aldri er ekki heimilt að koma með, eða sækja börn í leik­skólann.

Ef barn er veikt eða í fríi í 10 virka daga samfellt og tilkynnt er um það til leik­skólsns dregst fæðis­gjalds barnsins frá greiðslu.

Með von um gott samstarf,#med-von-um-gott-samstarf