Fjárhagsáætlun 2026-2029#fjarhagsaaetlun-2026-2029
Tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2026, ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2027 – 2029, er hér lögð fram til seinni umræðu í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps. Að venju samanstendur tillagan af tölulegri umfjöllun, annars vegar A – hluta sveitarsjóðs og hins vegar A og B hluta. Í A – hluta er aðalsjóður og eignasjóðir, en í B-hluta eru veitustofnanir auk hafnarsjóðs, félagslegra íbúða, leiguíbúða aldraðra og lyfsölu. Líkt og undanfarin ár er áætlunin sett fram sameinuð í eina fjárhagsáætlun fyrir komandi ár auk framreiknaðrar áætlunar til næstu þriggja ára eins og lög gera ráð fyrir.
Þá er að finna í henni frekari ítarupplýsingar um rekstur Vopnafjarðarhrepps.
Fjárhagsáætlun nú var unnin í samvinnu við KPMG. Ýmsar ytri aðstæður og óvissa hafa áhrif á fjárhagsáætlunina s.s., loðnuvertíð 2026, staða annara uppsjávartegunda og kjarabreytingar.
Á árinu 2026 verður haldið áfram að niðurgreiða æskulýðs- og tómstundastarf barna með frístundastyrk að upphæð 40 þúsund krónur sem verður í boði fyrir öll börn á aldrinum 3-18. Þetta fellur vel að samningi um Heilsueflandi samfélag, sem nú er unnið að, og er það von okkar að þetta verði til að styrkja enn frekar þátttöku barna og ungmenna í íþrótta- og tómstundastarfi um leið og það eflir félögin sjálf og styðji við aðrar aðgerðir á þessu sviði.
Við gerð fjárhagsáætlunar 2026 munu gjaldskrár almennt hækka um 3,5%, og er þar tekið tillit til verðlagsbreytinga, gerð kjarasamninga á yfirstandandi ári, og spá hagstofu um þróun mála. Gerð er undantekning með einstaka liði gjaldskrár, s.s., leikskólagjöld, sem ekki munu hækka.
Hjálögð tillaga fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026 ásamt 3ja ára áætlun fyrir 2027-2029 er lögð fram til seinni umræðu í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps á fundi þann 11. desember 2025.
Sú fjárhagsáætlun sem hér er lögð fram, er unnin með hliðsjón af fjármálareglum og fjárhagslegum viðmiðum sveitarfélaga, og samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.
Vinna við gerð fjárhagsáætlunar hófst í haust og fór meirihluti vinnunnar fram í október og nóvember. Áætlunin var að mestu unnin af hreppsráði, ásamt sveitarstjóra, verkefnastjóra stjornsýslu og starfandi fjármálastjóra KPMG.
Fundað var sérstaklega með deildarstjórum stærri deilda en allar deildir heimsóttar og haldnir sérstakir vinnufundir á milli fastra funda hreppsráðs.
Á nýju ári þarf að halda áfram umræðu og vinnu við að og móta framtíðarsýn sveitarfélagsins.
Fyrir hönd Vopnafjarðarhrepps,
Helstu forsendur#helstu-forsendur

Lykiltölur:
Í fjárhagsáætlun 2026 eru áætlaðar heildartekjur 1.612 m.kr. Veltufé frá rekstri er áætlað 199 m.kr. Handbært fé í árslok er áætlað 115 m.kr. Eigið fé er áætlað neikvætt um 250 m.kr. í A hluta en jákvætt um 950 m.kr. í samstæðu í árslok 2026. Gjaldskrár hækka almennt 3,5%
Útsvar:
Útsvarshlutfall breytist ekki á milli ára og eru heimildir áfram fullnýttar til að standa undir rekstri og afborgunum lána í A hluta. Álagningarprósenta útsvars á árinu 2026 verður því 14.97 %. Tillagan þessi er í samræmi við 24.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Fasteignagjöld
Tímabundið álag sem sett var á 2022 helst áfram óbreytt á fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði og bújarðir árið 2026 og verður það 0,625% af heildarfasteignamati.
Fasteignaskattur A á íbúðarhúsnæði og bújarðir verður 0,625% af heildarfasteignamati.
- Fasteignaskattur B á sjúkrastofnanir, skóla, heimavistir, leikskóla, íþróttahús og bókasöfn verður 1,32% af heildarfasteignamati.
- Fasteignaskattur C á atvinnuhúsnæði og annað húsnæði er 1,65% af heildarfasteignamati.
- Lóðaleiga er 2% af lóðarhlutamati.
- Fráveitugjald 0,32% af heildarfasteignamati.
- Vatnsgjald er 0,3% af fasteignamati húss.
Sorphirðugjald er innheimt skv. lögum nr. 81/1988.
Á árinu 2026 verður gjaldið 51.339 kr. sem skiptist í sorphirðugjald 27.550 kr og sorpeyðingargjald 23.789 kr. Athuga: Málaflokkur í endurskoðun samkv. lögum.
Jöfnunarsjóður:
Áætlaðar tekjur sveitarfélagsins frá Jöfnunarsjóði hækka á milli ára, um 17%, úr 361 millj. kr. í 423 millj. kr.

Laun og launatengd gjöld:
Launaáætlun byggist á gildandi kjarasamningum, fjölda stöðugilda og fjölda yfirvinnutíma. Vonast er eftir að meira stöðuleika í launaumhverfinu, eftir að Sundabúð fór út á árinu 2024 og síðan náðist að klára langtíma kjarasamninga á vinnumarkaði á árinu 2025.
Annar rekstrarkostnaður:
Annar rekstrarkostnaður án afskrifta nemur um 520 millj. kr. á árinu 2026 í samstæðu A og B hluta. Þar af 438 millj. kr. hjá A hluta.
Helstu frávik eða nýmæli (ný verkefni) frá hefðbundnum rekstrarkostnaði eru:
- Mikil vinna við endurskoðun á aðalskipulagi til 2040 er nú komin til kynningar og ætti að verða tilbúið til staðfestingar snemma árs 2026.
- Deiliskipulag Holtahverfis og Skálaneshverfis er lokið og breytingar á deiliskipulagi vegna íbúða við Sundabúð er í lokavinnslu.
- Breytingar á aðalskipulagi vegna veiðihúss í landi Einarsstaða og nýtt deiliskipulag.
- Skoða þarf og undirbúa vel mögulegt framhald á borverkefnum vegna jarðhitaleitar, á móti veittum framhaldsskyrk, og einnig að styrkja fæðingu og umgjörð vatnsveitu.
Fjármagnsliðir:
Í forsendum fjárhagsáætlunar er verðbólga áætluð samkvæmt þjóðhagsspá í nóvember eða 3,5 % á árinu 2026 og fari lækkandi. Greiddir vextir miðast við þá lánasamninga sem þegar hafa verið gerðir. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á gengi íslensku krónunnar á tímabilinu.
Lykiltölur samstæðu A og B hluta
Efnahagur Vopnafjarðarhrepps er þegar á heildina litið nokkuð heilbrigður en huga þarf að þeim ábendingum sem fram hafa komið varðandi A hluta sveitarfélagsins og bregðast við. Rekstarniðurstaða í A- og B- hluta er áætluð um 73 Mkr árið 2026 og einnig verður jákvæð niðurstaða næstu ár á eftir.
Framkvæmdir og fjárfestingar ársins
Fjárfestingar 2026 | Áætluð upphæð | |
|---|---|---|
Höfnin: | ||
Rafmagnsstaurar á flotbryggju | 500 | |
Stækkun | 130.000.000 | |
Þjónustumiðstöð: | ||
Ljós í innri vélasal | 500 | |
Hitakútur og púpa | 500 | |
Sláttuvél fyrir golfvöll | 4.000.000 | |
Sundabúð: | ||
Rafmagnsopnun á útidyr | 1.000.000 | |
Uppgerð á einstaklingsíbúð | 10.000.000 | |
Endurnýjun lagna í Sundabúð | 5.000.000 | |
Ljós á neðri hæð | 300 | |
Flísar á gólf og nýtt klósett | 500 | |
Grunnskóli | ||
Þétta turn á viðbyggingu | 6.000.000 | |
Lóðin, áfangi 1&2 + gönguleið | 6.000.000 | |
Íþróttasvæði | ||
Íþróttasvæði | 1.000.000 | |
íþróttahús, búnaður | 1.000.000 | |
íþróttahús | 500 | |
Sundlaug | 50.000.000 | |
Götur, gangstéttir og veitur | ||
Gangstéttir | 3.000.000 | |
Endurnýjun brunahana | 1.000.000 | |
Vinna við borholur og vatnslögn | 2.700.000 |
Fjárfestingar ársins 2026 eru áætlaðar 223,5 millj.kr.
Æskulýðs- og íþróttamálum verða lagðar til 52,5 millj.kr og þar verður farið í endurgera þjónustuhús við Selárlaug, sem hefur verið frestað vegna annar verkefna og loðnubrests.
Fræðslumál eru lagðar til 12 millj.kr sem fara klára 1- 2 í nýrri skólalóð grunnskóla ásamt bættri gönguleið að tómstund. Einnig viðhald við að þétta turn á viðbyggingu grunnskólans.
Samgöngur: Áfram verður hugað að gangstéttum og einnig endurnýjun á brunahana, 1 á ári. Þá verður haldið áfram að bæta göngustíga og skipta út ljósum yfir í LED í götulýsingunni.
Sundabúð: Það verða settar 17 millj.kr í endurbætur íbúða og áframhaldandi skoðun vatnslagna í Sundabúð. Fjölgað verður hjónaíbúðum, með sameiningu tveggja minni íbúða.
Höfnin: Settar eru 130 millj. kr í lengingu hafnarkants en sú framkvæmd er kostuð að hluta til af sveitarfélaginu og að hluta til af Vegagerðinni og skiptist kostnaðurinn 40/60 og dreifist á þrjú til fjögur ár. Gert er ráð fyrir að 130 millj. kr falli á árið ’26 og allt að 100 millj. kr 2027.