Fjár­hags­áætlun 2025

Fjárhagsáætlun 2025—2028#fjarhagsaaetlun-2025-2028

Tillaga að fjár­hags­áætlun ársins 2025, ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2026 – 2028, er hér lögð fram til seinni umræðu í sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps. Að venju saman­stendur tillagan af tölu­legri umfjöllun, annars vegar A – hluta sveit­ar­sjóðs og hins vegar A og B hluta. Í A – hluta er aðalsjóður og eigna­sjóðir, en í B-hluta eru veitu­stofn­anir auk hafn­ar­sjóðs, félags­legra íbúða, leigu­íbúða aldr­aðra og Lyfsölu. Líkt og undan­farin ár er áætl­unin sett fram sameinuð í eina fjár­hags­áætlun fyrir komandi ár auk fram­reikn­aðrar áætl­unar til næstu þriggja ára eins og lög gera ráð fyrir.
Þá er að finna í henni frekari ítar­upp­lýs­ingar um rekstur Vopna­fjarð­ar­hrepps.

Fjár­hags­áætlun nú var unnin við harla óvenju­legar aðstæður, bæði vegna veik­inda hjá tveimur lykil­starfs­mönnum á sviði fjár­mála, en einnig vegna ytri aðstæðna um loðnu­brest og óvissu um vertíð á fyrri hluta komandi árs. Þá hafa kjara­samn­ingar sem gerðir voru á árinu haft áhrif þó ekki sé enn búið að semja við allar stéttir þá hafa nú verð­bólga og vextir tekið að lækka.

Á árinu 2025 verður haldið áfram að niður­greiða æsku­lýðs- og tómstund­astarf barna með frístunda­styrk að upphæð 40 þúsund krónur sem verður í boði fyrir öll börn á aldr­inum 3-18. Þetta fellur vel að samn­ingi um Heilsu­efl­andi samfélag, sem nú er unnið að, og er það von okkar að þetta verði til að styrkja enn frekar þátt­töku barna og ungmenna í íþrótta- og tómstund­a­starfi um leið og það eflir félögin sjálf og styðji við aðrar aðgerðir á þessu sviði.

Við gerð fjár­hags­áætl­unar 2025 munu gjald­skrár almennt hækka um 3,5%, og er þar tekið tillit til verð­lags­breyt­inga, gerð kjara­samn­inga á yfir­stand­andi ári, og spá hagstofu um þróun mála.

Hjálögð tillaga fjár­hags­áætl­unar fyrir árið 2025 ásamt 3ja ára áætlun fyrir 2026-2028 er lögð
fram til seinni umræðu í sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps á fundi þann 12. desember 2024.
Sú fjár­hags­áætlun sem hér er lögð fram, er unnin með hlið­sjón af fjár­mála­reglum og fjár­hags­legum viðmiðum sveit­ar­fé­laga, samkvæmt sveit­ar­stjórn­ar­lögum nr. 138/2011.

Vinna við gerð fjár­hags­áætl­unar hófst í haust og fór meiri­hluti vinn­unnar fram í október og nóvember. Áælunin var mest unnin af hrepps­ráði, verk­efna­stjóra stjórn­sýslu og sveit­ar­stjóra, en vegna áður­nefndra veik­inda þá var einnig fengin aðstoð frá KPMG endur­skoð­anda okkar. Fundað var sérstak­lega með deild­ar­stjórum og vinnu- og upplýs­inga­fundir með sveit­ar­stjórn.

Á nýju ári þarf að halda áfram umræðu og vinnu við að og móta fram­tíð­arsýn sveit­ar­fé­lagsins.

Fyrir hönd Vopna­fjarð­ar­hrepps,

Helstu forsendur #helstu-forsendur

Lykil­tölur

Í fjár­hags­áætlun 2025 eru áætl­aðar heild­ar­tekjur 1.513 m.kr. Veltufé frá rekstri er áætlað 218 m.kr. Hand­bært fé í árslok er áætlað 57 m.kr. Eigið fé er áætlað neikvætt um 103 m.kr. í A hluta en jákvætt um 1.022 m.kr. í samstæðu í árslok 2025. Gjald­skrár hækka almennt um 3,5%.


Útsvar

Útsvars­hlut­fall breytist ekki á milli ára og eru heim­ildir áfram full­nýttar til að standa undir rekstri og afborg­unum lána í A hluta. Álagn­ingar­pró­senta útsvars á árinu 2025 verður því 14.97 %. Tillagan þessi er í samræmi við 24.gr. laga um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga nr. 4/1995.

 


 

Fast­eigna­gjöld

Tíma­bundið álag sem sett var á 2022 helst áfram óbreytt á fast­eigna­skatt á íbúð­ar­hús­næði og bújarðir árið 2025 og verður það 0,625% af heild­arfa­st­eigna­mati.

  • Fast­eigna­skattur A á íbúð­ar­hús­næði og bújarðir verður 0,625% af heild­arfa­st­eigna­mati.
  • Fast­eigna­skattur B á sjúkra­stofn­anir, skóla, heima­vistir, leik­skóla, íþróttahús og bóka­söfn verður 1,32% af heild­arfa­st­eigna­mati.
  • Fast­eigna­skattur C á atvinnu­hús­næði og annað húsnæði er 1,65% af heild­arfa­st­eigna­mati.
  • Lóða­leiga er 2% af lóðar­hluta­mati.
  • Fráveitu­gjald 0,32% af heild­arfa­st­eigna­mati.
  • Vatns­gjald er 0,3% af fast­eigna­mati húss.

 

Sorp­hirðu­gjald er innheimt skv. lögum nr. 81/1988

Á árinu 2024 verður gjaldið 49.603 kr. sem skiptist í sorp­hirðu­gjald 26.618 kr. og sorpeyð­ing­ar­gjald 22.984 kr.
Athuga: 
Mála­flokkur í endur­skoðun samkv. lögum.

 


 

Jöfn­un­ar­sjóður

Tekjur sveit­ar­fé­lagsins frá Jöfn­un­ar­sjóði hækka um 13% á milli ára, úr 319 millj.kr. í 361 millj.kr.

 

Laun og launa­tengd gjöld

Launa­áætlun byggist á gild­andi kjara­samn­ingum, fjölda stöðu­gilda og fjölda yfir­vinnu­tíma. Laun og launa­tengd gjöld lækka þó umtals­vert á milli ára í samstæðu, vegna Sunda­búðar.

 


 

Annar rekstr­ar­kostn­aður

Annar rekstr­ar­kostn­aður án afskrifta nemur um 485 millj. kr. á árinu 2025 í samstæðu A og B hluta. Þar af 407 millj. kr. hjá A hluta. Helstu frávik eða nýmæli (ný verk­efni) frá hefð­bundnum rekstr­ar­kostnaði eru:

  • Haldið verður áfram með endur­skoðun á aðal­skipu­lagi sveit­ar­fé­lagsins
  • Deili­skipulag Holta­hverfis er lokið og Skála­nes­hverfis mun klárast snemma árs 2025.
  • Unnið verður að nýrri stað­setn­ingu veiði­húss fyrir Hofsá, og uppgjör við fyrri vinnu.
  • Áfram verður unnið að borverk­efnum, á móti styrk frá Orku­sjóði, sem gildir til júní.

 


 

Fjár­magnsliðir

Í forsendum fjár­hags­áætl­unar er verð­bólga áætluð samkvæmt þjóð­hagspá í nóvember eða 3,8% á árinu 2025 og fari lækk­andi. Greiddir vextir miðast við þá lána­samn­inga sem þegar hafa verið gerðir. Ekki er gert ráð fyrir breyt­ingum á gengi íslensku krón­unnar á tíma­bilinu.


 

Lykil­tölur samstæðu A og B hluta

Efna­hagur Vopna­fjarð­ar­hrepps er í heildina litið heil­brigður. Rekst­arnið­ur­staða í A- og B- hluta er áætluð um 95 Mkr árið 2025 og einnig verður jákvæð niður­staða næstu ár á eftir.

Áætluð fjár­magns­gjöld eru 61 Mkr árið 2025.

Veltufé frá rekstri er áætlað 218 Mkr.

Skuldaþol og greiðslu­hæfi er vel ásætt­an­legt. Skulda­hlut­fall sveit­ar­fé­lagsins í dag er 82% og því vel innan þeirra 150 % marka sem lög kveða á um.


 

Fram­kvæmdir og fjár­fest­ingar ársins

Framkvæmdir 2025
Áætluð upphæð
Ráðhús
Setja gler í afgreiðslulúgu
200
Íþróttahús 
Exit ljós, rimlar í sal, þétta útihurðir
250
Selárlaug
Bráðaviðhald þar sem stórar framkvæmdir liggja fyrir
300
Félagsheimili
Tilfallandi viðhald
550
Kaupvangur
Tilfallandi viðhald
300
Sundabúð
Málningarvinna og tilfallandi viðhald
500.000 
Vopnafjarðarskóli
Skipta út þakskrúfum á tengibyggingu og endurnýjun ljósa
1.000.000
Brekkubær
Loftræsting/plata í eldhús og tilfallandi viðhald
500.000 
Félagslegar íbúðir (allar)
Tilfallandi viðhald
1.000.000
Slökkvistöð
Tilfallandi viðhald
500.000 
Áhaldahús
Ljós í sal og ljós í gáma
900.000 
Frístund
Hljóðvist, innanstokksmunir og tilfallandi viðhald
800
Höfnin
Viðhald á bryggju
500
Lyfsala
Tölvu- og tækjakaup
300
Félagsmiðstöð
Tilfallandi viðhald
450
Samtals
8.050.000
Fjárfestingar 2025
Áætluð upphæð
Aðalskipulag
Endurskoðun á aðalskipulagi
5.000.000
Fræðslumál:
Brekkubær
Frágangur á baklóð
1.500.000
Vopnafjarðarskóli
Áfangi 2 í nýrri skólalóð, viðhald á húsnæði og hönnun á nýju þaki í gamla skólann
12.000.000
Æskulýðs- og íþróttamál:
Sundlaug
Endurgera þjónustuhús við sundlaug - dreift á tvö ár
60.000.000
Íþróttahús
Endurnýja sturtuklefa, rafræn opnun á hurðar og endurnýjun á saunaklefa
7.000.000
Félagsheimili
Varmadæla í salinn í Miklagarði
3.000.000
Samgöngur:
Opin svæði
Gúmmí hellur á leikvöllinn í Holtunum
2.000.000
Gangstéttir
Gangstéttir við Hamrahlíð og Miðbraut
18.000.000
Götulýsing
Endurnýja götuljós í LED eftir þörfum
500
Vatnsveita
Úttekt og hönnun á nýrri vatnslögn
3.000.000
Kaupvangur 
Þétta þakglugga og skoða aðra glugga
2.000.000
Sundabúð - fasteign
Endurbæta íbúðir á legudeild og vatnslagnir
3.000.000
Íbúðir aldraðra í Sundabúð alls
Viðhald í Sundabúð og rafmagnsopnun í útidyrahurð. Hönnun á nýbyggingu og deiliskipulag
6.000.000
Slökkvilið
Búnaður vegna slökkviliðs
3.000.000
Áhaldahús
Sláttutraktor
2.500.000
Áhaldahús
Endurnýjun á glugga og þakkanti
8.000.000
Lyfsalan
Nýtt tölvukerfi
3.500.000
Höfnin
Lenging á hafnarkanti
100.000.000
Samtals
240.000.000

Fjár­fest­ingar ársins 2025 eru áætl­aðar 240 millj. kr.

Æsku­lýðs- og íþróttamál
Lagðar verða til 67 millj.kr og þar verður farið í endur­gera þjón­ustuhús við Selár­laug, fyrri hluti en síðari hluti verður áætl­aður á fjár­hags­árinu 2026. Einnig verður unnið að endur­nýjun á sturtu­klefum í íþrótt­húsi og endur­gerð á sauna­klefa.

Fræðslumál
Í fræðslumál eru lagðar til 13,5 millj.kr sem fara í áfanga 2 í nýrri skólalóð grunn­skóla og endur­bætur á baklóð leik­skóla. Einnig viðhald í grunn­skóla og hönnun á þaki á gamla skóla.

Samgöngur
Lokið verður við frágang og gang­stéttir við Miðbraut og Hamra­hlíð að austan. Þá verður haldið áfram að bæta göngu­stíga og skipta út ljósum yfir í LED í götu­lýs­ing­unni.

Sundabúð
Það verða settar 9 millj.kr í endur­bætur íbúða og skoðun vatns­lagna í Sundabúð. Hluti af því fer einnig í hönnun á nýbygg­ingu fyrir aldraða sem skoðist í nýju deili­skipu­lagi.

Höfnin
Settar eru 100 millj. kr í leng­ingu hafn­arkants en sú fram­kvæmd er kostuð að hluta til af sveit­ar­fé­laginu og að hluta til af Vega­gerð­inni og skiptist kostn­að­urinn 40/60 og dreifist á tvö til þrjú ár. Gert er ráð fyrir að 100 millj. kr falli á árið 2026 og allt að 100 millj. kr 2027.