Fjár­hags­áætlun 2024

Fjárhagsáætlun 2024–2027#fjarhagsaaetlun-2024-2027

Tillaga að fjár­hags­áætlun ársins 2024, ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2025 – 2027, er hér lögð fram til seinni umræðu í sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps. Að venju saman­stendur tillagan af tölu­legri umfjöllun um annars vegar A-hluta sveit­ar­sjóðs og hins vegar A- og B-hluta, ásamt grein­ar­gerð. Í A-hluta er aðalsjóður og eigna­sjóðir, en í B-hluta eru veitu­stofn­anir auk hafn­ar­sjóðs, félags­legra íbúða, leigu­íbúða aldr­aðra, Lyfsölu og Sunda­búðar. Líkt og undan­farin ár er áætl­unin sett fram sameinuð í eina fjár­hags­áætlun fyrir komandi ár auk næstu þriggja ára. Þá er að finna í henni frekari ítar­upp­lýs­ingar um rekstur Vopna­fjarð­ar­hrepps.

Líkt og undan­farin ár hefur rekstur sveit­ar­fé­lagsins verið rýndur vel og reynt að greina hvert hann stefnir og hvar hægt er að gera betur. Breyt­ingar á kjara­samn­ingum hafa á undan­förnum miss­erum hækkað launa­kostnað umtals­vert m.a. annars með stytt­ingu vinnu­vik­unnar.

Á árinu 2024 verður haldið áfram að niður­greiða æsku­lýðs- og tómstund­astarf barna með frístunda­styrk sem hækkar úr 20 þúsund krónum í 40 þúsund krónur og verður í boði fyrir öll börn á aldr­inum 3-18 ára. Er það von okkar að þetta verði til að styrkja enn meira þátt­töku barna og ungmenna í íþrótta- og tómstund­a­starfi um leið og það eflir félögin sjálf.

Við gerð fjár­hags­áætl­unar 2024 munu flestar gjald­skrár hækka í takt við verð­lags­breyt­ingar eða um 4,9%.

Hjálögð tillaga fjár­hags­áætl­unar fyrir árið 2024 ásamt 3ja ára áætlun fyrir 2025-2027 lögð fram til seinni umræðu í sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps á fundi þann 14. desember 2023. Sú fjár­hags­áætlun sem hér er lögð fram, er unnin með hlið­sjón af fjár­mála­reglum og fjár­hags­legum viðmiðum sveit­ar­fé­laga, samkvæmt sveit­ar­stjórn­ar­lögum nr. 138/2011.

Vinna við gerð fjár­hags­áætl­unar hófst í haust og fór meiri­hluti vinn­unnar fram í október og nóvember. Átæl­unin var unnin af sveit­ar­stjóra, fjár­mála­stjóra og hrepps­ráði. Fundað var sérstak­lega með deild­ar­stjórum.

Fyrir hönd Vopna­fjarð­ar­hrepps,

 

 

Helstu forsendur#helstu-forsendur

 

Skatt­tekjur

Skatt­tekjur saman­standa af útsvari, fast­eigna­sköttum og fram­lögum frá Jöfn­un­ar­sjóði. Í fjár­hags­áætlun fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að þær nemi 959 millj.kr. saman­borið við 877 millj.kr. á árinu 2023 samkvæmt útkomuspá. Hækk­unin á milli ára skýrist að mestu af 8,6% hækkun á fast­eigna­skatti auk álags í A hluta og um 19% hækkun á fram­lögum frá Jöfn­un­ar­sjóði.

 


 

Útsvar

Álagn­ingar­pró­senta útsvars á árinu 2024 verður 14.74%. Áætl­aðar útsvar­s­tekjur á árinu 2024 nema um 520  millj. kr., á móti 472 millj. kr. á árinu 2023 skv. útkomuspá. Útsvar­s­tekjur hækka um 10% á árinu 2024 miðað við útkomuspá ársins 2023.

 


 

Fast­eigna­gjöld

Tíma­bundið álag sem sett var á 2022 helst áfram óbreytt á fast­eigna­skatt á íbúð­ar­hús­næði og bújarðir árið 2024 og verður það 0,625% af heild­arfa­st­eigna­mati.

 • Fast­eigna­skattur A á íbúð­ar­hús­næði og bújarðir verður 0,625% af heild­arfa­st­eigna­mati.
 • Fast­eigna­skattur B á sjúkra­stofn­anir, skóla, heima­vistir, leik­skóla, íþróttahús og bóka­söfn verður 1,32% af heild­arfa­st­eigna­mati.
 • Fast­eigna­skattur C á atvinnu­hús­næði og annað húsnæði er 1,65% af heild­arfa­st­eigna­mati.
 • Lóða­leiga er 2% af lóðar­hluta­mati.
 • Fráveitu­gjald 0,32% af heild­arfa­st­eigna­mati.
 • Vatns­gjald er 0,3% af fast­eigna­mati húss.

 

Sorp­hirðu­gjald er innheimt skv. lögum nr. 81/1988

Á árinu 2024 verður gjaldið 47.926 kr. sem skiptist í sorp­hirðu­gjald 25.718 kr og sorpeyð­ing­ar­gjald 22.208 kr.

 


 

Jöfn­un­ar­sjóður

Tekjur sveit­ar­fé­lagsins frá Jöfn­un­ar­sjóði hækka um 19% á milli ára, úr 266 millj.kr. í 316 millj.kr.

Framlög úr jöfnunarsjóði
2023
2024
Útgjaldajöfnunarframlag
112.879.574
134.811.578
Framlag v/ fasteignaskatts
82.675.730
96.813.985
Samþættingarframlag
2.266.395
Grunnskólaframlag
64.341.115
79.803.357
Framlag v/sérþarfa fatlaðra
1.200.000
1.350.262
Íslenska sem annað tungumál
2.720.000
3.715.542
Framlag v/nýbúafræðslu
Framlag til tónlistarnáms
Samtals
266.082.814
316.494.724

 

Laun og launa­tengd gjöld

Launa­áætlun byggist á gild­andi kjara­samn­ingum, fjölda stöðu­gilda og fjölda yfir­vinnu­tíma.

 


 

Annar rekstr­ar­kostn­aður

Annar rekstr­ar­kostn­aður án afskrifta nemur um 461 millj. kr. á árinu 2024 í samstæðu A og B hluta. Þar af 373 millj. kr. hjá A hluta. Helstu frávik eða nýmæli (ný verk­efni) frá hefð­bundnum rekstr­ar­kostnaði eru:

 • Sumar­frí­stund
 • Frístunda­styrkur hækkar úr 20.000 kr í 40.000 kr
 • Haldið verður áfram með endur­skoðun á aðal­skipu­lagi sveit­ar­fé­lagsins
 • Deili­skipulag miðbæj­arins
 • Deili­skipulag Holta- og Skála­nes­hverfis klárast

 


 

Fjár­magnsliðir

Í forsendum fjár­hags­áætl­unar er verð­bólga áætluð 4,9% á árinu 2024. Greiddir vextir miðast við þá lána­samn­inga sem þegar hafa verið gerðir. Ekki er gert ráð fyrir breyt­ingum á gengi íslensku krón­unnar á tíma­bilinu.


 

Lykil­tölur samstæðu A og B hluta

Efna­hagur Vopna­fjarð­ar­hrepps er í heildina litið heil­brigður. Rekst­arnið­ur­staða í A- og B- hluta er áætluð um 135 Mkr árið 2024 fyrir utan fjár­magns­gjöld og fjár­fest­ingar.

Áætluð fjár­magns­gjöld eru 53 Mkr árið 2024.

Veltufé frá rekstri er áætlað 259 Mkr.

Skuldaþol og greiðslu­hæfi er ásætt­an­legt. Skulda­hlut­fall sveit­ar­fé­lagsins í dag er 66% og því vel innan þeirra 150 % marka sem lög kveða á um.


 

Fram­kvæmdir og fjár­fest­ingar ársins

Framkvæmdir 2024
Áætluð upphæð
Sundlaug Selárdal
Viðhaldsvinna
1.500.000
Sundabúð — hjúkrunardeild
Tilfallandi viðhald
2.000.000
Íþróttahús
Málning á sal
3.000.000
Vopnafjarðarskóli
Tilfallandi viðhald
3.000.000
Brekkubær
Málningarvinna
2.000.000
Ráðhús
Málning og annað smálegt
500.000 
Félagsheimili
Ýmiskonar viðhald, mála kaffistofuna, endurnýja ljós
3.000.000
New Holland dráttarvél
Gert ráð fyrir einhverjum viðhaldskostnaði
500.000 
Félagslegar íbúðir (allar)
Tilfallandi viðhald
1.300.000
Slökkvistöð
Málningarvinna
500.000 
Kaupvangur
Tilfallandi viðhald
500.000 
Samtals
17.800.000
Fjárfestingar 2024
Áætluð upphæð
Ráðhús
Bætt aðgengi fyrir fatlaða
1.500.00
Stafrænt Ísland
Hlutdeild í teymi sambandsins um stafrænt Íslands
416
Sveitarstjórn
Fartölvur fyrir sveitarstjórnarfulltrúa
1.400.000
Aðalskipulag
Endurgreiðslur vegna endurskoðunar aðalskipulags
5.000.000
Fræðslumál:
Brekkubær
Hljóðvist og skipta út Ecoraster. Uppgerð á eldhúsi. Lýsing á baklóð
3.000.000
Vopnafjarðarskóli
Ný skólalóð. Hljóðvist og ljós í gamla skóla á ganginn. Gler í glugga í nýja skóla. Lýsing á lóð.
13.500.000
Vopnafjarðarskóli
Tölvukaup og tæki
1.500.000
Æskulýðs- og íþrótta:
Sundlaug
Uppgerð á sundlaug.
50.000.000
Íþróttahús
Endurnýja sturtuklefa, hönnun á líkamsrækt, heitur pottur.
12.000.000
Félagsheimili
Kyndingarmál í Miklagarði
1.000.000
Samgöngur:
Opin svæði
Rennibrautir á leikvelli
1.000.000
Gatnagerð
Malbika Miðbraut og Hamrahlíð
42.000.000
Götulýsing
Endurnýja götuljós á Fagrahjalla, Lónabraut, Miðbraut, Hamrahlíð og Skálanesgötu (skipta í LED)
500
Hleðslustöð
Hraðhleðslustöð ON - innviðir
3.000.000
Vatnsveita 
Vatnsveitan (Vesturárdalur)
18.500.000
Kaupvangur
Skipta um þak og glugga. Sækja um í húsfriðunarsjóð
5.000.000
Sundabúð - fasteign
Breikka hurðar og setja upp bíslag
5.000.000
Íbúðir aldraðra í Sundabúð alls
Endurnýjun á íbúðum. Huggulegt útisvæði hjá íbúðum aldraðra
8.000.000
Slökkvilið
Búnaður vegna slökkviliðsins
2.000.000
Áhaldahús
Gönguhurð út í port, starfsmannaaðstaða og kaffistofa og girðing milli áhaldahúss og slökkviliðs
3.500.000
Áhaldahús
Endurnýja vinnubílinn
9.000.000
Höfnin
Lenging á hafnarkanti. 
100.000.000
Samtals
276.316.000

Fjárfestingar ársins 2024 eru áætlaðar 276 millj.kr.

A hluti: 149.816.000 B hluti: 126.500.00

Æsku­lýðs- og íþróttamál
Lagðar verða til 62 millj.kr og þar verður farið í endur­nýjun á Selár­laug, endur­nýjun á sturtu­klefum í íþrótta­húsi og verður fjár­magni ráðstafað í hönnun á viðbygg­ingu við íþróttahús vegna líkams­ræktar og einn heitur pottur settur við íþrótta­húsið. Einnig verður íþrótta­sal­urinn, hol og gangur málað en það er hluti af viðhaldskostnaði og fer inn í rekst­urinn. Félags­heim­ilið verður málað að innan og ljósa­bún­aður endur­nýj­aður.

Fræðslumál
Lagðar eru til 18 millj.kr sem fara í að halda áfram að bæta hljóð­vist í leik­skóla og útskipt­ingu á gólf­efni á ungbarna­svæði. Í skól­anum verður farið í bætta hljóð­vist og endur­nýjun á ljósum og skóla­lóðin verður hönnuð og betr­um­bætt.

Samgöngur
Farið verður í endur­bætur og malbikun á Miðbraut og hall­anum að Hamra­hlíð 5. Þar verður einnig haldið áfram að bæta göngu­stíga og skipta út ljósum yfir í LED ljós í götu­lýs­ing­unni.

Sundabúð
Það verða settar 8 millj.kr í endur­nýjun og bætta útiað­stöðu í Sundabúð. Einnig verða settar 5 millj.kr í að endur­bæta íbúðir aldr­aðra sem losna og einnig verður eitt­hvað um máln­ingar- og viðhalds­vinnu innan­húss.

Vatns­veitumál
Lagðar eru til 18,5 millj.kr til að leggja nýjar lagnir frá nýrri holu í Vesturárdal og setja upp dæluhús.

Höfnin
100 millj. kr verða settar í leng­ingu hafn­arkants en sú fram­kvæmd er kostuð að hluta til af sveit­ar­fé­laginu og að hluta til af Vega­gerð­inni og skiptist kostn­að­urinn 40/60 og dreifist á tvö ár. Gert er ráð fyrir að 100 milj. kr falli á árið 2024 og 100 milj. kr 2025.