Eiderdowncomforters.com bíður gestum að skoða dúnvinnslu á Ytra-Nýpi allt árið um kring. Þar sjá gestir dúninn í mismunandi stigum vinnslunnar allt þar til hann er tilbúin í sængum eða koddum. Mögulegt er að kaupa dúnvörur og panta.
Á sumrin þegar veður leyfir er hluti heimsóknarinnar ferð í æðarvarpið með leiðsögn þar sem menn sjá hvernig er búið um þennan villta fugl í varplandinu og hann verndaður. Margir aðrir fuglar verpa á svæðinu. Nauðsynlegt er að fylgja fyrirmælum í hvívetna.
Eftir gönguferð með leiðsögn um æðarvarpið og sýningu á æðardúns vinnslunni, er gestum boðið inn í gestastofu dúnbóndans og boðið uppá léttar veitingar. Gestastofan er staðsett við dúnvinnsluna og búin ýmsum munum frá landbúnaði fyrri tíma.
Athugið að best er að panta ferðirnar með fyrirvara.
Gestgjafi: Helgi Þorsteinsson
Netfang: helgith61@gmail.com
Heimasíða: www.eiderdowncomforters.com
Facebook: Eiderdowncomforters
Tími heimsóknar: 2,5-3 klst.

