Lokað 20. janúar vegna veðurs og færðar

Sund­laugin stendur á bakka Selár þar sem hún rennur í grunnu gljúfri. Leitun er að jafn fagurri stað­setn­ingu fyrir sund­laug. Selár­laug er 3,5 km frá þjóð­vegi 85 á leið til Bakka­fjarðar, 12 km frá Vopna­fjarð­ar­kaup­túni.

Rétt við sund­laugina er uppspretta með heitu vatni og var vatn úr þeirri uppsprettu notað til margra ára í sund­laugina. Í dag er uppsprettu­vatnið nýtt til að hita upp vatnið í sund­laug­inni.

Aðgengi fyrir hreyfi­hamlaða er gott við Selár­laug. Þar er nestis­að­staða og stór sólpallur ásamt rúmgóðum heitum potti og barna­laug.

Sund­kennsla fer fram í sund­laug­inni að hausti og vori.

Saga laugarinnar#saga-laugarinnar

Laugin var byggð sumarið 1949 af félags­mönnum í Einherja, ungmenna- félagi Vopna­fjarðar. Byggðu þeir laugina að mestu í sjálf­boða­vinnu og var hún vígð sumarið 1950.

Endur­bætur hafa verið gerðar á laug­inni og er hún í ágætu ástandi, ávallt hefur þess verið gætt að halda umhverfi laug­ar­innar snyrti­legu. Fram undir 1975 var sund­kennslu þannig háttað að nemendur dvöldu 1/2 mánuð í vist í húsum laug­ar­innar og mun oft hafa verið glatt á hjalla á þessum sund­nám­skeiðum.