Kórar

Á Vopna­firði hefur löngum verið mikil söng­menning og kórastarf má rekja langt aftur. Þrír kórar eru nú starf­andi á Vopna­firði; Barnakórinn, Kirkju­kórinn og Karlakór Vopna­fjarðar. Við sérstök tilefni syngja tveir síðar­nefndu kórarnir saman undir nafni Tónleikakórs Vopna­fjarðar.

Barnakór #barnakor

Barnakór Vopna­fjarðar starfar á vegum Tónlist­ar­skóla Vopna­fjarðar. Kórinn syngur á tónleikum Tónlist­ar­skólans, á kóra­há­tíðum, í kirkjum Vopna­fjarðar og hefur ferðast með öðrum kórum stað­arins til að halda tónleika utan Vopna­fjarðar.

Karlakór Vopnafjarðar#karlakor-vopnafjardar

Karlakór Vopna­fjarðar var stofn­aður árið 2011. Þrátt fyrir að vera einstak­lega fámennur ef kórinn fengið mikið lof fyrir fallegan söng og metn­að­ar­fullt starf. Kórinn hefur ferðast víða um land með tónleika ásamt því að hafa sungið í Færeyjum.

Kirkjukór Hofs- og Vopnafjarðarkirkju#kirkjukor-hofs-og-vopnafjardarkirkju

Kirkju­kórinn er sameig­in­legur kór Hofs- og Vopna­fjarð­ar­kirkju. Áður störfuðu tveir kórar í sitt­hvorri kirkj­unni en voru þeir samein­aðir fyrir þónokkru síðan. Kirkju­kórinn er bland­aður kór og syngur við athafnir í Hofs- og Vopn­fjarð­ar­kirkju. Einnig syngur kórinn á tónleikum með Karlakór Vopna­fjarðar og Barnakórnum.