Menn­ing­ar­mála­nefnd

Fundur nr. 20

Kjörtímabilið 2018—2022

25. febrúar 2022

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 15:15
Fanney Björk Friðriksdóttir ritaði fundargerð

Fundur menningarmálanefndar Vopnafjarðar 25. febrúar 2022 settur kl. 15:15.

1. Almenn mál#1-almenn-mal

  • Útkoma Vopna­skaks 2021

    ​Rætt var um útkomu Vopnaskaks 2021 og farið yfir fjármál. Fyrir lágu gögn um stöðu frá Vopnafjarðarhreppi og eru nefndarmenn nokkuð sáttir við útkomuna. Góð sala var á viðburði, fínir styrkir og góðir samningar við listafólk.

  • Ráðning umsjón­ar­manns Vopna­skaks 2022 og tíma­setning

    ​Ákveðið var að bíða með að auglýsa eftir umsjónarmanni þar til eftir helgi þegar frekari fregna var að vænta frá sveitafélaginu um starfsmenn þess. Tímasetning Vopnaskaks hefur undanfarin ár verið fyrsta helgi í júlí. Ákveðið var að setja inn könnun á facebook til að fá hugmynd frá bæjarbúum um hvenær þeir vilja helst hafa hátíðina, Fanney sér um að setja það inn, og gera auglýsingu um starf umsjónarmanns ef til þess kemur.

  • Önnur mál

    ​Miðað við stöðu í ár er ekki úr vegi að fara að horfa eftir atriðum sem gætu sómað sér vel á hátíðinni. Spjallað um hvernig við viljum hafa hátíðina, það góða sem við getum tekið með okkur frá síðustu árum. Viljum hvetja til Hofsballs í ár ef möguleiki er fyrir hendi. 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:45.