Athugið að þessi viðburður er liðinn

Sirk­us­sýn­ingin Allra veðra von

29. júlí kl. 18:00

Nýsirk­us­sýning undir berum himni
– fyrir fólk á öllum aldri

UM SÝNINGUNA
Allra veðra von er nýjasta sirk­us­sýning Hring­leiks – myndræn og hríf­andi sýning fyrir áhorf­endur á breiðum aldri óháð tungu­máli. Spenn­andi akróbatík, áhætta, grín og glens, ljóð­rænar myndir og magn­aðir loft­fim­leikar flétta saman sögur af mönnum og veðri.

Dásam­lega falleg sýning sem öll fjöl­skyldan getur notið í samein­ingu. Alís­lenskur nýsirkus er að springa út!“ – Vigdís Jakobs­dóttir, list­rænn stjórn­andi Lista­há­tíðar í Reykjavík

Að vera með öndina í háls­inum af spennu vegna ótrú­legra áhættu­at­riða og finna svo létti, gleði og undrun þegar sirku­slista­menn­irnir lenda aftur á jörð­inni.“ – Álfrún Helga Örnólfs­dóttir, leik­kona

Hring­leikur frum­sýndi Allra veðra von í Tjarn­ar­bíói í vor og sýnir verkið utan­dyra víðs­vegar um landið í allt sumar.

Allra veðra von hlaut Grímu­verð­launin fyrir dans- og sviðs­hreyf­ingar ársins 2021.

Miða­sala

Mikilvægar upplýsingar#mikilvaegar-upplysingar

Klæðum okkur eftir veðri, þá njótum við sýning­ar­innar sem best!

• Gott er að taka með setu eða teppi og annað sem getur stuðlað að nota­legri upplifun

• Við mælum með að mæta um 15 mínútum áður en sýning hefst

• Ef breyt­ingar verða vegna óvið­ráð­an­legra aðstæðna verða upplýs­ingar sendar í tölvu­pósti til miða­hafa

• Við hvetjum áhuga­sama til að skrá sig á póstlista Hring­leiks og fylgjast með sirk­us­ferða­laginu á insta­gram.com/hring­leikur og face­book.com/hring­leikur