Verslun og þjón­usta

Matvörur, lyf, bíla­vörur, fatn­aður og gjafa­vara. Á Vopna­firði ætti að vera hægt að bjarga sér um flest.

Aldan#aldan

Á korti
Opið allt árið

Á Öldunni má kaupa helstu nauð­synja­vörur, bensín og bíla­vörur. Þar er einnig boðið upp á ýmsan heitan mat m.a. eldbak­aðar pizzur,  hamborgara og samlokur af grillinu sem gæða sér má á í veit­ingasal stað­arins.  Tilkomu­mikið útsýni er úr veit­inga­salnum yfir Skála­nes­víkina.

Gest­gjafar: Sigur­björg og Jörgen
Heim­il­is­fang: Kolbeins­götu 35
Sími: 473 1603

Anný#anny

Á korti
Opið allt árið

Í versl­un­inni Anný má finna sitt lítið af hverju eins og góðri lands­byggð­ar­verslun sæmir.  Þar má finna íþróttafatnað og skó, vefn­að­ar­vöru, garn, undirfatnað, gjafa­vöru, sauma­vöru og margt fleira. Í Anný er einnig efna­laug og þvottahús.

Heim­il­is­fang: Miðbraut 4
Sími: 473 1346

Kauptún#kauptun

Á korti
Opið allt árið

Kauptún er fjöl­skylduvæn verslun í hjarta Vopna­fjarðar. Ekki eru aðeins seldar matvörur, heldur einnig dýrindis bakk­elsi sem bakað er á staðnum. Sérvörur á borð við leik­föng, gjafa­vöru og heim­ilis­tæki ásamt ýmsu fleiru.

Heim­il­is­fang: Hafn­ar­byggð 4
Sími:
473 1403
Netfang:
kauptun@kauptun.net

Face­book-síða

Lyfsala#lyfsala

Á korti
Opið allt árið

Vopna­fjarð­ar­hreppur rekur lyfsölu í þorpinu.

Heim­il­is­fang: Kolbeins­gata 8
Sími:
473 1109
Netfang:
lyfvopna@simnet.is

 

 

 

Jónsver#jonsver

Á korti
Opið allt árið

Jónsver ses. er alhliða sauma­fyr­ir­tæki. Þar er boðið uppá margskonar viðgerð­ar­þjón­ustu og sérsaum. Má þar nefna vind­poka, bauju­flögg og snún­ingslök auk þess sem Jónsver hefur tekið að sér verk­efni tengd bólstrun.

Heim­il­is­fang: Hamra­hlíð 15, n.h.
Sími:
473 1810
Netfang:
jonsver@jonsver.is

Face­book-síða