Þjón­usta og starf­semi á Vopna­firði eftir 4. maí

Þann 13. apríl s.l. stað­festi heil­brigð­is­ráð­herra tillögu sótt­varna­læknis að aflétta ákveðnar takmark­anir á samkomu­banni eftir 4. maí. Nú liggur fyrir hvaða áhrif þessar aflétt­ingar hafa á starf­semi og þjón­ustu í Vopna­fjarð­ar­hreppi.

Almenna breyt­ingin felst í því að 50 manns mega koma saman í stað 20 manns áður. Þó skal ávallt gæta þess að halda tveggja metra fjar­lægð milli manna.