Tengir hf. leggur ljós­leiðara í þétt­býli

Í vikunni hófst Tengir hf. handa við að leggja ljós­leiðara í þétt­býli Vopna­fjarðar, en ætlunin er að á næstu þremur árum verði lagður ljós­leiðari til allra fyrir­tækja og heimila sem eftir því óska. Í fyrsta áfanga stendur eigendum tæplega 60 fast­eigna til boða að tengjast ljós­leið­ar­anum.

Verkefnið#verkefnid

Í upphafi verk­efn­isins er verið að leggja stofn­lögn frá aðstöðu Tengis hf. í Félags­heim­ilinu Mikla­garði að tengi­brunnum dreif­býlis Vopna­fjarðar. Nauð­syn­legt er að grafa rör fyrir ljós­leiðara niður að stórum hluta, þar sem mikið er um aðrar lagnir á leið­inni sem þarf að þvera. Þar sem mögu­legt er, verða rörin hins vegar plægð niður með stórum plóg.

Í lagna­skurði inni í þétt­býlinu verða einnig lögð rör fyrir heimtaugar ljós­leiðara frá tengi­brunnum og munu þau rör ná inn að fast­eignum. Heimtaugarörin, sem eru 14mm að þver­máli, verða síðan plægð niður með fjar­stýrðum plóg þar sem aðstæður gefa tilefni til. Vonandi verður hægt að notast við þá aðferð á sem flestum stöðum enda skilur plógfar eftir fjar­stýrðan plóg eftir sig afar lítil ummerki.

Framkvæmdatími#framkvaemdatimi

Áætl­aður fram­kvæmda­tími í jarð­vinnu er næstu þrjár vikur en í kjöl­farið verður ljós­leiðara blásið í rörin og hann svo tengdur í tengi­brunnum og alveg inn að búnaði Tengis hf. Þá geta viðskipta­vinir pantað flutning fyrir þjón­ustur sínar yfir á ljós­leiðara Tengis hf. og loksins séð ljósið!