Styrkir úr húsa­frið­un­ar­sjóði 2021

Úr húsa­frið­un­ar­sjóði eru m.a. veittir styrkir til:

  • Viðhalds og endur­bóta á frið­lýstum og frið­uðum húsum og mann­virkjum, og öðrum húsum og mann­virkjum, sem hafa menn­ing­ar­sögu­legt, vísinda­legt eða list­rænt gildi
  • Bygg­ing­ar­sögu­legra rann­sókna, þar með talið skrán­ingu húsa og mann­virkja, og miðlun upplýs­inga um þær

Umsóknir eru metnar m.a. með tilliti til varð­veislu­gildis, t.d. vegna bygg­ing­ar­listar, menn­ing­ar­sögu, umhverfis, uppruna­leika og tækni­legs ástands ásamt gildis fyrir varð­veislu bygg­ing­ar­arf­leifð­ar­innar.

Nánari upplýs­ingar, m.a. úthlut­un­ar­reglur, er að finna á vef Minja­stofn­unar Íslands, www.minja­stofnun.is.

Umsókn­areyðu­blöð má finna hér: http://www.minja­stofnun.is/um-stofn­unina/eydu­blod/

Umsókn­ar­frestur er til og með 1. desember 2020. Umsóknir sem berast eftir að umsókn­ar­fresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun styrkja.

Hlut­verk húsa­frið­un­ar­sjóðs er að stuðla að varð­veislu og viðhaldi frið­lýstra og frið­aðra húsa og mann­virkja, sbr. reglur um úthlutun úr húsa­frið­un­ar­sjóði nr. 577/2016. Veittir verða styrkir úr sjóðnum til:

  • Viðhalds og endur­bóta á frið­lýstum og frið­uðum húsum og mann­virkjum, og öðrum húsum og mann­virkjum, sem hafa menn­ing­ar­sögu­legt, vísinda­legt eða list­rænt gildi.
  • Bygg­ing­ar­sögu­legra rann­sókna, þar með talið skrán­ingu húsa og mann­virkja, og miðlun upplýs­inga um þær
  • Sveit­ar­fé­laga til að vinna tillögur að vernd­ar­svæði í byggð, í samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglu­gerðar nr. 575/2016 um vernd­ar­svæði í byggð og til verk­efna innan vernd­ar­svæða í byggð.

Minja­stofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verk­efni séu viðun­andi af hendi leyst og í samræmi við innsend umsókn­ar­gögn. Bent er á leið­bein­ingarit um vernd­ar­svæði í byggð og um viðhald og endur­bætur frið­aðra og varð­veislu­verðra húsa sem finna má á vef Minja­stofn­unar Íslands (undir Gagna­safn). Í Húsvernd­ar­stofu í Árbæj­arsafni er veitt endur­gjalds­laus ráðgjöf um gerð styrk­umsókna og viðhald og viðgerðir á gömlum húsum (sjá nánar á heima­síðu safnsins www.borg­ar­sogusafn.is).