Á 30. fundi sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps, 15. maí s.l., voru samþykktar reglur um netaveiði í sjó fyrir landi Vopnafjarðarhrepps og tóku þær gildi frá og með 20. júní 2024.
Reglur þessar eru settar til þess að halda utan um þá veiði sem hingað til hefur verið frjáls, en einnig vegna núverandi ástands á bleikjustofni og samkvæmt hvatningu frá Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun. Samkvæmt reglunum er veiði bönnuð á tímabilinu 20. júní til 20. ágúst ár hvert. Skila þarf veiðiskýrslu vegna veiðanna í lok veiðitímabils til skrifstofunnar.
Sækja þarf um heimild til veiðanna á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps, á þar til gerðu eyðublaði, og mun fylgja leyfum reglur um netaveiði í sjó og reglugerð um aðbúnað og frágang neta.
Reglur um netaveiði í sjó útgefið 280524 | pdf / 79 kb |