Nýtt skjald­ar­merki

Nýtt merki Vopna­fjarð­ar­hrepps hefur nú litið dagsins ljós. Merkið er hannað á Kolofon hönn­un­ar­stofu og var samþykkt sem nýtt byggð­ar­merki sveit­ar­fé­lagsins á fundi sveit­ar­stjórnar í maí.

Merkið leysir af hólmi eldra merki sem má segja að hafi verið barn síns tíma. Eldra merki uppfyllti ekki kröfur Hugverka­stof­unnar um byggð­ar­merki.

Nýtt merki Vopnafjarðarhrepps hannað af Kolofon og tekið í notkun 2020.

Í nóvember 2019 var tilboð frá Kolofon hönnun­ar­stofu í mörkun og nýjan vef samþykkt af sveit­ar­stjórn og auk þess var stof­unni falið að koma með tillögu að nýju byggð­ar­merki byggðu á sama grunni og það eldra; bláma fjall­anna og hafflat­arins og goðsögninni um land­vættinn, drekann í Vopna­firði.

Á fundi sveit­ar­stjórnar 20. maí 2020 var tillaga Kolofon að nýju merki samþykkt samhljóða og hún í kjölfarið send til skráningar hjá Hugverka­stof­unni.