Loftbrú — niður­greiðslur á innan­lands­flugi

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, kynnti í dag nýjung, sem gefa íbúum á lands­byggð­inni sem búa fjarri höfuð­borg­inni kost á lægri flug­far­gjöldum til borg­ar­innar frá og með deginum í dag.

Í tilkynn­ingu frá ráðherra segir m.a.

„Mark­miðið með verk­efninu er að bæta aðgengi íbúa á lands­byggð­inni að miðlægri þjón­ustu og efla byggðir með því að gera innan­lands­flug að hagkvæmari samgöngu­kosti. Afslátt­ar­kjörin koma þeim til góða sem vilja nýta marg­vís­lega þjón­ustu og afþrey­ingu á höfuð­borg­ar­svæðinu og til að heim­sækja ættingja og vini. Loftbrú er ætluð fólki í einka­er­indum til höfuð­borg­ar­innar en ekki fyrir ferðir í atvinnu­skyni eða hefð­bundnar vinnu­ferðir“.

Loftbrú.is