Lista­gjöf um land allt

Lista­hátíð í Reykjavík, með stuðn­ingi frá Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti, býður upp á aðra útgáfu af hinu vel heppnaða verk­efni Lista­gjöf – að þessu sinni um land allt!

Frá og með hádegi næst­kom­andi mánudag, 14. desember, mun almenn­ingur geta pantað Lista­gjöf fyrir ástvini á sérhönnuðu vefsvæði lista­gjof.lista­hatid.is. Gjöfin er án endur­gjalds en takmarkast við eina pöntun á mann. Lista­gjaf­irnar verða sem fyrr segir nú í boði um land allt. Allt að 750 gjafir verða í boði og verða þær afhentar helgina 19.-20. desember.

Hver lista­gjöf er um það bil fimm til tíu mínútna flutn­ingur á tónlist, dansi eða ljóða­lestri frá mörgu af okkar allra besta lista­fólki. Sá eða sú sem bókar gjöfina sér til þess að viðtak­andinn verði heima þegar gjöfin verður afhent og tekur að auki á móti lista­mann­inum. Flutn­ing­urinn fer svo fram í öruggri covid-fjar­lægð frá þiggj­anda gjaf­ar­innar, utan­dyra ef þess er nokkur kostur eða annars staðar þar sem hægt er að tryggja örugga fjar­lægð.

Ath. Þangað sem lista­fólk kemst ekki í eigin persónu eða til þeirra sem treysta sér ekki til að taka á móti lista­fólki heim að dyrum verður í boði að panta lista­gjafir sem persónu­legt myndsímtal.