Leik­skólinn Brekkubær 30 ára

Í dag 1. desember 2021 eru 30 ár síðan leik­skólinn Brekkubær var vígður.

Það voru mikil og ánægjuleg viðbrigði fyrir alla aðila þann 1. desember 1991 þegar glæsi­legur tveggja deilda leik­skóli var vígður í húsnæði Brekku­bæjar við Lóna­braut 15. Þessi nýi leik­skóli fékk nafnið Brekkubær, en efnt var til nafna­sam­keppni fyrir vígslu hússins og var það tillaga Þorgerðar Karls­dóttur sem varð hlut­skörpust í þeirri keppni.

Þann 12. ágúst 2008 var svo tekin í notkun viðbygging þar sem þriðja deildin bættist við auk starfs­manna­að­stöðu.

Í dag er Brekkubær þriggja deilda leik­skóli með 43 nemendur og lítur út fyrir fjölgun nemenda á næstu miss­erum. Leik­skólinn Brekkubær býr yfir góðu starfs­liði, þar sem mennt­un­arstig telst hátt miðað við stærð leik­skólans, en auk leik­skóla­kennara og leið­bein­enda starfa þar bæði iðju­þjálfi og sérkennari.

Til hamingju með daginn Brekkubær!

 

Saga leikskóla á Vopnafirði#saga-leikskola-a-vopnafirdi

Í upphafi voru það kven­fé­lags­konur á Vopna­firði sem hófu rekstur gæslu­vallar árið 1967 og var hann starf­ræktur í þrjá mánuði á sumrin.

Árið 1975 var form­legur leik­skóli svo stofn­aður og var hann til húsa í Aust­ur­borg, sal Verka­lýðs­fé­lags Vopna­fjarðar í eitt ár eða til ársins 1976, en þá fluttist hann í einbýl­ishús að Lóna­braut 19 sem Vopna­fjarð­ar­hreppur átti og var leik­skólinn rekinn þar allt þar til húsnæði leik­skólans Brekku­bæjar var tekið í notkun þann 1.desember 1991.