Breyt­ingar á leigu­íbúð í Sundabúð

Á fundi hrepps­ráðs þann 1. október sl. var samþykkt að gera breyt­ingar á leigu­íbúðum einstak­linga í Sundabúð.

Markmið breyt­ing­anna er að færa íbúð­irnar í nútíma­legra horf og gera þær eftir­sókn­ar­verðari fyrir þá sem á þeim þurfa að halda. Hugmyndin er sú að íbúð­unum verði breytt einni af annarri eftir aðstæðum þegar skipt er um leigj­endur. Það er ánægju­legt að greina frá því að nú þegar hefur einni íbúð verið breytt og er hún komin í útleigu. Í umræddri íbúð er nú svefn­her­bergi, auk þess sem innrétt­ingar og tæki bæði í eldhúsi og á baði voru endur­nýjuð, nýr forstofu­skápur settur upp, veggir málaðir og skipt um gólf­efni.

Eldhús#eldhus

Svefnherbergi#svefnherbergi