Fundur nr. 53
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar. Gangnaseðilinn 2021 er lagður fram til samþykktar og samþykktur samhljóða af sveitarstjórn.
Fundargerð æskulýðs- og íþróttanefndar frá 9.8 lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn vísar beiðni um styrk vegna píluklúbbs til fjárhagsáætlunargerðar 2022. Sveitarstjóra falið að ræða við forsvarsfólk píluklúbbsins um framvindu málsins.
Önnur mál:
Liður b: Skólalóð. 12 milljónum var ráðstafað í framkvæmdir í Vopnafjarðarskóla fyrir árið 2021 og á sú fjárhæð á að fara í viðhald skólans að innan, nýja girðingu og skólalóðina.
Liður d: Íþróttahús. Gert er ráð fyrir aðgangsstýringu í fjárhagsáætlun 2021 og er það í vinnslu. Varðandi heita potta við íþróttahús þá verður að skoða það samhliða ákvörðun um sundlaug og er sú vinna í gangi og verður til umræðu á íbúafundi í september.
Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að sveitarstjóra verði falið að kanna kostnað við uppbyggingu heitra potta við íþróttahús og að kostnaðaráætlun liggi fyrir við fjárhagsáætlunargerð ársins 2022. Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps mótmælir þeim hugmyndum Vegagerðarinnar að fækka flugferðum til Vopnafjarðarflugvallar úr fimm í þrjár á viku. Sveitarstjórnin telur að með því sé verið að auka líkur á því að flug leggist af og þá fyrr en síðar, en flugið er einu almenningssamgöngur sem eru við byggðarlagið.
Jafnframt vill sveitarstjórn beina því til samgönguráðherra, þingmanna og annarra að nægilegt fjármagn verði tryggt til að flugþjónusta til Vopnafjarðar og Þórshafnar, og þar af leiðandi almenningssamgöngur, verði ekki skertar.
Sveitarstjórn telur að ekki sé full reynsla komin á þær breytingar sem gerðar voru í febrúar sl. og þær hafi lítið verið kynntar. Jafnframt telur sveitarstjórn áætlanir Vegagerðarinnar byggðar á gömlum og jafnvel úreltum forsendum og því er það mat hennar að gera nýja athugun á ferðaþörf og möguleikum íbúa á Norð-austurhorni landsins.
Fyrir liggur minnisblað frá Vegagerðinni um breytingar á flugi til og frá Vopnafirði og Þórshöfn vegna fyrirhugaðs útboðs á flugleiðinni Akureyri-Vopnafjörður-Þórshöfn-Akureyri, sem gert verður í haust. Í drögum að útboðslýsingu er gert ráð fyrir breytingu á flugleiðinni og í stað Akureyrar, verði beint flug til Reykjavíkur án allrar viðkomu á Akureyri. Einnig að flugferðum verði fækkað úr fimm á viku í þrjár. Áætlaður kostnaður er sá sami, en núverandi fjárveitingar veita ekki svigrúm í fleiri ferðir að sögn Vegagerðarinnar.
Ábatagreining og greining ákvörðunarstaða farþega sem Vegagerðin byggir á er m.a. byggð á skýrslu sem gefin var út árið 2014 sem aftur byggir á eldri gögnum. Forsendur hafa breyst á þessum tíma og því spurning hvort ekki hefði átt að byggja tillögugerð á nýrri forsendum.
Flugið til Vopnafjarðar er samfélaginu hér mikilvægt, þrátt fyrir bættar vegsamgöngur. Vopnfirðingar sækja flesta sína þjónustu til annarra staða eins og t.d. Akureyrar og er akstursleiðin tveir og hálfur tími yfir fjallvegi og heiðar sem veldur því að oft er ófært eða illfært yfir vetrartímann. Vopnfirðingar sækja mikið af læknisþjónustu og námi til Akureyrar sem og margvíslega aðra þjónustu. Skerðing á flugþjónustu dregur enn frekar úr því þjónustustigi hér á svæðinu.
Sveitarstjórn fer fram á að útboðinu verði frestað um eitt ár og að flugið haldist óbreytt og unnin verði betri greining á fluginu áður en svona stór ákvörðun er tekin um breytingar á því. Samþykkt samhljóða.
Þórhildur Sigurðardóttir, verkefnastjóri frístunda-, æskulýðs- og fjölmenningarmála kemur inn á fund og kynnir mögulegt fyrirkomulag frístundar í Vopnafjarðarskóla. Málinu vísað til umfjöllunar í fræðslunefnd. Samþykkt samhljóða. Þórhildur víkur af fundi.
Sveitarstjóri fór yfir ástæðu erindisins. Samþykkt samhljóða.
Lögð fram úttekt á starfsemi Brunavarna Austurlands – Vopnafirði. Sveitarstjóra falið að boða slökkviliðsstjóra og varðstjóra á staðnum á fund til að fara yfir skýrsluna og vinna tillögur að úrbótum fyrir HMS. Samþykkt samhljóða.
Bjartur Aðalbjörnsson víkur af fundi. Sigríður Elva Konráðsdóttir kemur inn á fund.
Lagt fram til kynningar.
Bréf frá Valkyrju danslistarskóla lagt fram. Sveitarstjórn þakkar fyrir bréfið og felur sveitarstjóra að skoða málið áfram í samvinnu við Austurbrú, skólastjóra og fræðslunefnd. Samþykkt samhljóða.