Fundur nr. 51
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Axel Örn Sveinbjörnsson
NefndarmaðurBjörn Heiðar Sigurbjörnsson
NefndarmaðurRagna Lind Guðmundsdóttir
NefndarmaðurBárður Jónasson
NefndarmaðurBjartur Aðalbjörnsson
NefndarmaðurTeitur Helgason
NefndarmaðurSigríður Bragadóttir
NefndarmaðurBaldur Kjartansson
FjármálastjóriSara Elísabet Svansdóttir
SveitarstjóriLagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.183 millj. kr. samkvæmt ársreikning fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 823 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var neikvæð um 67 millj. kr. og rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 197 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagins í árslok 2020 nam 891 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta um 239 millj. kr. Covid-19 heimsfaraldurinn sem nú geisar hefur haft veruleg áhrif á mörgum sviðum þar með talið efnahagsleg og ekki er ljóst hver endanleg áhrif faraldursins verða, s.s. vegna óvissu um hve lengi hann mun vara og hver áhrifin verða eftir að honum lýkur. Loðnubrestur hafði veruleg áhrif á tekjur sveitarfélagsins 2020. Eins og komið hefur fram í ársreikningum undanfarinna ára þá duga framlög ríkisins ekki fyrir rekstri hjúkrunarheimilisins og hefur sveitarfélagið þurft að greiða með rekstrinum. Skuldastaða sveitarfélagsins er hins vegar góð. Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2020 hefur hlotið afgreiðslu sveitarstjórnar í samræmi við 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og er staðfestur og áritaður við síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 140.000.000.- með lokagjalddaga þann 05.04.2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2 mgr. 68. gr sveitarstjórnarlaga nr 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til framkvæmda og fjárfestinga hjá sveitarfélaginu 2021, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Söru Elísabetu Svansdóttur, k. 310382-4859, sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vopnafjarðarhrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi til veitingu veitinga, frá söluskálanum Öldunni. Umsækjandi og forsvarsmaður er Jörgen Sverrisson.
Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirlits Austurlands.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Með vísan til 4. mgr. 10.gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir sveitarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Sveitarstjórn bendir á að lögreglan og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns. Samþykkt samhljóða.
Umsókn um byggingarleyfi vegna vinnubúða við Egilsstaði lögð fram. Sveitarstjórn óskar eftir skriflegu samþykki landeiganda á Egilsstöðum og samþykkir að senda erindið í grenndarkynningu. Grenndarkynning nái til Háteigs, Refsstaða og Hrappsstaða. Umsagnaraðilar eru HAUST, Minjastofnun Íslands, Vinnueftirlitið og Brunavarnir á Austurlandi. Samþykkt með sex atkvæðum. Bjartur Aðalbjörnsson situr hjá.
Fyrir liggur erindi frá landeiganda Ytri hlíðar um lausn lands úr landbúnarnotum með uppfærðum gögnum. Sveitarstjórn samþykkir erindið og samþykkir á sama tíma aðalskipulagsbreytingu ásamt deiliskipulagi fyrir Ytri-Hlíð með minniháttar breytingu sem varðar stærð á landi sem tekið verði úr landbúnaðarnotum. Samþykkt með sex atkvæðum. Bjartur Aðalbjörnsson situr hjá.
Sveitarstjórn samþykkir erindið og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við Þverárvirkjun í Vopnafirði á grundvelli fyrirliggjandi gagna og niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Samþykkt með sex atkvæðum. Bjartur Aðalbjörnsson greiðir atkvæði á móti.
Lagt fram til kynningar bréf frá Jakobi og Baldri Hallgrímssyni með ábendingu um að hanna göngu- og fjórhjólabrú á yfirfall stíflunnar á meðan framkvæmdum við Þverárvirkjun stendur. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.