Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 49

Kjörtímabilið 2018—2022

21. apríl 2021

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 21.4.2021 í Miklagarði kl. 14:00. Í upphafi fundar var leitað afbrigða með því að taka fyrst fyrir liðinn „Ársreikningur 2020 – fyrri umræða“ undir Almenn mál. Samþykkt samhljóða.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • Hreppsráð 8.4

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Héraðs­skjala­safn Aust­firð­inga – stjórn­ar­fundur 29.3

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Héraðs­skjala­safn Aust­firð­inga – stjórn­ar­fundur 8.4

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Æsku­lýðs- og íþrótta­nefnd 12.4

  Fundargerð Æskulýðs- og íþróttanefndar frá 12.4 lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn vísar hækkun á frístundastyrk til fjárhagsáætlunargerðar 2022. Uppsetning á heitum pottum við íþróttahús verður skoðuð samhliða umræðu um sundlaugarmál í bæjarfélaginu. Frisbígolfvöllurinn verður settur upp á vormánuðum. Samþykkt samhljóða.​

 • Skipu­lags – og umhverf­is­nefnd 18.4

   i.     Breyting á aðalskipulagi í Vopnafjarðarhreppi – Ytri-hlíð
  Auglýsingu breytingar á á aðalskipulagi í Vopnafjarðarhreppi vegna veiðihúss í  Ytri hlíð er lokið. Athugasemd barst frá Hauki Geir Garðarssyni. Þar er vísað í fyrri athugasemdir ásamt því að fram koma athugasemdir og mótmæli við því að byggingarmagn skuli í endanlegri tillögu vera stækkað úr 950 fm í 1400 fm. Þau mótmæli eru ekki rökstudd frekar og sveitarstjórn getur ekki fallist á að ástæða sé til að gera athugasemdir við þá breytingu. Athugasemdir sem hafa borist frá Hauki Geir á fyrri stigum hafa  verið til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd og sveitarstjórn og verið send ráðgjöfum og framkvæmdaaðilum til umsagnar. Sveitarstjórn getur ekki fallist á að þær skipulagsáætlanir sem hafa verið auglýstar fyrir framkvæmdir í Ytri – hlíð hafi með einhverjum hætti áhrif á hagsmuni eigenda að Vakursstöðum 1 og 3. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi breytingu á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006 - 2026. Samþykkt með sex atkvæðum. Bjartur Aðalbjörnsson situr hjá.
   ii.     Deiliskipulag fyrir veiðhús í Ytri-hlíð
  Auglýsingu deiliskipulags fyrir veiðihús í Ytri – hlíð er lokið. Athugasemd barst frá Hauki Geir Garðarssyni. Vísað er í umsögn um athugasemdir Hauks í lið um aðalskipulagsbreytingu. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagsáætlun . Samþykkt með sex atkvæðum. Bjartur Aðalbjörnsson situr hjá.​
   iii.     Ytri-hlíð – lausn lands úr landbúnaðarnotum
  Fyrir liggur erindi frá landeiganda Ytri hlíðar um lausn lands úr landbúnarnotum. Sveitarstjórn samþykkir erindið. Samþykkt með sex atkvæðum. Bjartur Aðalbjörnsson situr hjá.
  iv.     Deiliskipulag miðhluta hafnarsvæðis Vopnafirði – breytingartillaga skipulagslýsing
  Fyrir liggur skipulagslýsing fyrir breytingu á deiliskipulagi miðhluta hafnarsvæðis. Sveitarstjórn samþykkir að lýsingin verði auglýst og kynnt. Samþykkt samhljóða.
  v.     Húsnæðisáætlun Vopnafjarðarhrepps 2021 – 2029
  Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi húsnæðisáætlun Vopnafjarðarhrepps. Samþykkt samhljóða.


2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Ársreikn­ingur 2020 – fyrri umræða

  Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Vopnafjarðarhrepps og stofnana hans fyrir árið 2020 ásamt endurskoðunarskýrslu. Sveitarstjórnarfulltrúar hafa fengið kynningu á niðurstöðum ársins 2020 ásamt endurskoðunarskýrslu frá endurskoðanda sveitarfélagins, Magnúsi Jónssyni hjá KPMG. Sveitarstjórn samþykkir að uppsafnaður halli Sundabúðar 2019 og 2020 færist til gjalda í ár sem framlög til heilbrigðismála,  alls 110.279 milljónir króna.
  Sveitarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi 2020 til seinni umræðu. Samþykkt samhljóða.
  Magnús Jónsson og Baldur Kjartansson víkja af fundi kl. 15:11.​

 • Endur­fjármögnun lána

  ​Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 140.000.000.- með lokagjalddaga þann 05.04.2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

  Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2 mgr. 68. gr sveitarstjórnarlaga nr 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

  Er lánið tekið til endurfjármögnunar á eldri lánum sem tekin voru árið 2004 þar sem nú bjóðast talsvert betri vaxtakjör og uppgreiðsla þeirra lána nú fyrst möguleg út frá lánaskilmálum, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

  Jafnframt er Söru Elísabetu Svansdóttur, k. 310382-4859, sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vopnafjarðarhrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.


 • Samstarfs­samn­ingur Einherja og Vopna­fjarð­ar­hrepps

  ​Lagður fram uppfærður samstarfssamningur Einherja og Vopnafjarðarhrepps. Sveitarstjórn samþykkir samningsdrögin. Samþykkt samhljóða.​

 • Rekstr­ar­aðili í Kaup­vangi

  Sveitarstjóra falið að auglýsa aftur eftir rekstraraðila í Kaupvangi. Samþykkt samhljóða.​

 • Leigu­íbúðir Vopna­fjarð­ar­hrepps
  Lagt fram til kynningar minnisblað um leiguíbúðir sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir að setja íbúð sveitarfélagsins við Þverholt 12 á sölu og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram. Samþykkt með fimm atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn greiðir atkvæði á móti. Samfylkingin leggur fram eftirfarandi bókun:
  Samfylkingin leggst gegn því að íbúðin í Þverholti 12 verði seld. Samfylkingin vill að sveitarfélagið geri íbúðina upp og leigi út. Ljóst er, miðað við ástand íbúðarinnar, að hún muni að öllum líkindum seljast undir fasteignamati. Það er slæmt fyrir fasteignamarkaðinn á Vopnafirði að sveitarfélagið sé með þrjár íbúðir á sölu á sama tíma og auki þar með framboð á íbúðum umfram eftirspurn. Að auki er mikilvægt að sveitarfélagið sé með leiguíbúðir til taks fyrir þá sem þurfa á þeim að halda. 
  Sigríður Bragadóttir víkur af fundi kl. 16:00.​
 • Rekstur mötu­neyta Vopna­fjarð­ar­hrepps

  ​Lagt fram til kynningar minnisblað um rekstur mötuneyta Vopnafjarðarhrepps. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið. Málinu frestað til næsta sveitarstjórnarfundar sem haldinn verður fyrir miðvikudaginn 28.apríl. Samþykkt samhljóða.​

 • Minja­safnið á Bust­ar­felli – styrk­beiðni

  ​Lagt fram til kynningar erindi frá safnverði Minjasafnsins á Bustarfelli. Sveitarstjórn samþykkir að hækka styrkinn árið 2021 til Minjasafnsins um 1 milljón og vísar málinu að öðru leyti til fjárhagsáætlunargerðar 2022. Samþykkt samhljóða.​

 • Valkosta­greining Vopna­fjarð­ar­hreppur

  ​Lagt fram til kynningar tilboð frá RR ráðgjöf í valkostagreiningu fyrir Vopnafjarðarhrepp. Sveitarstjórn samþykkir tilboðið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.​

3. Skýrsla sveitarstjóra#3-skrsla-sveitarstjora

 • Skýrsla sveit­ar­stjóra

  ​Sveitarstjóri fór yfir verkefnin sín og svaraði spurningum sveitarstjórnar.​

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:41.