Fundur nr. 49
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Sigríður Bragadóttir
NefndarmaðurSara Elísabet Svansdóttir
SveitarstjóriBaldur Kjartansson
FjármálastjóriTeitur Helgason
NefndarmaðurMagnús Jónsson
EndurskoðandiAxel Örn Sveinbjörnsson
NefndarmaðurSigríður Elva Konráðsdóttir
NefndarmaðurRagna Lind Guðmundsdóttir
NefndarmaðurÞuríður Björg Wiium Árnadóttir
NefndarmaðurBjartur Aðalbjörnsson
NefndarmaðurLagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð Æskulýðs- og íþróttanefndar frá 12.4 lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn vísar hækkun á frístundastyrk til fjárhagsáætlunargerðar 2022. Uppsetning á heitum pottum við íþróttahús verður skoðuð samhliða umræðu um sundlaugarmál í bæjarfélaginu. Frisbígolfvöllurinn verður settur upp á vormánuðum. Samþykkt samhljóða.
i. Breyting á aðalskipulagi í Vopnafjarðarhreppi – Ytri-hlíðLagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Vopnafjarðarhrepps og stofnana hans fyrir árið 2020 ásamt endurskoðunarskýrslu. Sveitarstjórnarfulltrúar hafa fengið kynningu á niðurstöðum ársins 2020 ásamt endurskoðunarskýrslu frá endurskoðanda sveitarfélagins, Magnúsi Jónssyni hjá KPMG. Sveitarstjórn samþykkir að uppsafnaður halli Sundabúðar 2019 og 2020 færist til gjalda í ár sem framlög til heilbrigðismála, alls 110.279 milljónir króna.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi 2020 til seinni umræðu. Samþykkt samhljóða.
Magnús Jónsson og Baldur Kjartansson víkja af fundi kl. 15:11.
Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 140.000.000.- með lokagjalddaga þann 05.04.2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2 mgr. 68. gr sveitarstjórnarlaga nr 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til endurfjármögnunar á eldri lánum sem tekin voru árið 2004 þar sem nú bjóðast talsvert betri vaxtakjör og uppgreiðsla þeirra lána nú fyrst möguleg út frá lánaskilmálum, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Söru Elísabetu Svansdóttur, k. 310382-4859, sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vopnafjarðarhrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Lagður fram uppfærður samstarfssamningur Einherja og Vopnafjarðarhrepps. Sveitarstjórn samþykkir samningsdrögin. Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóra falið að auglýsa aftur eftir rekstraraðila í Kaupvangi. Samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar minnisblað um rekstur mötuneyta Vopnafjarðarhrepps. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið. Málinu frestað til næsta sveitarstjórnarfundar sem haldinn verður fyrir miðvikudaginn 28.apríl. Samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar erindi frá safnverði Minjasafnsins á Bustarfelli. Sveitarstjórn samþykkir að hækka styrkinn árið 2021 til Minjasafnsins um 1 milljón og vísar málinu að öðru leyti til fjárhagsáætlunargerðar 2022. Samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar tilboð frá RR ráðgjöf í valkostagreiningu fyrir Vopnafjarðarhrepp. Sveitarstjórn samþykkir tilboðið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóri fór yfir verkefnin sín og svaraði spurningum sveitarstjórnar.