Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 48

Kjörtímabilið 2018—2022

18. mars 2021

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 18.mars 2021 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • 62. fundur stjórnar Samtaka sjáv­ar­út­vegs­fé­laga 22.2

  ​Lagt fram til kynningar.

 • 895. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga 26.2

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Héraðs­skjala­safn Aust­firð­inga – stjórn­ar­fundur 3.3

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Hreppsráð 4.3

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd 15.3
  1. Deiliskipulag hafnarsvæðis Vopnafirði – breytingartillaga 

   Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi miðhluta hafnarsvæðisins á Vopnafirði. Samþykkt með fimm atkvæðum meirihlutans. Minnilhutinn situr hjá.

   Meirihlutinn bókar:

   Sigvaldi Thordarson hannaði fjögur hús sem standa í Vopnafirði, þ.m.t. rafstöðina sem nú stendur til að rífa. Rafstöðvarhúsið var reist fyrir RARIK árið 1961 og þar var díselrafstöð bæjarsins, sem seinna varð vararafstöð en hún var lögð niður árið 2007. Þegar stöðin var lögð niður voru vélar, og tengdur búnaður, fjarlægðar en við það missti húsið hluta af sögulegu gildi sínu. Viðhaldi á húsinu var ekki sinnt á meðan það stóð autt og er það nú í mjög slæmu standi. Sigvaldi var án efa einn af okkar merkari listamönnum og þegar þessar framkvæmdir ganga yfir verða enn þrjú hús eftir hann í firðinum, þrjú hús sem mun meiri sómi er af. Við teljum að við eigum að horfa fram á veginn og fagna breytingum sem fegra bæinn okkar.      

  2. Landsnet – umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar hluta Vopnafjarðarlínu 1 í jarðstreng yfir Hellisheiði
   Sveitarstjórn samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi vegna lagningar hluta Vopnafjarðarlínu 1 í jarðstreng yfir Hellisheiði á grundvelli fyrirliggjandi gagna og niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Samþykkt samhljóða.

  3. Þverárvirkjun – umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnisvinnslu í námu E11
   Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi vegna efnistökunnar. Samþykkt með sex atkvæðum. Bjartur Aðalbjörnsson situr hjá.

  Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.


2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Húsnæð­isáætlun Vopna­fjarð­ar­hrepps 2021 – 2029

  ​Lögð fram til kynningar Húsnæðisáætlun Vopnafjarðarhrepps 2021 – 2029 sem unnin var af Eflu verkfræðistofu með gögnum frá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun. Sveitarstjórn vísar erindinu til Skipulags- og umhverfisnefndar. Samþykkt samhljóða.​

 • Jafn­rétt­is­stofa - Tilkynning til sveit­ar­fé­laga vegna nýrra jafn­rétt­islaga

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Leik­félag Fram­halds­skólans á Laugum – styrk­beiðni vegna leik­sýn­ing­ar­innar Bugsy Malone

  ​Beiðni um auglýsingastyrk vegna uppsetningar Leikfélags Framhaldsskólans á Laugum á Bugsy Malone lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja sýninguna með kaupum á Auglýsingapakka 3 að upphæð 50.000 kr. Samþykkt samhljóða.​

 • Uppsetning þjón­ustumið­stöðva í kringum landið – kynning

  ​Máli frestað til lok fundar.
  Halldór Pálsson frá Svarið ehf. kom inn á fund með kynningu á uppsetningu þjónustumiðstöðva við Vopnafjarðarafleggjarann. ​

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

 • Rótarý­klúbbur Héraðsbúa – beiðni um stað­setn­ingu sögu­skiltis til minn­ingar um Jón lærða og Bjarn­areyj­ar­dvöl hans á Vopna­firði

  ​Lögð fram beiðni frá Rótarýklúbbi Héraðsbúa um staðsetningu söguskiltis til minningar um Jón lærða og Bjarnareyjardvöl hans á Vopnafirði. Sveitarstjórn samþykkir beiðnina og felur sveitarstjóra og formanni Skipulags- og umhverfisnefndar að finna heppilega staðsetningu í samstarfi við Ferðamannasamtök Fljótsdalshéraðs. Samþykkt samhljóða.​

4. Skýrsla sveitarstjóra#4-skrsla-sveitarstjora

 • Skýrsla sveit­ar­stjóra

  ​Sveitarstjóri hefur setið hina ýmsu fundi síðustu vikur. Þar má nefna kynningarfund með Icelandair, fund með Svæðisskipulagsnefnd Austurlands og Almannavarnarnefnd og fund með Austurbrú vegna áfangastaðaáætlunar Vopnafjarðarhrepps. Einnig fékk sveitarstjóri heimsókn frá Rótarýklúbbi Héraðsbúa, starfsfólki Samgöngu-, og sveitarstjórnarráðuneytisins, Yrki arkitektum og N4 vegna þáttaraðarinnar, „Að austan".
  Vinna við innleiðingu tímaskráningarkerfis fyrir starfsfólk sveitarfélagsins er í fullum gangi. Einnig er verið að hefja vinnu við rafrænt umsóknarkerfi á heimasíðu sveitarfélagsins, málaskrá og stjórnendamælaborð fyrir fjárhagskerfið. Fjölþjóðleg listahátið barna er í gangi á leikskólanum og hefur skapað mikla ánægju. Einnig er verið að greina mötuneytismálin hjá sveitarfélaginu.
  Þó nokkuð er um að vera í skipulagsmálum. Auglýsingatíma vegna Þverárvirkjunar og strengs yfir Hellisheiði er lokið og hafa breytingarnar nú þegar tekið gildi. Hafist verður handa við Þverárvirkjun og strenglögn yfir Hellisheiði í vor/sumar. Auglýsingatíma vegna breytinga á deiliskipulagi hafnar er lokið og mun taka gildi í kjölfarið. Breytingartillaga vegna breytingu á aðalskipulagi vegna Ytri Hlíðar er í auglýsingu núna og mun taka gildi í apríl/maí. Verið er að skipuleggja íbúafundi í maí vegna endurskoðunar aðalskipulags og verndarsvæðis í byggð og verið er að vinna að fýsileikakönnun vegna sundlaugarmála hjá sveitarfélaginu. Framkvæmdir hafa verið í Sundabúð og Miklagarði og hafinn er undirbúningur vegna nýrrar útrásar í Skálanesvík. Einnig er vinna hafin við að skipta ljósum á ljósastaurum yfir í LED. Verið er að leita tilboða í framkvæmdir sveitarfélagsins sem fyrirhugaðar eru 2021. ​

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 15:32.