Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 45

Kjörtímabilið 2018—2022

10. desember 2020

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Í upphafi fundar var leitað afbrigða með því að bæta inn liðnum „Skipun í svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Austurlandi“ undir „Almenn mál“. Samþykkt samhljóða.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • Hafn­ar­nefnd 1.12

  ​Lögð fram til kynn­ingar fund­ar­gerð hafn­ar­nefndar frá 1.12.20. Sveit­ar­stjórn tekur undir tillögu hafn­ar­nefndar um að útbúa umgengn­is­reglur fyrir gáma­portið. Sveit­ar­stjóra falið að vinna málið áfram með hafn­ar­verði. Samþykkt samhljóða.​

 • Hreppsráð 3.12

  i.      Ályktun veiði­fé­laga vegna fisk­eldis í opnum sjókvíum í Seyð­is­firði
  Lögð fram ályktun veiði­fé­laga vegna fisk­eldis í opnum sjókvíum í Seyð­is­firði. Sveita­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps tekur undir áhyggjur veiði­fé­laga í Vopna­firði um fjölgun opinna sjókvía. Samþykkt samhljóða. 
  ii.      Sala á félags­legu húsnæði sveit­ar­fé­lagsins
  Lagt fram minn­is­blað um félags­legar íbúðir sveit­ar­fé­lagsins. Sveit­ar­stjórn samþykkir að setja íbúð sveit­ar­fé­lagsins við Þver­holt 7 á sölu. Sveit­ar­stjóra falið að vinna málið áfram. Samþykkt með fimm atkvæðum meiri­hlutans. Minni­hlutinn situr hjá.

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Skipun í svæð­is­skipu­lags­nefnd sveit­ar­fé­lag­anna á Aust­ur­landi

  ​Lagt fram erindi frá SSA um skipan í svæð­is­skipu­lags­nefnd og stað­festing á starfs­reglum því tengdu. Sveit­ar­stjórn tilnefnir Axel Örn Svein­björnsson og Söru Elísa­betu Svans­dóttur sem aðal­menn í svæð­is­skipu­lags­nefnd og Teit Helgason og Björn Heiðar Sigur­björnsson sem vara­menn í þeirra stað og gerir engar athuga­semdir við starfs­regl­urnar. Samþykkt samhljóða.​

 • Vernd­ar­svæði í byggð – tillaga að sýningu

  ​Lögð fram til kynn­ingar drög að sýningu fyrir íbúa Vopna­fjarð­ar­hrepps í Mikla­garði vegna vernd­ar­svæðis í byggð og deili­skipu­lags miðbæjar. Sveit­ar­stjóra falið að ræða við Yrki um fram­haldið. Samþykkt samhljóða.​

 • Umhverf­is­sjóður Vopna­fjarð­ar­hrepps

  ​Lögð fram skipu­lags­skrá fyrir Umhverf­is­sjóð Vopna­fjarð­ar­hrepps sem hefur þann tilgang að verð­launa þann garð­eig­anda og/eða jarð­ar­eig­anda í Vopna­firði fyrir best umgengnu og rækt­ar­leg­ustu lóð og/eða bújörð. Sveit­ar­stjórn tilnefnir Ingólf Daða Jónsson og Sigríði Elvu Konráðs­dóttur í stjórn sjóðsins út kjör­tíma­bilið og þriðji stjórn­ar­með­limur skal vera ættingi Margrétar. Samþykkt samhljóða.​

 • Úthlutun byggða­kvóta 2020-2021

  ​Lagt fram til kynn­ingar bréf frá Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytinu um úthlutun byggða­kvóta til Vopna­fjarð­ar­hrepps 2020-2021. Vopna­fjarð­ar­hreppur fær úthlutað 0,79% af heildar þorskí­gildist­onnum eða 38 tonnum á fisk­veiði­árinu 2020/2021.​

 • Viðaukar vegna fjár­hags­áætl­unar 2020

  ​Viðaukar 16-17 við fjár­hags­áætlun 2020 lagðir fram. Viðauki 16 hefur þau rekstr­aráhrif að rekstr­arnið­ur­staða A og AB hluta hækkar um 16,8 millj. kr.Viðauki 17 hefur þau rekstr­aráhrif að rekstr­arnið­ur­staða A og AB hluta lækkar um 44,2 millj. kr. Viðauki 16 hefur þau sjóð­streym­isáhrif að hand­bært fé hækkar um 16,8 millj. kr. Viðauki 17 hefur þau sjóð­streym­isáhrif að hand­bært fé hækkar um 12,4 millj. kr. Samþykkt samhljóða.

 • Fjár­hags­áætlun 2021 - seinni umræða

  ​Fjár­hags­áætlun ársins 2021 og 2022-2024 lögð fram til seinni umræðu.
  Helstu niður­stöður fjár­hags­áætl­unar Vopna­fjarð­ar­hrepps fyrir árið 2021 í millj­ónum kr.
  Rekstr­arnið­ur­staða:
  Samstæða A hluta neikvæð um 83 m.krSam­stæða A og B hluta  neikvæð um 75 m.kr.
  Fjár­fest­ingar:Samstæða A hluta:  93 m.kr Samstæða A og B hluta: 131 m.kr.
  Afborg­anir lang­tíma­lána:
  Samstæða A hluta: 25,5 m.kr.Samstæða A og B hluta: 54,1 m.kr.Í fjár­hags­áætlun 2021 eru áætl­aðar heild­ar­tekjur 1.151.427.000 kr. Veltufé frá rekstri er áætlað 6,7 m.kr. Hand­bært fé í árslok 2021 er 42,6 m.kr.Eigið fé er áætlað að nemi 288,9 m.kr. í A hluta og 828,9 m.kr. í samstæðu í árslok 2021. Almennt hækka gjald­skrár í takti við verð­lags­breyt­ingar.
  Fjár­fest­ingar ársins 2021 eru áætl­aðar 131 millj.kr.
  Í æsku­lýðs- og íþrótta­málum verða lagðar til 30,7 millj.kr og þar verður farið í endur­nýjun á þaki og þakkanti á íþrótta­húsi, nýtt gras á fótbolta­völl, hönnun á sund­laug og lokafrá­gangur á lóð við Vall­arhús. Í fræðslumál eru lagðar til 27 millj.kr sem fara í endur­bætur á þaki í leik­skóla, lokafrá­gang á lóð leik­skólans og bættri hljóð­vist. Í skól­anum verður farið í viðhald í gamla skóla og skóla­lóðin hönnuð og betr­um­bætt. Í samgöngum verður farið í að bæta göngu­stíga og bæta við bekkjum og skipta út ljósum yfir í LED ljós í götu­lýs­ing­unni.Skipt verður út jóla­skrauti á staurum og bætt við skrauti í skóla, Sundabúð og ráðhúsi. Í Sundabúð verða settar 12 Millj.kr í múrvið­gerðir, máln­ingu, bætta útiað­stöðu og dyrasíma. Einnig verða settar 4 Millj.kr í að endur­bæta íbúðir aldr­aðra og komið í ferli fram­kvæmd vegna gjafar til Sunda­búðar.Til fráveitu­mála eru lagðar til 8 millj.kr við brunn í Skála­nesvík til undir­bún­ings skólp­dælu­fram­kvæmdum.Skulda­viðmið samstæðu A og B hluta verður 73,7% í árslok 2021 og skulda­hlut­fall samstæðu A og B hluta verður 85,4% í árslok 2021.
  Fjár­hags­áætlun 2021-2024 í heild sinni verður að öðru leyti aðgengileg á heima­síðu Vopna­fjarð­ar­hrepps.
  Eftir­far­andi tillaga lögð fram:
  Sveit­ar­stjórn samþykkir fram­lagða fjár­hags­áætlun Vopna­fjarð­ar­hrepps fyrir árið 2021 við seinni umræðu, ásamt þriggja ára áætlun 2022 - 2024 og fram­an­greindum álagn­ing­ar­hlut­föllum og viðmið­un­ar­tölum. Fyrri umræða um fjár­hags­áætl­unina fór fram 17. nóvember sl. Samþykkt samhljóða.
  ​Bókun minni­hlutans:
  Minni­hlutinn vill þakka sveit­ar­stjóra og öðru starfs­fólki sem kom að þessari vinnu fyrir vel unna fjár­hags­áætlun 2021 og einnig þakka meiri­hlut­anum fyrir að við í minni­hlut­anum höfum fengið að koma okkar sjón­ar­miðum að á vinnufundum og tillit hefur verið tekið til þeirra. Jafn­framt viljum við þakka fyrir grein­ar­góða saman­tekt um fjárhag sveit­ar­fé­lagsins. Áður samþykktum fjár­hags­áætl­unum hefur okkur þótt ástæða til að sitja hjá við afgreiðslu þeirra en í þetta skiptið finnst okkur ástæða til að styðja við fjár­hags­áætlun 2021 og greiðum því atkvæði með henni.


Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 15:13.