Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 44

Kjörtímabilið 2018—2022

19. nóvember 2020

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 19.nóvember 2020 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • Aðal­fundur Heil­brigð­is­nefndar Aust­ur­lands 28.10

  ​Lagt fram til kynn­ingar. 

 • 2. fundur fagráðs um Fræða- og þekk­ing­ar­setur í Kaup­vangi 29.10

  ​Lagt fram til kynn­ingar.

 • Aðal­fundur Samtaka sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga 30.10

  ​Lagt fram til kynn­ingar.

 • Ungmennaráð 4.11

  Lagt fram til kynn­ingar. Sveit­ar­stjórn þakkar fyrir fund­ar­gerðina og verða ábend­ing­arnar teknar til skoð­unar. Samþykkt samhljóða.​

 • Hreppsráð 5.11

  ​Lagt fram til kynn­ingar.

 • Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd 12.11

  i.     Breyting á deili­skipu­lagi hafn­ar­svæðis Vopna­firði – vinnslu­til­laga
  Sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps stað­festir niður­stöðu skipu­lags- og umhverf­is­nefndar og samþykkir að fyrir­liggj­andi vinnslu­til­laga verði auglýst og kynnt. Samþykkt með fimm atkvæðum meiri­hlutans. Minni­hlutinn greiðir atkvæði á móti.
  ii.     Breyting á aðal­skipu­lagi í Vopna­fjarð­ar­hreppi – Ytri hlíð – vinnslu­til­laga og tilaga að deili­skipu­lagiSveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps stað­festir niður­stöðu skipu­lags- og umhverf­is­nefndar og samþykkir að fyrir­liggj­andi vinnslu­til­laga verði auglýst og kynnt ásamt vinnslu­til­lögu að deili­skipu­lagi fyrir svæðið. Samþykkt með sex atkvæðum. Bjartur Aðal­björnsson situr hjá.

  iii.    Hróalds­staðir 2 í Vopna­firði – Fram­kvæmda­leyfi vegna skóg­ræktarSveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps samþykkir að senda erindið til umsagnar hjá Minja­stofnun Íslands og Umhverf­is­stofnun með vísan í 16. gr laga um menn­ing­ar­minjar og 5. gr. reglna um skrán­ingu jarð­fastra menn­ing­ar­minja vegna skipu­lags og fram­kvæmda nr. 620/2019. Samþykkt samhljóða.​

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Útsvar fyrir árið 2021

  ​Eftir­far­andi tillaga lögð fram: Lagt er til að álagn­ing­ar­hlut­fall útsvars verði hámarks­út­svar, þ.e. 14,52% af útsvars­stofni í Vopna­fjarð­ar­hreppi. Tillaga þessi er í samræmi við 24.gr. laga um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga nr. 4/1995. Sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps samþykkir að útsvar ársins  2021 verði 14,52% af útsvars­stofni. Samþykkt samhljóða.​

 • Viðaukar vegna fjár­hags­áætl­unar 2020

  ​Viðaukar 9-15 við fjár­hags­áætlun 2020 lagðir fram. Viðauki 9 hefur engin rekstr­aráhrif á AB hluta. Rekstr­araf­koma hækkar í A hluta uppá 750 þús. kr. og á móti lækkar rekstr­araf­koma B hluta uppá 750 þús. kr. Viðaukar 10-15 hafa þau rekstr­aráhrif að rekstr­arnið­ur­staða A hluta lækkar um 8 millj. kr. eða úr tapi að fjárhæð 1,4 millj. kr. í 9,4 millj. kr. tap. Rekstr­arnið­ur­staða AB lækkar um 9,1 millj. kr. eða úr hagnaði 21,6 millj. kr. í 12,5 millj. kr. Viðauki 9 hefur engin áhrif á sjóð­streymi.
  Viðaukar 10-15 hafa þau áhrif á sjóð­streymi að veltufé til rekstrar lækkar um 9,1 millj. kr., fjár­fest­ing­ar­hreyf­ingar hækka um 10 millj. kr.
  Samtals eru sjóðs­áhrif 19,1 millj. kr. til lækk­unar á hand­bært fé þ.e. úr 58,5 millj. kr. í 39,5 millj. kr. í árslok.Samþykkt samhljóða.​

 • Héraðs­skjala­safn Aust­firð­inga – fjár­hags­áætlun 2021 og beiðni um frestun aðal­fundar

  ​Lögð fram fjár­hags­áætlun Héraðs­skjala­safn Aust­firð­inga fyrir árið 2021 og beiðni um frestun aðal­fundar byggða­sam­lagsins. Sveit­ar­stjórn samþykkir fjár­hags­áætl­unina og samþykkir fyrir sitt leyti að aðal­fundur 2020 fari fram í desember 2020. Samþykkt samhljóða.​

 • Boðun hafna­sam­bands­þings 2020

  Fyrir lá boðun rafræns hafna­sam­bands­þings, dags. 6.nóv.2020, þar sem fram kemur að stjórn hafna­sam­bandsins boði til rafræns hafna­sam­bands­þings 27.nóvember nk. Sveit­ar­stjórn leggur til að Sara Elísabet Svans­dóttir, sveit­ar­stjóri og Kristinn Ágústsson, hafn­ar­vörður sitji hafna­sam­bands­þingið og fari þar með umboð og atkvæði fyrir hönd Vopna­fjarð­ar­hrepps. Samþykkt samhljóða.​

 • Tengir - tilboð í ljós­leiðara

  ​Lögð fram drög að kaup­samn­ingi frá Tengi í ljós­leið­ara­kerfi Vopna­fjarð­ar­hrepps. Sveit­ar­stjórn samþykkir tilboðið og felur sveit­ar­stjóra að ganga frá samn­ingnum við Tengir í samræmi við umræður á fund­inum. Samþykkt samhljóða.​

 • Nátt­úru­vernd­ar­samtök Aust­ur­lands – Álykt­anir frá aðal­fundi 2020

  Kynntar álykt­anir frá aðal­fundi NAUST 03.10.2020. Sveit­ar­stjórn bendir á að skipu­lags­ferlið sé hinn rétti vett­vangur til að gera athuga­semdir við skipu­lags­áætlanir. Hver sem er getur gert athuga­semd við auglýsta tillögu. Samþykkt með sex atkvæðum. Bjartur Aðal­björnsson situr hjá.​

 • Fjár­hags­áætlun 2021 - fyrri umræða

  ​Tillaga að fjár­hags­áætlun lögð fram til fyrri umræðu. Samkvæmt áætlun verða tekjur saman­tekins A og B hluta 1.151.425 kr. og gjöld 1.175.102 kr. Rekstr­araf­gangur á árinu 2021 verður neikvæður um 57.609.000 kr. Vísað til seinni umræðu. Samþykkt samhljóða.​

3. Skýrsla sveitarstjóra#3-skrsla-sveitarstjora

 • Skýrsla sveit­ar­stjóra

  ​Sveit­ar­stjóri hefur setið hina ýmsu fundi síðustu vikur. Þar má nefna stjórn­ar­fund FFPA,  fund með almanna­varn­ar­nefnd Aust­ur­lands, kynn­ing­ar­fundi um stytt­ingu vinnu­vik­unnar og aðal­fund Minja­safnsins Bust­ar­felli.  Rafrænir fundir í tengslum við fjár­mála­ráð­stefnuna hafa verið alla föstu­dags­morgna. Mikið hefur verið um að vera í tengslum við undir­búning jafn­launa­vott­unar. Seinni úttekt jafn­launa­vott­unar var 3.nóvember síðast­liðinn og gekk mjög vel og mun Vopna­fjarð­ar­hreppur fá jafn­launa­vottun í fram­haldi af niður­stöðu þeirrar úttektar og getur sveit­ar­fé­lagið verið stolt af því.  Ráðstefnur og aðal­fundir haustsins eru að flestu leyti rafrænir í ár vegna Covid-19. Verið er að undirbúa verk­efnið „Barn­vænt samfélag" sem farið verður í 2021 og er verið að setja saman teymi. Einnig er verið að skoða stofnun á rafí­þrótta­deild í samstarfi við Einherja og verið að sækja um styrki fyrir því. Vinna vegna fjár­hags­áætl­unar 2021 er og hefur verið í fullum gangi og verður vinnufundur í sveit­ar­stjórn í lok nóvember. Fyrri umræða fjár­hags­áætl­unar fór fram í dag og seinni umræða fer fram 10.desember. Nýbygging við Skála­nes­götu er samkvæmt áætlun og er Félags­þjón­ustan að vinna í úthlut­unum og ættu þær að liggja fyrir í þessum mánuði. Mikið er að gerast í skipu­lags­málum, vinnslu­til­lögur vegna Ytri-Hlíðar og deili­skipu­lags hafnar vegna niðurrifs verða kynntar á opnu húsi og auglýstar í fram­haldi af því. Breyting á aðal­skipu­lagi vegna Þver­ár­virkj­unar og strengs yfir Hell­is­heiði er í auglýs­inga­ferli núna.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 16:05.