Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 43

Kjörtímabilið 2018—2022

15. október 2020

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • 158.fundur Heil­brigð­is­nefndar Aust­ur­lands

  ​Lagt fram til kynningar.

 • 888.fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Mark­aðsráð 1.10

  ​Lögð fram til kynningar fundargerð markaðsráðs og minnisblað með fundargerð markaðsráðsfundar.

 • Hreppsráð 1.10

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Hafn­ar­nefnd 7.10

  ​Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn samþykkir að vísa tilboði frá VISTA í búnað vegna hafnarveðurs og sjávarhæðarmælingar til fjárhagsáætlunargerðar 2021 og felur sveitarstjóra að fá uppfært tilboð. Sveitarstjórn tekur jafnframt undir ánægju hafnarnefndar með að verið sé að vinna í öryggismálum hafnarinnar og þakkar hafnarverði fyrir greinargóða skýrslu. Samþykkt samhljóða.​

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Forsendur fjár­hags­áætlana 2021-2024

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Úrsögn úr fræðslu­nefnd

  Kristjana Louise Friðbjarnardóttir segir sig úr fræðslunefnd. Sveitarstjórn þakkar henni fyrir góð störf í fræðslunefnd og tilnefnir Freyju Sif Wiium Bárðardóttur sem aðalmann í hennar stað og mun sveitarstjórn finna nýjan varamann í stað Freyju.  Samþykkt samhljóða.​

 • Tilkynning um niður­fell­ingu Vatns­dals­gerð­isvegar

  ​Lögð fram til kynningar tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Vatnsdalsgerðisvegar frá Vegagerðinni þar sem engin föst búseta liggur fyrir hendi og uppfyllir vegurinn því ekki tilgreint skilyrði þess að teljast til þjóðvega samkvæmt 6.gr. reglugerðar nr. 774/2010 um héraðsvegi með síðari breytingum, sbr. 3. mgr. 8 gr. vegalaga.​

 • Breyting á gjald­skrá tónlist­ar­skóla og leik­skóla Vopna­fjarð­ar­hrepps 2020

 • Viðaukar vegna fjár­hags­áætl­unar 2020

  ​Viðaukar 2-8 við fjárhagsáætlun 2020 lagðir fram. Viðaukar 2-8 hafa þau áhrif að rekstrarniðurstaða A hluta lækkar um 8,3 millj. kr. vegna aukins rekstrarkostnaðar og rekstrarniðurstaða B hluta lækkar um 2 millj. kr. vegna aukins rekstrarkostnaðar. Samtals lækkar rekstrarniðurstaða AB hluta því um 10,3 millj.kr. sem er fjármagnað með handbæru fé. Rekstrarniðurstaða A hluta fer úr 6,2 millj. kr. hagnaði í 2,1 millj. kr. tap. Rekstur AB hluta fer úr 31,9 millj. kr. hagnaði í 21,6 millj. kr. hagnað.
  Viðaukar 2-8 hafa þau sjóðsáhrif að handbært fé lækkar um 10,3 millj. kr. og nemur 58,5 millj. kr. í árslok. Samþykkt samhljóða.​

 • Stöðu­gildi í útibúi Lands­bankans

  ​Lagt fram bréf frá útibússtjóra Landbankans á Vopnafirði þar sem kemur fram að ekki er talin þörf á að fjölga stöðugildum umfram það sem nú er þó að þjónustustjóri Landsbankans hafi hætt í vor. Sveitarstjórn harmar þá ákvörðun Landsbankans að ætla ekki að ráða hér þjónustustjóra í stað þess sem lét af störfum fyrir aldurs sakir. Samþykkt samhljóða.​

 • Minn­is­blað um deilu Stapa lífeyr­is­sjóðs og Vopna­fjarð­ar­hepps

  ​Lagt fram minnisblað frá Magna lögmönnum með yfirferð á deilu Stapa lífeyrissjóðs og Vopnafjarðarhrepps vegna vangreiddra lífeyrissjóðsiðgjalda sveitarfélagsins á tímabilinu 2005 til október 2016. Sveitarstjórn mun ekki fara í dómsmál við Stapa vegna málsins þar sem talið er ólíklegt að málið muni skila miklum fjárhæðum og Samband íslenskra sveitarfélaga mun ekki styðja málið með neinum hætti. Sveitarstjórn telur nú að málinu sé lokið að fullu. Samþykkt samhljóða.​

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl.15:03.