Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 43

Kjörtímabilið 2018—2022

15. október 2020

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • 158.fundur Heil­brigð­is­nefndar Aust­ur­lands

  ​Lagt fram til kynningar.

 • 888.fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Mark­aðsráð 1.10

  Lögð fram til kynningar fundargerð markaðsráðs og minnisblað með fundargerð markaðsráðsfundar.

 • Hreppsráð 1.10

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Hafn­ar­nefnd 7.10

  ​Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn samþykkir að vísa tilboði frá VISTA í búnað vegna hafnarveðurs og sjávarhæðarmælingar til fjárhagsáætlunargerðar 2021 og felur sveitarstjóra að fá uppfært tilboð. Sveitarstjórn tekur jafnframt undir ánægju hafnarnefndar með að verið sé að vinna í öryggismálum hafnarinnar og þakkar hafnarverði fyrir greinargóða skýrslu. Samþykkt samhljóða.​

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Forsendur fjár­hags­áætlana 2021-2024

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Úrsögn úr fræðslu­nefnd

  Kristjana Louise Friðbjarnardóttir segir sig úr fræðslunefnd. Sveitarstjórn þakkar henni fyrir góð störf í fræðslunefnd og tilnefnir Freyju Sif Wiium Bárðardóttur sem aðalmann í hennar stað og mun sveitarstjórn finna nýjan varamann í stað Freyju.  Samþykkt samhljóða.​

 • Tilkynning um niður­fell­ingu Vatns­dals­gerð­isvegar

  ​Lögð fram til kynningar tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Vatnsdalsgerðisvegar frá Vegagerðinni þar sem engin föst búseta liggur fyrir hendi og uppfyllir vegurinn því ekki tilgreint skilyrði þess að teljast til þjóðvega samkvæmt 6.gr. reglugerðar nr. 774/2010 um héraðsvegi með síðari breytingum, sbr. 3. mgr. 8 gr. vegalaga.​

 • Breyting á gjald­skrá tónlist­ar­skóla og leik­skóla Vopna­fjarð­ar­hrepps 2020

  Lagt fram minnisblað með tillögum að breytingum á gjaldskrám Vopnafjarðarhrepps vegna ársins 2020 þar sem láðst hefur að tilgreina systkinaafslátt umfram eitt barn í gjaldskrám tónlistarskóla og leikskóla. Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi breytingatillögur:
  Gjaldskrá tónlistarskóla, bætt við textanum: „Systkinaafsláttur er 25% fyrir annað barn og 50% fyrir næstu börn."
  Gjaldskrá leikskólans, bætt við textanum: „Systkinaafsláttur er 25% fyrir annað barn og 50% fyrir næstu börn. Afsláttur er eingöngu veittur af vistunargjaldi." Samþykkt samhljóða.​

 • Viðaukar vegna fjár­hags­áætl­unar 2020

  ​Viðaukar 2-8 við fjárhagsáætlun 2020 lagðir fram. Viðaukar 2-8 hafa þau áhrif að rekstrarniðurstaða A hluta lækkar um 8,3 millj. kr. vegna aukins rekstrarkostnaðar og rekstrarniðurstaða B hluta lækkar um 2 millj. kr. vegna aukins rekstrarkostnaðar. Samtals lækkar rekstrarniðurstaða AB hluta því um 10,3 millj.kr. sem er fjármagnað með handbæru fé. Rekstrarniðurstaða A hluta fer úr 6,2 millj. kr. hagnaði í 2,1 millj. kr. tap. Rekstur AB hluta fer úr 31,9 millj. kr. hagnaði í 21,6 millj. kr. hagnað.
  Viðaukar 2-8 hafa þau sjóðsáhrif að handbært fé lækkar um 10,3 millj. kr. og nemur 58,5 millj. kr. í árslok. Samþykkt samhljóða.​

 • Stöðu­gildi í útibúi Lands­bankans

  ​Lagt fram bréf frá útibússtjóra Landbankans á Vopnafirði þar sem kemur fram að ekki er talin þörf á að fjölga stöðugildum umfram það sem nú er þó að þjónustustjóri Landsbankans hafi hætt í vor. Sveitarstjórn harmar þá ákvörðun Landsbankans að ætla ekki að ráða hér þjónustustjóra í stað þess sem lét af störfum fyrir aldurs sakir. Samþykkt samhljóða.​

 • Minn­is­blað um deilu Stapa lífeyr­is­sjóðs og Vopna­fjarð­ar­hepps

  Lagt fram minnisblað frá Magna lögmönnum með yfirferð á deilu Stapa lífeyrissjóðs og Vopnafjarðarhrepps vegna vangreiddra lífeyrissjóðsiðgjalda sveitarfélagsins á tímabilinu 2005 til október 2016. Sveitarstjórn mun ekki fara í dómsmál við Stapa vegna málsins þar sem talið er ólíklegt að málið muni skila miklum fjárhæðum og Samband íslenskra sveitarfélaga mun ekki styðja málið með neinum hætti. Sveitarstjórn telur nú að málinu sé lokið að fullu. Samþykkt samhljóða.

Skýrsla sveitarstjóra#skrsla-sveitarstjora

 • Skýrsla sveit­ar­stjóra

  Sveitarstjóri hefur setið hina ýmsu fundi síðustu vikur. Þar má nefna fund með fagráði um Kaupvangsverkefnið, aðalfund Brunavarna Austurlands, samráðsfund með sveitarstjórn Langanesbyggðar vegna Finnafjarðar, fjármálaráðstefnu sveitarfélaga og haustþing SSA, hvoru tveggja rafrænt. Ný heimasíða var frumsýnd 22. september og nýjar merkingar í bænum í tengslum við það.  Einnig fengu öll hús lítinn glaðning frá sveitarfélaginu, fjölnota innkaupapoka með nýja byggðarmerkinu, til að kynna nýja byggðarmerkið. Nú hefur rafrænt fundakerfi verið tekið í notkun fyrir sveitarfélagið og verið er að leggja lokahönd á innleiðingu á nýju málakerfi. Unnið er að útfærslu á því hvernig fylgigögn funda verða birt í nýja kerfinu á á nýja vefnum. Fyrri úttekt jafnlaunavottunar var 10. september og gekk mjög vel. Unnið er að úrbótum, gagnaöflun vegna launagreiningar og næstu skrefum fyrir lokaúttekt í nóvember. Ráðstefnur og aðalfundir haustsins eru að flestu leyti rafrænir í ár vegna Covid-19. Verið er að undirbúa gögn fyrir söguritun Vopnafjarðarkaupstaðar og er forvinna gagna unnin í samstarfi við Héraðsskjalasafn Austfirðinga. Vinna vegna fjárhagsáætlunar 2021 er í fullum gangi og verða vinnufundir í sveitarstjórn í byrjun nóvember. Fyrri umræða verður síðan 19. nóvember og seinni umræða 10. desember. Umsóknarfrestur vegna leiguíbúða á Skálanesgötu var 1.október síðastliðinn og voru 11 umsóknir. Félagsþjónustan er að vinna í úthlutunum og ættu þær að liggja fyrir í lok mánaðar. Mikið er að gerast í skipulagsmálum, vinnslutillögur eru að verða tilbúnar vegna Ytri-Hlíðar og deiliskipulags hafnar vegna niðurrifs. Breyting á aðalskipulagi vegna Þverárvirkjunar og strengs yfir Hellisheiði bíður samþykkis hjá Skipulagsstofnun. Þegar samþykkið liggur fyrir þá verður lýsingin auglýst í sex vikur.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl.15:03.