Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 43

Kjörtímabilið 2018—2022

15. október 2020

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • 158.fundur Heil­brigð­is­nefndar Aust­ur­lands

  ​Lagt fram til kynn­ingar.

 • 888.fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga

  ​Lagt fram til kynn­ingar.

 • Mark­aðsráð 1.10

  ​Lögð fram til kynn­ingar fund­ar­gerð mark­aðs­ráðs og minn­is­blað með fund­ar­gerð mark­aðs­ráðs­fundar.

 • Hreppsráð 1.10

  ​Lagt fram til kynn­ingar.

 • Hafn­ar­nefnd 7.10

  ​Lagt fram til kynn­ingar. Sveit­ar­stjórn samþykkir að vísa tilboði frá VISTA í búnað vegna hafn­ar­veðurs og sjáv­ar­hæð­ar­mæl­ingar til fjár­hags­áætl­un­ar­gerðar 2021 og felur sveit­ar­stjóra að fá uppfært tilboð. Sveit­ar­stjórn tekur jafn­framt undir ánægju hafn­ar­nefndar með að verið sé að vinna í örygg­is­málum hafn­ar­innar og þakkar hafn­ar­verði fyrir grein­ar­góða skýrslu. Samþykkt samhljóða.​

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Forsendur fjár­hags­áætlana 2021-2024

  ​Lagt fram til kynn­ingar.

 • Úrsögn úr fræðslu­nefnd

  Kristjana Louise Frið­bjarn­ar­dóttir segir sig úr fræðslu­nefnd. Sveit­ar­stjórn þakkar henni fyrir góð störf í fræðslu­nefnd og tilnefnir Freyju Sif Wiium Bárð­ar­dóttur sem aðal­mann í hennar stað og mun sveit­ar­stjórn finna nýjan vara­mann í stað Freyju.  Samþykkt samhljóða.​

 • Tilkynning um niður­fell­ingu Vatns­dals­gerð­isvegar

  ​Lögð fram til kynn­ingar tilkynning um fyrir­hugaða niður­fell­ingu Vatns­dals­gerð­isvegar frá Vega­gerð­inni þar sem engin föst búseta liggur fyrir hendi og uppfyllir vegurinn því ekki tilgreint skil­yrði þess að teljast til þjóð­vega samkvæmt 6.gr. reglu­gerðar nr. 774/2010 um héraðs­vegi með síðari breyt­ingum, sbr. 3. mgr. 8 gr. vegalaga.​

 • Breyting á gjald­skrá tónlist­ar­skóla og leik­skóla Vopna­fjarð­ar­hrepps 2020
 • Viðaukar vegna fjár­hags­áætl­unar 2020

  ​Viðaukar 2-8 við fjár­hags­áætlun 2020 lagðir fram. Viðaukar 2-8 hafa þau áhrif að rekstr­arnið­ur­staða A hluta lækkar um 8,3 millj. kr. vegna aukins rekstr­ar­kostn­aðar og rekstr­arnið­ur­staða B hluta lækkar um 2 millj. kr. vegna aukins rekstr­ar­kostn­aðar. Samtals lækkar rekstr­arnið­ur­staða AB hluta því um 10,3 millj.kr. sem er fjár­magnað með hand­bæru fé. Rekstr­arnið­ur­staða A hluta fer úr 6,2 millj. kr. hagnaði í 2,1 millj. kr. tap. Rekstur AB hluta fer úr 31,9 millj. kr. hagnaði í 21,6 millj. kr. hagnað.
  Viðaukar 2-8 hafa þau sjóðs­áhrif að hand­bært fé lækkar um 10,3 millj. kr. og nemur 58,5 millj. kr. í árslok. Samþykkt samhljóða.​

 • Stöðu­gildi í útibúi Lands­bankans

  ​Lagt fram bréf frá útibús­stjóra Land­bankans á Vopna­firði þar sem kemur fram að ekki er talin þörf á að fjölga stöðu­gildum umfram það sem nú er þó að þjón­ust­u­stjóri Lands­bankans hafi hætt í vor. Sveit­ar­stjórn harmar þá ákvörðun Lands­bankans að ætla ekki að ráða hér þjón­ust­u­stjóra í stað þess sem lét af störfum fyrir aldurs sakir. Samþykkt samhljóða.​

 • Minn­is­blað um deilu Stapa lífeyr­is­sjóðs og Vopna­fjarð­ar­hepps

  ​Lagt fram minn­is­blað frá Magna lögmönnum með yfir­ferð á deilu Stapa lífeyr­is­sjóðs og Vopna­fjarð­ar­hrepps vegna vangreiddra lífeyr­is­sjóðsið­gjalda sveit­ar­fé­lagsins á tíma­bilinu 2005 til október 2016. Sveit­ar­stjórn mun ekki fara í dómsmál við Stapa vegna málsins þar sem talið er ólík­legt að málið muni skila miklum fjár­hæðum og Samband íslenskra sveit­ar­fé­laga mun ekki styðja málið með neinum hætti. Sveit­ar­stjórn telur nú að málinu sé lokið að fullu. Samþykkt samhljóða.​

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl.15:03.