Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 42

Kjörtímabilið 2018—2022

17. september 2020

Félagsheimilið Mikligarður kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Í upphafi fundar var leitað afbrigða með því að bæta inn fundargerð hreppsráðs þann 3.september sem láðist að senda út með fundargögnum undir „Fundargerðir“.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • 157.fundur Heil­brigð­is­nefndar Aust­ur­lands

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

 • 886.fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga

  ​Lagt fram til kynn­ingar. ​

 • Hafn­ar­nefnd 1.9.

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

 • Hreppsráð 3.9.

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

 • Skipu­lags og umhverf­is­nefnd 14.9.

  ​ii. Breyting á aðal­skipu­lagi, Ytri-Hlíð – skipu­lags­lýsingSveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps stað­festir niður­stöðu skipu­lags- og umhverf­is­nefndar og samþykkir að láta vinna vinnslu­til­lögu vegna breyt­ing­ar­innar. Samþykkt með sex atkvæðum. Bjartur Aðal­björnsson situr hjá.​ii. Breyting á deili­skipu­lagi á miðhluta hafn­ar­svæðis, skipu­lags­lýsingLögð fram breyting á deili­skipu­lagi á miðhluta hafn­ar­svæðis vegna niðurrifs á Hafn­ar­byggð 16. 
  Minni­hlutinn bókar: Eins og allir í sveit­ar­stjórn eiga að vera upplýstir um er þessi bygging menn­ing­ar­varða eftir horfinn lista­mann. Þó lista­mað­urinn sé okkur horfinn standa verk hans eftir. Það er ástæða fyrir því að þetta kallast bygg­ingalist – þetta er list. Ákvörðun um að rífa niður verk eftir lista­mann þarf að vera afskap­lega vel ígrunduð, rökstudd og allar hliðar málsins skoð­aðar. Það hefur ekki verið gert í þessu tilfelli. Sveit­ar­stjórn­ar­menn eru full­trúar íbúa og þurfa að sýna skoð­unum og áliti fagaðila virð­ingu og skilning. Í umsögn Minja­stofn­unnar segir:  „Minja­stofnun telur að ekki hafi komið fram nægi­lega haldgóð rök sem rétt­læti að gengið verði gegn niður­stöðu húsa­könn­unnar um varð­veislu­gildi Hafn­ar­byggðar 16 með afnámi hverf­is­vernd­ar­á­kvæðis í gild­andi deili­skipu­lagi. Minja­stofnun hvetur til þess að fundnar verði aðrar leiðir til að tryggja örugga aðkomu starfs­fólks Brims hf. að vinnu­stað sínum svo komast megi hjá því að rífa húsið að Hafn­ar­byggð 16. Húsið hefur mikið gildi sem höfund­ar­verk Sigvalda Thor­d­arson arki­tekts í hans heima­byggð og fyrir atvinnu­sögu Vopna­fjarðar. Húsið gæti orðið lyfti­stöng fyrir bæjar­fé­lagið, ef það yrði gert upp og því fundið nýtt hlut­verk." Ætti þessi umsögn ekki að hreyfa aðeins við skoð­unum sveit­ar­stjórn­ar­full­trúa á málinu? Umsögnin kemur frá Minja­stofnun Íslands sem hefur yfir­um­sjón með verndun forn­leifa- og bygg­ing­ar­arfs á Íslandi. Kannski væri rétt að taka þeirra orð til umhugs­unar. Sveit­ar­stjórn­ar­menn eru leið­togar sveit­ar­fé­lags­insog  eiga að huga að öllum öngum mann­lífsins. Það er mikil­vægt að horfa ekki aðeins á málið út frá þörfum útgerð­ar­innar heldur einnig út frá menn­ingar- og list­a­lífi Vopn­fjarðar. Sigvaldi Thor­d­arson er einn merk­asti arki­tekt Íslands­sög­unnar og heima­menn eru svo heppnir með það að hann var Vopn­firð­ingur. En nú skal eitt verk hans fjar­lægt af því það er fyrir. Aðrar lausnir hafa lítið verið skoð­aðar; t.d. í samvinnu við Brim. Fyrir­tækið hefur áður sýnt það að vilji er til samstarfs við verndun menn­ing­ar­minja og upphafn­ingu lista. Minni­hlutinn skorar á meiri­hlutann að samþykkja þetta mál ekki strax, geyma þessa ákvörðun og kanna aðrar leiðir. Þetta er stór ávörðun og því ástæða fyrir meiri­hlutann að hugsa þetta ögn lengur því að niðurrifið verður aldrei tekið til baka.  Sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps stað­festir niður­stöðu skipu­lags- og umhverf­is­nefndar og samþykkir að láta vinna vinnslu­til­lögu vegna breyt­ing­ar­innar. Samþykkt með fimm atkvæðum meiri­hlutans. Minni­hlutinn greiðir atkvæði á móti.  Minni­hlutinn bókar: Full­trúar Samfylk­ing­ar­innar harma enn og aftur vilja meiri­hlutans til niðurrifs. Með niðurrifi er gengið á menn­ing­ararf Vopna­fjarðar og er ákvörð­unin til merkis um skort á fram­tíð­arsýn.iii. Breyting á aðal­skipu­lagi vegna streng­leiðar á Hell­is­heiði og Þver­ár­virkj­unar, tillaga á vinnslu­stigiSveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps stað­festir niður­stöðu skipu­lags- og umhverf­is­nefndar og samþykkir að láta vinna endan­lega tillögu vegna breyt­ing­ar­innar að teknu tilliti til umsagna og auglýsa tillöguna. Samþykkt með sex atkvæðum. Bjartur Aðal­björnsson situr hjá.
  iv. Deili­skipulag Þver­ár­virkj­unar – tillaga á vinnslu­stigi
  Sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps stað­festir niður­stöðu skipu­lags- og umhverf­is­nefndar og samþykkir að auglýsa tillögu að nýju deili­skipu­lagi fyrir Þver­ár­virkjun. Samþykkt með sex atkvæðum. Bjartur Aðal­björnsson greiðir atkvæði á móti.v. Endur­skoðun aðal­skipu­lags – umsögn Skipu­lags­stofn­unar og uppfærð tíma­línaLögð fram til kynn­ingar umsögn Skipu­lags­stofn­unar varð­andi endur­skoðun aðal­skipu­lags og uppfærð tíma­lína. Sveit­ar­stjórn samþykkir að vísa áætlun varð­andi endur­skoðun aðal­skipu­lags til gerðar fjár­hags­áætl­unar.  Samþykkt samhljóða.vi. Lækj­armót – beiðni um tíma­bundið planSveit­ar­stjórn samþykkir beiðni um tíma­bundið plan. Sveit­ar­stjóra falið að ganga frá samn­ingi við umsækj­anda. Samþykkt samhljóða.vii. Bust­ar­fell – beiðni um lóðar­mörkSveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps stað­festir niður­stöðu skipu­lags- og umhverf­is­nefndar og samþykkir fyrir sitt leyti stofnun þriggja nýrra land­eigna að Bust­ar­felli. Samþykkt samhljóða.​

 • Staða tækni­legra innviða sveit­ar­fé­laga

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Opnun­ar­tími skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps

  ​Lagt fram minn­is­blað um opnun­ar­tíma skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps þar sem lagt er til að minnka opnun­ar­tímann um klukku­tíma á dag til að vera í samræmi við önnur sveit­ar­félög af okkar stærð­ar­gráðu. Takmarka þannig innhring­ingar og heim­sóknir á skrif­stofuna við opnun­ar­tímann frá 10-14 og minnka þannig áreiti fyrir starfs­fólk skrif­stof­unnar svo þeir geti sinnt störfum sínum sem mörg hver krefjast einbeit­ingar og næðis. Samþykkt með fimm atkvæðum meiri­hlutans. Minni­hlutinn greiðir atkvæði á móti.​

 • Fram­lenging á yfir­drátt­ar­heimild – reikn­ingur 180

  ​Sveit­ar­stjóri fór yfir ástæðu erind­isins. Samþykkt samhljóða.​

 • Úthlutun byggða­kvóta til byggð­ar­laga og sérreglur sveit­ar­fé­laga um úthlutun byggða­kvóta

  ​Lagt fram til kynn­ingar erindi frá Skrif­stofu sjáv­ar­út­vegs og fisk­eldis hjá Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytinu um úthlutun byggða­kvóta til byggð­ar­laga og sérreglur sveit­ar­fé­laga um úthlutun byggða­kvóta á árinu 2020/2021. ​

 • Leigu­verð nýju íbúða

  ​Lagt fram minn­is­blað um leigu­verð íbúða við Skála­nes­götu 8b til 8g og samþykkt að hafa leigu­verð per fermeter 1600 kr. Samþykkt með fimm atkvæðum meiri­hlutans. Minni­hlutinn situr hjá.​

 • Vopna­fjarð­ar­völlur

  ​Bjartur Aðal­björnsson greindi frá ástandi Vopna­fjarð­ar­vallar og mögu­legri viðhalds­þörf. Minni­hlutinn lagði fram eftir­far­andi tillögu: Sveit­ar­stjóra falið að skoða verð á nýju grasi eða gervi­grasi á Vopna­fjarð­ar­völl og skila niður­stöðum til sveit­ar­stjórnar fyrir fjár­hags­áætl­un­ar­gerð. Samþykkt samhljóða.​

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

 • Bréf frá foreldra­ráði leik­skólans Brekku­bæjar – fram­kvæmdir við leik­skólalóð

  ​Tekið fyrir bréf frá foreldra­ráði Brekku­bæjar um viðhald á leik­skóla­lóð­inni. Sveit­ar­stjóri hitti formann fræðslu­nefndar, leik­skóla­stjóra og forstöðu­mann áhalda­húss þann 23.júní síðast­liðinn vegna viðhalds á leik­skólalóð og var þá gerð fram­kvæmda­áætlun og eru öll verk­efnin sem eru listuð upp í bréfinu í góðum farvegi. Enn fremur var leik­skóla­stjóra falið að gera fram­kvæmda­áætlun fyrir næsta ár sem færi þá inn á fjár­hags­áætlun. Sveit­ar­stjórn þakkar fyrir bréfið og áréttar að þetta er allt í vinnslu. Samþykkt samhljóða.​

4. Skýrsla sveitarstjóra#4-skrsla-sveitarstjora

 • Skýrsla sveit­ar­stjóra

  ​Sveit­ar­stjóri hefur setið hina ýmsu fundi síðustu vikur. Þar má nefna fund um sorpmál með Langa­nes­byggð og Sval­barðs­hreppi, fund með stjórn Brim ásamt oddvita, fund með sveit­ar­stjóra og oddvita Langa­nes­byggðar á Bakka­firði um Finna­fjörð ásamt oddvita Vopna­fjarð­ar­hrepps og heim­sókn frá HMS á Vopna­fjörð þar sem farið var yfir húsnæð­is­málin, húsnæð­isáætlun og nýju húsin skoðuð. Einnig kom RÚV á Aust­ur­landi í heim­sókn og tók viðtal við sveit­ar­stjóra vegna nýbygg­ing­anna á Skála­nes­götu.Sveit­ar­stjórinn heim­sótti Sundabúð á tíma­bilinu og fékk góða yfirsýn yfir starf­semina þar. Verið er að taka eina íbúð í Sundabúð 3 í gegn og verður í fram­haldinu gerð áætlun um að gera þær upp eina af annarri þegar þær standa lausar. Ný heima­síða verður frum­sýnd í sept­ember og nýjar merk­ingar í bænum í tengslum við það.  Einnig verður rafrænt skjala­kerfi tekið í notkun og funda- og mála­kerfi fyrir sveit­ar­fé­lagið. Fyrri úttekt jafn­launa­vott­unar var 10. sept­ember og gekk mjög vel. Unnið verður að úrbótum og næstu skrefum fyrir loka­út­tekt í nóvember. Gróð­ur­settar voru 500 plöntur á íþrótta­svæði og var sú vinna unnin í sjálf­boða­vinnu af Einherja. Fris­bí­golf­völlur verður settur niður í sept­ember og unnið er að fram­kvæmdum á leik­skólalóð. Búið er að semja við hótel Tanga um skóla­mál­tíðir fyrir skóla og leik­skóla til áramóta. Búið er að fresta flestum ráðstefnum haustsins eða gera þær rafrænar, þó verður haust­þing SSA í Fjarða­byggð í október.  Yrki arki­tektar verða með kynn­ingu á vernd­ar­svæði í byggð í miðbæ þétt­býl­isins 25.sept­ember fyrir sveit­ar­stjórn og skipu­lags- og umhverf­is­nefnd. Skrif­stofan er búin að færa símkerfið yfir í Teams sem er liður í staf­rænni þróun sveit­ar­fé­lagsins og vinnufundir vegna fjár­hags­áætl­unar 2021 eru hafnir.


Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 15:51.