Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 42

Kjörtímabilið 2018—2022

17. september 2020

Félagsheimilið Mikligarður kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Í upphafi fundar var leitað afbrigða með því að bæta inn fundargerð hreppsráðs þann 3.september sem láðist að senda út með fundargögnum undir „Fundargerðir“.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • 157.fundur Heil­brigð­is­nefndar Aust­ur­lands

  ​Lagt fram til kynningar.​

 • 886.fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga

  ​Lagt fram til kynningar. ​

 • Hafn­ar­nefnd 1.9.

  ​Lagt fram til kynningar.​

 • Hreppsráð 3.9.

  ​Lagt fram til kynningar.​

 • Skipu­lags og umhverf­is­nefnd 14.9.

  ​ii. Breyting á aðalskipulagi, Ytri-Hlíð – skipulagslýsing

  Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps staðfestir niðurstöðu skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að láta vinna vinnslutillögu vegna breytingarinnar. Samþykkt með sex atkvæðum. Bjartur Aðalbjörnsson situr hjá.​

  ii. Breyting á deiliskipulagi á miðhluta hafnarsvæðis, skipulagslýsing

  Lögð fram breyting á deiliskipulagi á miðhluta hafnarsvæðis vegna niðurrifs á Hafnarbyggð 16. 

  Minnihlutinn bókar: Eins og allir í sveitarstjórn eiga að vera upplýstir um er þessi bygging menningarvarða eftir horfinn listamann. Þó listamaðurinn sé okkur horfinn standa verk hans eftir. Það er ástæða fyrir því að þetta kallast byggingalist – þetta er list. Ákvörðun um að rífa niður verk eftir listamann þarf að vera afskaplega vel ígrunduð, rökstudd og allar hliðar málsins skoðaðar. Það hefur ekki verið gert í þessu tilfelli.

   

  Sveitarstjórnarmenn eru fulltrúar íbúa og þurfa að sýna skoðunum og áliti fagaðila virðingu og skilning. Í umsögn Minjastofnunnar segir:

   

  „Minjastofnun telur að ekki hafi komið fram nægilega haldgóð rök sem réttlæti að gengið verði gegn niðurstöðu húsakönnunnar um varðveislugildi Hafnarbyggðar 16 með afnámi hverfisverndarákvæðis í gildandi deiliskipulagi. Minjastofnun hvetur til þess að fundnar verði aðrar leiðir til að tryggja örugga aðkomu starfsfólks Brims hf. að vinnustað sínum svo komast megi hjá því að rífa húsið að Hafnarbyggð 16. Húsið hefur mikið gildi sem höfundarverk Sigvalda Thordarson arkitekts í hans heimabyggð og fyrir atvinnusögu Vopnafjarðar. Húsið gæti orðið lyftistöng fyrir bæjarfélagið, ef það yrði gert upp og því fundið nýtt hlutverk."

   

  Ætti þessi umsögn ekki að hreyfa aðeins við skoðunum sveitarstjórnarfulltrúa á málinu? Umsögnin kemur frá Minjastofnun Íslands sem hefur yfirumsjón með verndun fornleifa- og byggingararfs á Íslandi. Kannski væri rétt að taka þeirra orð til umhugsunar.

   

  Sveitarstjórnarmenn eru leiðtogar sveitarfélagsinsog  eiga að huga að öllum öngum mannlífsins. Það er mikilvægt að horfa ekki aðeins á málið út frá þörfum útgerðarinnar heldur einnig út frá menningar- og listalífi Vopnfjarðar. Sigvaldi Thordarson er einn merkasti arkitekt Íslandssögunnar og heimamenn eru svo heppnir með það að hann var Vopnfirðingur. En nú skal eitt verk hans fjarlægt af því það er fyrir. Aðrar lausnir hafa lítið verið skoðaðar; t.d. í samvinnu við Brim. Fyrirtækið hefur áður sýnt það að vilji er til samstarfs við verndun menningarminja og upphafningu lista.

   

  Minnihlutinn skorar á meirihlutann að samþykkja þetta mál ekki strax, geyma þessa ákvörðun og kanna aðrar leiðir. Þetta er stór ávörðun og því ástæða fyrir meirihlutann að hugsa þetta ögn lengur því að niðurrifið verður aldrei tekið til baka.

   

  Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps staðfestir niðurstöðu skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að láta vinna vinnslutillögu vegna breytingarinnar. Samþykkt með fimm atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn greiðir atkvæði á móti.

   

  Minnihlutinn bókar: Fulltrúar Samfylkingarinnar harma enn og aftur vilja meirihlutans til niðurrifs. Með niðurrifi er gengið á menningararf Vopnafjarðar og er ákvörðunin til merkis um skort á framtíðarsýn.

  iii. Breyting á aðalskipulagi vegna strengleiðar á Hellisheiði og Þverárvirkjunar, tillaga á vinnslustigi

  Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps staðfestir niðurstöðu skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að láta vinna endanlega tillögu vegna breytingarinnar að teknu tilliti til umsagna og auglýsa tillöguna. Samþykkt með sex atkvæðum. Bjartur Aðalbjörnsson situr hjá.
  iv. Deiliskipulag Þverárvirkjunar – tillaga á vinnslustigi

  Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps staðfestir niðurstöðu skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Þverárvirkjun. Samþykkt með sex atkvæðum. Bjartur Aðalbjörnsson greiðir atkvæði á móti.

  v. Endurskoðun aðalskipulags – umsögn Skipulagsstofnunar og uppfærð tímalína

  Lögð fram til kynningar umsögn Skipulagsstofnunar varðandi endurskoðun aðalskipulags og uppfærð tímalína. Sveitarstjórn samþykkir að vísa áætlun varðandi endurskoðun aðalskipulags til gerðar fjárhagsáætlunar.  Samþykkt samhljóða.

  vi. Lækjarmót – beiðni um tímabundið plan

  Sveitarstjórn samþykkir beiðni um tímabundið plan. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við umsækjanda. Samþykkt samhljóða.

  vii. Bustarfell – beiðni um lóðarmörk

  Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps staðfestir niðurstöðu skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir fyrir sitt leyti stofnun þriggja nýrra landeigna að Bustarfelli. Samþykkt samhljóða.​


 • Staða tækni­legra innviða sveit­ar­fé­laga

  ​Lagt fram til kynningar.​

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Opnun­ar­tími skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps

  ​Lagt fram minnisblað um opnunartíma skrifstofu Vopnafjarðarhrepps þar sem lagt er til að minnka opnunartímann um klukkutíma á dag til að vera í samræmi við önnur sveitarfélög af okkar stærðargráðu. Takmarka þannig innhringingar og heimsóknir á skrifstofuna við opnunartímann frá 10-14 og minnka þannig áreiti fyrir starfsfólk skrifstofunnar svo þeir geti sinnt störfum sínum sem mörg hver krefjast einbeitingar og næðis. Samþykkt með fimm atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn greiðir atkvæði á móti.​

 • Fram­lenging á yfir­drátt­ar­heimild – reikn­ingur 180

  ​Sveitarstjóri fór yfir ástæðu erindisins. Samþykkt samhljóða.​

 • Úthlutun byggða­kvóta til byggð­ar­laga og sérreglur sveit­ar­fé­laga um úthlutun byggða­kvóta

  ​Lagt fram til kynningar erindi frá Skrifstofu sjávarútvegs og fiskeldis hjá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta á árinu 2020/2021. ​

 • Leigu­verð nýju íbúða

  ​Lagt fram minnisblað um leiguverð íbúða við Skálanesgötu 8b til 8g og samþykkt að hafa leiguverð per fermeter 1600 kr. Samþykkt með fimm atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn situr hjá.​

 • Vopna­fjarð­ar­völlur

  ​Bjartur Aðalbjörnsson greindi frá ástandi Vopnafjarðarvallar og mögulegri viðhaldsþörf. Minnihlutinn lagði fram eftirfarandi tillögu: Sveitarstjóra falið að skoða verð á nýju grasi eða gervigrasi á Vopnafjarðarvöll og skila niðurstöðum til sveitarstjórnar fyrir fjárhagsáætlunargerð. Samþykkt samhljóða.​

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

 • Bréf frá foreldra­ráði leik­skólans Brekku­bæjar – fram­kvæmdir við leik­skólalóð

  ​Tekið fyrir bréf frá foreldraráði Brekkubæjar um viðhald á leikskólalóðinni. Sveitarstjóri hitti formann fræðslunefndar, leikskólastjóra og forstöðumann áhaldahúss þann 23.júní síðastliðinn vegna viðhalds á leikskólalóð og var þá gerð framkvæmdaáætlun og eru öll verkefnin sem eru listuð upp í bréfinu í góðum farvegi. Enn fremur var leikskólastjóra falið að gera framkvæmdaáætlun fyrir næsta ár sem færi þá inn á fjárhagsáætlun. Sveitarstjórn þakkar fyrir bréfið og áréttar að þetta er allt í vinnslu. Samþykkt samhljóða.​

4. Skýrsla sveitarstjóra#4-skrsla-sveitarstjora

 • Skýrsla sveit­ar­stjóra

  ​Sveitarstjóri hefur setið hina ýmsu fundi síðustu vikur. Þar má nefna fund um sorpmál með Langanesbyggð og Svalbarðshreppi, fund með stjórn Brim ásamt oddvita, fund með sveitarstjóra og oddvita Langanesbyggðar á Bakkafirði um Finnafjörð ásamt oddvita Vopnafjarðarhrepps og heimsókn frá HMS á Vopnafjörð þar sem farið var yfir húsnæðismálin, húsnæðisáætlun og nýju húsin skoðuð. Einnig kom RÚV á Austurlandi í heimsókn og tók viðtal við sveitarstjóra vegna nýbygginganna á Skálanesgötu.

  Sveitarstjórinn heimsótti Sundabúð á tímabilinu og fékk góða yfirsýn yfir starfsemina þar. Verið er að taka eina íbúð í Sundabúð 3 í gegn og verður í framhaldinu gerð áætlun um að gera þær upp eina af annarri þegar þær standa lausar. Ný heimasíða verður frumsýnd í september og nýjar merkingar í bænum í tengslum við það.  Einnig verður rafrænt skjalakerfi tekið í notkun og funda- og málakerfi fyrir sveitarfélagið. Fyrri úttekt jafnlaunavottunar var 10. september og gekk mjög vel. Unnið verður að úrbótum og næstu skrefum fyrir lokaúttekt í nóvember. Gróðursettar voru 500 plöntur á íþróttasvæði og var sú vinna unnin í sjálfboðavinnu af Einherja. Frisbígolfvöllur verður settur niður í september og unnið er að framkvæmdum á leikskólalóð. Búið er að semja við hótel Tanga um skólamáltíðir fyrir skóla og leikskóla til áramóta. Búið er að fresta flestum ráðstefnum haustsins eða gera þær rafrænar, þó verður haustþing SSA í Fjarðabyggð í október.  Yrki arkitektar verða með kynningu á verndarsvæði í byggð í miðbæ þéttbýlisins 25.september fyrir sveitarstjórn og skipulags- og umhverfisnefnd. Skrifstofan er búin að færa símkerfið yfir í Teams sem er liður í stafrænni þróun sveitarfélagsins og vinnufundir vegna fjárhagsáætlunar 2021 eru hafnir.Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 15:51.