Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 41

Kjörtímabilið 2018—2022

20. ágúst 2020

Félagsheimilið Mikligarður kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • Rann­sókn­ar­setur vatna­vist­kerfa

  Hermann Bárð­arson, verk­efna­stjóri yfir samstarfs­verk­efni sveit­ar­fé­lagsins, Fram­fara og ferða­mála­fé­lagsins og veiði­fé­lag­anna á Vopna­firði, ,,Rann­sókn­ar­setur vatna­vist­kerfa", kynnti verk­efnið fyrir sveit­ar­stjórn og svaraði spurn­ingum hennar.

 • Ársskýrlsa HAUST 2019

  Lagt fram til kynn­ingar.

 • Umsögn um umsókn v/gistinar á Ásbrands­stöðum Vopna­firði í fl. II

  Fyrir liggur umsagn­ar­beiðni frá Sýslu­mann­inum á Aust­ur­landi vegna umsóknar um rekstr­ar­leyfi fyrir sölu gist­ingar í flokki II, frá Ferða­þjón­ust­unni Ásbrands­stöðum. Umsækj­andi og forsvars­maður er Haraldur Jónsson.
  Fyrir liggur jákvæð umsögn bygg­ing­ar­full­trúa og Heil­brigðis­eft­ir­lits Aust­ur­lands.
  Eftir­far­andi tillaga lögð fram: Með vísan til 4. mgr. 10.gr. laga nr. 85/2007 um veit­inga­staði, gisti­staði og skemmt­ana­hald, veitir sveit­ar­stjórn jákvæða umsögn og stað­festir jafn­framt að stað­setning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveit­ar­fé­lagsins segir til um.
  Sveit­ar­stjórn bendir á að eldvarn­ar­eft­ir­litð og vinnu­eft­ir­litið skila sínum umsögnum beint til sýslu­manns. Samþykkt samhljóða.

 • Leiga á ljós­leiðara í dreif­býli

  Lagt fram til kynn­ingar tilboð Mílu í ljós­leið­ara­kerfið í dreif­býli Vopna­fjarðar. Sveit­ar­stjóra falið að kanna með fjár­mála­stjóra kostnað og tekjur við ljós­leið­ara­kerfið í dag og áréttar að á sama tíma og fjar­skipta­fé­lögin leggi tvo ljós­leiðara til notenda á suðvest­ur­horninu þá sitji þétt­býlin úti á landi eftir, þar á meðal Vopna­fjörður, þar sem fjar­skipta­fé­lögin treysti sér ekki til að ljós­leið­ara­væða þau á eigin kostnað. Sveit­ar­stjóra falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Fund­ar­gerð hrepps­ráðs 2.7.2020.

  Lögð fram til kynn­ingar.

 • Fund­ar­gerð hrepps­ráðs 15.7.2020

  Lögð fram til kynn­ingar.

 • Fund­ar­gerð hafn­ar­nefndar 18.8.2020

  i. Skýrsla hafn­ar­varðar.
  Sveit­ar­stjóra falið að kynna sér hvernig úttekt­ar­málum er háttað sem og skyldur sveit­ar­fé­lagsins varð­andi lyftara á höfn­inni og hvernig þeim málum er háttað annars­staðar. Samþykkt samhljóða.
  ii. Lönd­un­ar­krani - uppsetning á nýjum krana.
  Sveit­ar­stjóra falið að kanna málið frekar. Samþykkt samhljóða.

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

 • Bréf frá Birni Hreins­syni - örygg­ismál á höfn­inni

  Sveit­ar­stjórn þakkar fyrir þessa góðu ábend­ingu frá Birni Hreins­syni og þakkar fyrir að ekki fór verr. Umrædd örygg­ismál eru öll komin í ferli og verður unnið að úrbótum á þeim hið snar­asta. Samþykkt samhljóða.

 • Bréf frá Holl­vina­sam­tökum Sunda­búðar

  Sveit­ar­stjórn þakkar fyrir bréfið og tekur þessar ábend­ingar til skoð­unar og felur sveit­ar­stjóra að koma viðgerð á dyrasímum og fleiru sem er ábóta­vant í leigu­íbúðum aldr­aðra í réttan farveg. Samþykkt samhljóða.

4. Skýrsla sveitarstjóra#4-skrsla-sveitarstjora

 • Skýrsla sveit­ar­stjóra

  Sveit­ar­stjóri hefur setið hina ýmsu fundi og fengið góðar heim­sóknir frá sein­asta sveit­ar­stjórn­ar­fundi. Þar má nefna heim­sókn frá Líneik og Þórunni þing­mönnum Norð­aust­ur­kjör­dæmis. Einnig var fundur í tengslum við Vopna­fjarð­ar­útibú með skóla­stjóra Lauga­skóla og starfs­manni útibúsins og verður einn nemandi í útibúinu í vetur.
  Vall­ar­húsið var vígt á Vopna­fjarð­ar­dögum í sumar.
  Strand­bla­kvöll­urinn er kominn upp og búið að stika fyrir fris­bí­golf­vell­inum.
  Ný heima­síða verður frum­sýnd 8. sept­ember og nýjar merk­ingar í bænum í tengslum við það.
  Signý Björk Kristjáns­dóttir hóf störf á skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps 4.ágúst s.l.
  Fyrri úttekt jafn­launa­vott­unar er 10.sept­ember og vinna við það í fullum gangi.
  Stefnu­mótun í urðun­ar­málum Vopna­fjarð­ar­hrepps og Langa­nes­byggðar og Sval­barðs­hrepps til skoð­unar með mögu­legri aðkomu ríkisins.
  Nýbygging á Skála­nes­götu gengur vel og er Stefán Guðnason verk­efn­is­stjóri.
  Vopna­fjarð­ar­hreppur fékk eina milljón króna í styrk ír Fjalla­vega­sjóði frá Vega­gerð­inni.
  Íbúðir hreppsins á Kolbeins­götu 55 eru að fara á sölu.
  Verið er að kanna skóla­akstur leik­skóla­barna sem og búa til reglur um skóla­akstur.
  Opið hús verður 24.ágúst á skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps vegna aðal­skipu­lags­breyt­ingar á Ytri Hlíð og einnig vegna breyt­ingar á deili­skipu­lagi hafn­ar­svæðis vegna niðurrifs Hafn­ar­byggðar 16.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 16:23.