Sveitarstjórn
Fundur nr. 41
Kjörtímabilið 2018—2022
20. ágúst 2020
Félagsheimilið Mikligarður kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Mætt til fundar
- Rannsóknarsetur vatnavistkerfa
Hermann Bárðarson, verkefnastjóri yfir samstarfsverkefni sveitarfélagsins, Framfara og ferðamálafélagsins og veiðifélaganna á Vopnafirði, ,,Rannsóknarsetur vatnavistkerfa", kynnti verkefnið fyrir sveitarstjórn og svaraði spurningum hennar.
- Ársskýrlsa HAUST 2019
Lagt fram til kynningar.
- Umsögn um umsókn v/gistinar á Ásbrandsstöðum Vopnafirði í fl. II
Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II, frá Ferðaþjónustunni Ásbrandsstöðum. Umsækjandi og forsvarsmaður er Haraldur Jónsson.
Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirlits Austurlands.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Með vísan til 4. mgr. 10.gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir sveitarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Sveitarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitð og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns. Samþykkt samhljóða.
- Leiga á ljósleiðara í dreifbýli
Lagt fram til kynningar tilboð Mílu í ljósleiðarakerfið í dreifbýli Vopnafjarðar. Sveitarstjóra falið að kanna með fjármálastjóra kostnað og tekjur við ljósleiðarakerfið í dag og áréttar að á sama tíma og fjarskiptafélögin leggi tvo ljósleiðara til notenda á suðvesturhorninu þá sitji þéttbýlin úti á landi eftir, þar á meðal Vopnafjörður, þar sem fjarskiptafélögin treysti sér ekki til að ljósleiðaravæða þau á eigin kostnað. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.
- Bréf frá Birni Hreinssyni - öryggismál á höfninni
Sveitarstjórn þakkar fyrir þessa góðu ábendingu frá Birni Hreinssyni og þakkar fyrir að ekki fór verr. Umrædd öryggismál eru öll komin í ferli og verður unnið að úrbótum á þeim hið snarasta. Samþykkt samhljóða.
- Bréf frá Hollvinasamtökum Sundabúðar
Sveitarstjórn þakkar fyrir bréfið og tekur þessar ábendingar til skoðunar og felur sveitarstjóra að koma viðgerð á dyrasímum og fleiru sem er ábótavant í leiguíbúðum aldraðra í réttan farveg. Samþykkt samhljóða.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 16:23.