Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 41

Kjörtímabilið 2018—2022

20. ágúst 2020

Félagsheimilið Mikligarður kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • Rann­sókn­ar­setur vatna­vist­kerfa
  Hermann Bárðarson, verkefnastjóri yfir samstarfsverkefni sveitarfélagsins, Framfara og ferðamálafélagsins og veiðifélaganna á Vopnafirði, ,,Rannsóknarsetur vatnavistkerfa", kynnti verkefnið fyrir sveitarstjórn og svaraði spurningum hennar.
 • Ársskýrlsa HAUST 2019
  Lagt fram til kynningar.
 • Umsögn um umsókn v/gistinar á Ásbrands­stöðum Vopna­firði í fl. II
  Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II, frá Ferðaþjónustunni Ásbrandsstöðum. Umsækjandi og forsvarsmaður er Haraldur Jónsson.
  Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirlits Austurlands.
  Eftirfarandi tillaga lögð fram: Með vísan til 4. mgr. 10.gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir sveitarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
  Sveitarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitð og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns. Samþykkt samhljóða.
 • Leiga á ljós­leiðara í dreif­býli
  Lagt fram til kynningar tilboð Mílu í ljósleiðarakerfið í dreifbýli Vopnafjarðar. Sveitarstjóra falið að kanna með fjármálastjóra kostnað og tekjur við ljósleiðarakerfið í dag og áréttar að á sama tíma og fjarskiptafélögin leggi tvo ljósleiðara til notenda á suðvesturhorninu þá sitji þéttbýlin úti á landi eftir, þar á meðal Vopnafjörður, þar sem fjarskiptafélögin treysti sér ekki til að ljósleiðaravæða þau á eigin kostnað. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Fund­ar­gerð hrepps­ráðs 2.7.2020.
  Lögð fram til kynningar.
 • Fund­ar­gerð hrepps­ráðs 15.7.2020
  Lögð fram til kynningar.
 • Fund­ar­gerð hafn­ar­nefndar 18.8.2020
  i. Skýrsla hafnarvarðar.
  Sveitarstjóra falið að kynna sér hvernig úttektarmálum er háttað sem og skyldur sveitarfélagsins varðandi lyftara á höfninni og hvernig þeim málum er háttað annarsstaðar. Samþykkt samhljóða.
  ii. Löndunarkrani - uppsetning á nýjum krana.
  Sveitarstjóra falið að kanna málið frekar. Samþykkt samhljóða.

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

 • Bréf frá Birni Hreins­syni - örygg­ismál á höfn­inni
  Sveitarstjórn þakkar fyrir þessa góðu ábendingu frá Birni Hreinssyni og þakkar fyrir að ekki fór verr. Umrædd öryggismál eru öll komin í ferli og verður unnið að úrbótum á þeim hið snarasta. Samþykkt samhljóða.
 • Bréf frá Holl­vina­sam­tökum Sunda­búðar
  Sveitarstjórn þakkar fyrir bréfið og tekur þessar ábendingar til skoðunar og felur sveitarstjóra að koma viðgerð á dyrasímum og fleiru sem er ábótavant í leiguíbúðum aldraðra í réttan farveg. Samþykkt samhljóða.

4. Skýrsla sveitarstjóra#4-skrsla-sveitarstjora

 • Skýrsla sveit­ar­stjóra
  Sveitarstjóri hefur setið hina ýmsu fundi og fengið góðar heimsóknir frá seinasta sveitarstjórnarfundi. Þar má nefna heimsókn frá Líneik og Þórunni þingmönnum Norðausturkjördæmis. Einnig var fundur í tengslum við Vopnafjarðarútibú með skólastjóra Laugaskóla og starfsmanni útibúsins og verður einn nemandi í útibúinu í vetur.
  Vallarhúsið var vígt á Vopnafjarðardögum í sumar.
  Strandblakvöllurinn er kominn upp og búið að stika fyrir frisbígolfvellinum.
  Ný heimasíða verður frumsýnd 8. september og nýjar merkingar í bænum í tengslum við það.
  Signý Björk Kristjánsdóttir hóf störf á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps 4.ágúst s.l.
  Fyrri úttekt jafnlaunavottunar er 10.september og vinna við það í fullum gangi.
  Stefnumótun í urðunarmálum Vopnafjarðarhrepps og Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps til skoðunar með mögulegri aðkomu ríkisins.
  Nýbygging á Skálanesgötu gengur vel og er Stefán Guðnason verkefnisstjóri.
  Vopnafjarðarhreppur fékk eina milljón króna í styrk ír Fjallavegasjóði frá Vegagerðinni.
  Íbúðir hreppsins á Kolbeinsgötu 55 eru að fara á sölu.
  Verið er að kanna skólaakstur leikskólabarna sem og búa til reglur um skólaakstur.
  Opið hús verður 24.ágúst á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps vegna aðalskipulagsbreytingar á Ytri Hlíð og einnig vegna breytingar á deiliskipulagi hafnarsvæðis vegna niðurrifs Hafnarbyggðar 16.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 16:23.