Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 40

Kjörtímabilið 2018—2022

18. júní 2020

Félagsheimilið Mikligarður kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Í upphafi fundar var leitað afbrigða með því að bæta við tveimur málum á dagskrá, ,,Kosningar í menningarmálanefnd´´ og ,,Kjör varamanns í stjórn SSA og Austurbrúar til hausts´´ undir ,,Almenn mál´´. Samþykkt samhljóða.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • Hrepps­ráðs­fundur 4.6.

  i. Umsókn um lán til Lána­sjóðs sveit­ar­fé­laga v/bygg­ingu leigu­íbúða
  Sveit­ar­stjórn samþykkir hér með á sveit­ar­stjórn­ar­fundi að taka lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga að höfuð­stól allt að 170 millj.kr. til allt að 37 ára í samræmi við skil­mála að lána­samn­ingi sem liggja fyrir á fund­inum og sem sveit­ar­stjórnin hefur kynnt sér. Sveit­ar­stjórn samþykkir að til trygg­ingar láninu (höfuð­stól, uppgreiðslu­gjaldi auk vaxta, drátt­ar­vaxta og kostn­aðar), standa tekjur sveit­ar­fé­lagsins, sbr. heimild í 2.mgr. 68.gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvar­s­tekjum sínum og fram­lögum til sveit­ar­fé­lagsins úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga.  Er lánið tekið til fjár­mögn­unar á bygg­ingu á félags­legu húsnæði sem felur í sér að vera verk­efni sem hefur almenna efna­hags­lega þýðingu, sbr. 3gr. laga um stofnun opin­bers hluta­fé­lags um Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga nr. 150/2006. Jafn­framt er Baldri Kjart­ans­syni, fjár­mála­stjóra, kt:300160-4849, veitt fullt og ótak­markað umboð til þess f.h. Vopna­fjarð­ar­hrepps að undir­rita og gefa út, og afhenda hvers kyns sjköl, fyrir­mæli og tilkynn­ingar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. Samþykkt samhljóða. ii. Drög að samn­ingi um heið­ar­kofa Vopna­fjarð­ar­hrepps lagður fram. Sveit­ar­stjórn samþykkir samn­inginn með fram­lögðum breyt­ingum og felur sveit­ar­stjóra að auglýsa eftir umsjón­ar­að­ilum. Samþykkt samhljóða. Fund­ar­gerðin er að öðru leiti samþykkt samhljóða.

 • 56. fundur stjórnar Bruna­varna Aust­ur­lands 9.6.

  Lagt fram til kynn­ingar.

 • 156. fundur Heil­brigð­is­nefndar Aust­ur­lands

  Lagt fram til kynn­ingar.

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Dagskrá ársfundar Aust­ur­brúar 2020

  Lagt fram til kynn­ingar.

 • Dagskrá aðal­fundar SSA 2020 og kjör­bréf

  Samþykkt að Sara Elísabet Svans­dóttir, Sigríður Braga­dóttir og Björn Heiðar Sigur­björnsson verði full­trúar Vopna­fjarð­ar­hrepps og Teitur Helgason, Sigríður Elva Konráðs­dóttir og Þuríður Björg Wiium Árna­dóttir eru til vara. Samþykkt samhljóða.

 • Afgreiðsla kjör­skrár vegna forseta­kosn­inga 27. júní 2020

  Sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps samþykkir að fela sveit­ar­stjóra að setja saman kjör­skrá. Jafn­framt er sveit­ar­stjóra veitt fulln­að­ar­heimild til að fjalla um athuga­semdir, gera nauð­syn­legar leið­rétt­ingar og úrskurða um ágrein­ingsmál sem kunna að koma fram að kjör­degi vegna forseta­kosn­inga 27. júní nk. í samræmi við 27. gr. laga um kostn­ingar til Alþingis. Samþykkt samhljóða.

 • Kjör á oddvita og hrepps­ráði 2020-2021

  Tillaga frá meiri­hluta um að Íris Gríms­dóttir verði oddviti sveit­ar­stjórnar frá og með 1. júlí 2020. Samþykkt með fimm atkvæðum meiri­hlutans. Minni­hlutinn situr hjá.
  Tillaga frá meiri­hluta um að Sigríður Braga­dóttir verði vara­odd­viti sveit­ar­stjórnar frá og með 1. júlí 2020. Samþykkt með fimm atkvæðum meiri­hlutans. Minni­hlutinn situr hjá.

  Sveit­ar­stjórn tilnefnir Írisi Gríms­dóttur, Sigríði Braga­dóttur og Björn Heiðar Sigur­björnsson sem aðal­menn í hrepps­ráði og Axel Örn Svein­björnsson, Teit Helgason og Bjart Aðal­björnsson sem vara­menn. Samþykkt samhljóða.

 • Sala á félags­legum íbúðum Vopna­fjarð­ar­hrepps

  Sveit­ar­stjórn samþykkir að setja á sölu íbúðir sveit­ar­fé­lagsins við Kolbeins­götu 55 þegar fyrir liggur undir­rit­aður samn­ingur við Hrafnshól um bygg­ingu nýrra íbúða og verða þær tilbúnar til afhen­ingar þegar bygg­ingu á nýju íbúð­unum er lokið. Samþykkt samhljóða.

 • Drög að nýjum merk­ingum Vopna­fjarð­ar­hrepps

  Lagt fram til kynn­ingar.

 • Leiga á ljós­leið­ara­kerfinu í dreif­býli Vopna­fjarð­ar­hrepps

  Sveit­ar­stjórn samþykkir að kalla eftir tilboðum frá fjar­skipta­fé­lög­unum í leiguna til 10 ára, samkvæmt sömu útboðs­skil­málum án skuld­bind­ingar um ljós­leið­ara­væð­ingu þétt­býl­isins. Samþykkt samhljóða.

 • Ársreikn­ingur 2019 - síðari umræða

  Rekstr­ar­tekjur sveit­ar­fé­lagsins á árinu námu 1.061 millj. kr. samkvæmt ársreikning fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstr­ar­tekjur A hluta 766 millj. kr. Rekstr­arnið­ur­staða A og B hluta var neikvæð um 104,7 millj. kr. og rekstr­arnið­ur­staða A hluta var neikvæð um 97,9 millj. kr. samkvæmt rekstr­ar­reikn­ingi. Eigið fé sveit­ar­fé­lagins í árslok 2019 nam 958 millj. kr. samkvæmt efna­hags­reikn­ingi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta um 437 millj. kr. Áhrif Covid-19 á rekstur sveit­ar­fé­lagsins 2020 verða óveruleg ef frá er talið framlag Jöfn­un­ar­sjóðs sem lækkar um 12,5% á árinu. Loðnu­brestur hafði veruleg áhrif á tekjur sveit­ar­fé­lagsins og mun hafa á árinu 2020. Launa­kostn­aður hækkar milli ára að miklu leiti vegna ákvörð­unar sveit­ar­stjórnar um að gera upp vangreidd iðgjöld til Stapa lífeyr­is­sjóðs. Eins og komið hefur fram í ársreikn­ingum undan­far­inna ára þá duga framlög ríkisins ekki fyrir rekstri hjúkr­un­ar­heim­il­isins og hefur sveit­ar­fé­lagið þurft að greiða með rekstr­inum. Skuldastaða sveit­ar­fé­lagsins er hins vegar mjög góð. Ársreikn­ingur Vopna­fjarð­ar­hrepps fyrir árið 2019 hefur hlotið afgreiðslu sveit­ar­stjórnar í samræmi við 61. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011 og er stað­festur og árit­aður við síðari umræðu í sveit­ar­stjórn. Samþykkt samhljóða. Minni­hlutinn bókar: Ársreikn­ingur Vopna­fjarð­ar­hrepps fyrir árið 2019 hlýtur að vera áhyggju­efni fyrir sveit­ar­stjórn þar sem niður­staða hans er frekar slæm þá sérstak­lega rekstr­ar­lega séð. Þetta segir okkur að forsendur fjár­hags­áætl­un­ar­gerðar fyrir árið 2020 eru brostnar. Það er klárt að við þurfum að taka rekstur sveit­ar­fé­lagsins til endur­skoð­unar með það í huga að draga úr rekstr­ar­halla. Ástæða er til að fara yfir allar deildir sveit­ar­fé­lagsins með deild­ar­stjórum með það í huga að ná hagkvæmari rekstri deilda.

 • Kosn­ingar í menn­ing­ar­mála­nefnd

  Sveit­ar­stjórn tilnefnir Ingi­björgu Ástu Jakobs­dóttur sem aðal­mann í menn­ing­ar­mála­nefnd. Samþykkt samhljóða.

 • Kjör vara­manns í stjórn SSA og Aust­ur­brúar til hausts

  Sveit­ar­stjórn leggur til að Íris Gríms­dóttir verði vara­maður í stjórn SSA og Aust­ur­brúar. Samþykkt samhljóða.

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

 • Bréf frá sambandi íslenskra sveit­ar­fé­laga og Samorku - Átak í fráveitu­fram­kvæmdum

  Lagt fram til kynn­ingar.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 16:14.