Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 39

Kjörtímabilið 2018—2022

20. maí 2020

Félagsheimilið Mikligarður kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Í upphafi fundar var leitað afbrigða með því að taka fyrst fyrir liðinn ,,Ársreikningur 2019 - fyrri umræða" undir Almenn mál. Samþykkt samhljóða.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • 11.stjórn­ar­fundur SSA 5.5.

  ​Lagt fram til kynn­ingar.

 • Hreppsráð 7.5.

  ​i. Reglur um refa- og minka­veiðar í Vopna­fjarð­ar­hreppi og drög að samn­ingum um refa- og minka­veiðar.Sveit­ar­stjórn samþykkir eftir­far­andi þrjú skjöl, „Reglur um refa- og minka­veiðar í Vopna­fjarð­ar­hreppi", „Samn­ingur um minka­veiðar" og „Samn­ingur um refa­veiðar á grenjum (grenja­vinnslu)" og felur sveit­ar­stjóra að gefa þau út og semja við veiði­menn. Samþykkt samhljóða.​ii. Ráðning sveit­ar­stjóraHreppsráð bókaði á fundi sínum eftir­far­andi: „Hreppsráð leggur til við sveit­ar­stjórn að ráða Söru Elísa­betu Svans­dóttur í starf sveit­ar­stjóra út kjör­tíma­bilið 2018-2022. Söru Elísa­betu Svans­dóttur er jafn­framt veitt leyfi frá störfum skrif­stofu­stjóra á meðan á tíma­bund­inni ráðn­ingu hennar sem sveit­ar­stjóra stendur yfir frá 20.maí 2020 og til loka yfir­stand­andi kjör­tíma­bils. Samþykkt samhljóða." Sveit­ar­stjórn tekur undir þessa bókun og samþykkir hana samhljóða og býður Söru Elísa­betu velkomna til starfa.​ • 883.fundur stjórnar sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga 8.5.

  ​Lagt fram til kynn­ingar.

 • Skipu­lags og umhverf­is­nefnd 15.5

  ​i. Breyt­ing­ar­til­laga á aðal­skipu­lagi vegna Þver­ár­virkj­unar og jarð­strengs yfir Hell­is­heiði.Sveit­ar­stjórn samþykkir að tillagan verði auglýst og kynnt. Samhliða verði deili­skipu­lagstil­laga sem er í vinnslu fyrir Þver­ár­virkjun kynnt á vinnslu­stigi. Verður lýsingin auglýst og kynnt þegar deili­skipu­lagið liggur fyrir og hreppsráð hefur samþykkt tillöguna. Samþykkt samhljóða.
  ii. Drög að umsókn um greiðslur úr skipu­lags­sjóði vegna endur­skoð­unar aðal­skipu­lags​.Sveit­ar­stjórn tekur undir bókun skipu­lags- og umhverf­is­nefndar og felur sveit­ar­stjóra að klára að senda inn umsókn um greiðslur úr skipu­lags­sjóði með skipu­lags­ráð­gjafa með tillögðum breyt­ingum. Samþykkt samhljóða.iii. Drög að verk- og kostn­að­ar­áætlun fyrir vinnu við endur­skoðun aðal­skipu­lagsLagt fram til kynn­ingar.
  iv. Skipu­lags- og mats­lýsing vegna endur­skoð­unar Aðal­skipu­lagsVopna­fjarð­ar­hrepps 2006-2026Sveit­ar­stjórn tekur undir bókun skipu­lags- og umhverf­is­nefndar og samþykkir það að lýsingin verði auglýst og kynnt með tilliti til eftir­far­andi breyt­inga, í kafla 2 á blað­síðu 6 verður text­anum „ Gerð verði jarð­göng undir Hell­is­heiði eystri og endur­byggður vegur uppá Háreks­stað­a­leið" breytt í, „Gerð verði jarð­göng upp á hérað". Samþykkt samhljóða.

  v. Beiðni Einherja varð­andi gamla vall­ar­húsið og gáminn.Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd bókaði á fundi sínum: „Beiðnin er ekki í samræmi við deili­skipulag og því er ekki hægt að samþykkja beiðnina eins og hún er lögð fram. Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd bendir á reiti fyrir áhalda­geymslu sem eru á deili­skipu­lagi." Sveit­ar­stjórn tekur undir þessa bókun.​

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Ársreikn­ingur 2019 – fyrri umræða

  ​Lagður fram til fyrri umræðu ársreikn­ingur Vopna­fjarð­ar­hrepps og stofnana hans fyrir árið 2019 ásamt endur­skoð­un­ar­skýrslu. Sveit­ar­stjórn­ar­full­trúar hafa fengið kynn­ingu á niður­stöðum ársins 2019 ásamt endur­skoð­un­ar­skýrslu frá endur­skoð­anda sveit­ar­fé­lagins, Magnúsi Jóns­syni hjá KPMG.Sveit­ar­stjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikn­ingi 2019 til seinni umræðu.Magnús Jónsson og Baldur Kjart­ansson víkja af fundi kl. 15:30.

 • Húsnæð­ismál – stofn­framlag

  Teikn­ingar, drög að samn­ingi við Hrafnshól og saman­tekt á kostnaði lagt fram. Sveit­ar­stjórn samþykkir að ganga að verk­samn­ingi við Hrafnshól með fyrir­vara um fjár­mögnun og er sveit­ar­stjóra falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða. ​

 • Vopna­fjörður – uppfært byggð­ar­merki

  ​Uppfært byggð­ar­merki Vopna­fjarð­ar­hrepps og umsókn um nýtt byggð­ar­merki lagt fram. Sveit­ar­stjórn samþykkir uppfært byggð­ar­merki og felur sveit­ar­stjóra að klára umsókn um byggð­ar­merkið til Hugverka­stof­unnar. Samþykkt samhljóða.​

Almenn erindi#almenn-erindi

 • Fjár­hags­áætlun 2020 – viðauki vegna Vall­ar­húss

  ​Viðauki 1 við fjár­hags­áætlun 2020 lagður fram. Samþykkt samhljóða.Viðauki 1: Fjár­festing í vall­ar­húsi fer framúr samþykktri áætlun:                    45.000Aukin lántaka 2020                                                                                  -58.000                                                                                                                      -------------                                                                                                                      -13.000Viðauki 1 hefur ekki rekstaráhrif í för með sér. Sjóð­flæði­á­hrif eru þau að fjár­fest­ingar hækka um 45 millj. kr og lántaka hækkar um 58 millj. kr. Sjóður hækkar því um 13 millj. kr.​

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

 • Bréf frá EFS – Fjármál sveit­ar­fé­laga í kjölfar COVID-19

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

4. Skýrsla sveitarstjóra#4-skrsla-sveitarstjora

 • Skýrsla sveit­ar­stjóra

  ​Sveit­ar­stjóri fór yfir verk­efnin sín og svaraði spurn­ingum sveit­ar­stjórnar.​

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 17:08.