Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 38

Kjörtímabilið 2018—2022

22. apríl 2020

kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Í upphafi fundar var leitað afbrigða með því að bæta inn fundarliðnum: „Umsókn um lán til Lánasjóðs sveitarfélaga“ undir „Almenn mál“. Samþykkt samhljóða.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • Fræðslu­nefnd 16.3.

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

 • Hreppsráð 2.4.

  ​Lagt fram til kynn­ingar.i. Viðspyrna af hálfu sveit­ar­fé­lag­annaSveit­ar­stjórn leggur til eftir­far­andi afslætti af gjöldum, tíma­bundið vegna skertrar þjón­ustu af völdum Covid-19:Leik­skóli: Einungis er greitt fyrir nýtingu. Leik­skólinn heldur vel utanum skrán­ingu á því hvernig mætingu er háttað á meðan ástandið er í gangi og er rukkað samkvæmt því. Greiðslu­seðlar verða sendir út eftirá en ekki fyrir­fram eins og hefur verið.Árskort í íþróttahús og sund­laug fram­lengjast um tímann sem lokað er.
  Sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps vill leggja sitt af mörkum enn frekar til stuðn­ings við sitt samfélag og hefur ákveðið að fyrir­tæki í skilum, sem hafa orðið/verða fyrir umtals­verðu tekjutapi vegna COVID-19, geti sótt um gjald­frest fast­eigna­gjalda. Umsókn­ar­frestur er til 30. júní 2020. Fyrir­tæki í skilum, sem ætla að nýta sér þetta úrræði skulu hafa samband við fjár­mála­stjóra Vopna­fjarð­ar­hrepps, Baldur Kjart­ansson, baldurk@vfh.is.  Unnið verður úr umsóknum í samvinnu fjár­mála­stjóra og sveit­ar­stjóra við hvert og eitt fyrir­tæki. Allar aðgerðir verða lagðar fram fyrir Hreppsráð til kynn­ingar. Samþykkt samhljóða.ii. Bréf frá Stapa – Kröfur Vopna­fjarð­ar­hrepps vegna lífeyr­is­sjóðsið­gjalda Vopna­fjarð­ar­hrepps til StapaLagt fram til kynn­ingar. Málið er í ferli hjá lögmanni sveit­ar­fé­lagsins.iii. Bréf frá Jóni Bjarna Kristjáns­syniSveit­ar­stjórn harmar að fyrr­ver­andi sveit­ar­stjóri standi ekki við munn­legt samkomulag er gert var þann 14.02.2020 við undir­ritun starfs­loka­samn­ings hans. Ákvæði í starfs­loka­samn­ingi Þórs miða við samtal sem átti sér stað við undir­ritun samn­ingsins um að hann vildi flytja út fyrir 29.02.2020 og ekki greiða leigu út uppsagn­ar­tímann. Sveit­ar­stjórn samþykkir því að Þór Stein­arsson fær að vera endur­gjalds­laust í húsnæði sveit­ar­fé­lagsins til 31.05.2020 en ekki 29.02.2020 eins og talað var um. Samþykkt samhljóða.​

 • Héraðs­skjala­safn Aust­firð­inga 6.4.

  ​Lagt fram til kynn­ingar.​

 • Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd 20.4.

  ​i. Skjald­þings­staðir – umsókn um skrán­ingu nýrra land­eigna í fast­eigna­skráSveit­ar­stjórn gerir athuga­semd við fund­ar­gerð nefnd­ar­innar þar sem gert er grein fyrir því að þing­lýstur eigandi er Geir­mundur Vikar Jónsson. Að öðru leyti gerir sveit­ar­stjórn ekki athuga­semd við afgreiðslu nefnd­ar­innar. Samþykkt samhljóða.ii. Ytri hlíð – kynningÍ fund­ar­gerð skipu­lags- og umhverf­is­nefndar er eftir­far­andi tillaga: „í ljósi þess hvað fram­kvæmdin er umfangs­mikil  og um er að ræða veglagn­ingu, efnis­töku, vatns­öflun, lagn­ingu jarð­strengs og bygg­ingu allt að 950 m² á 4 ha svæði og nokkur hús þá leggur skipu­lags- og umhverf­is­nefnd til við sveit­ar­stjórn að unnin verði breyting á aðal­skipu­lagi og nýtt deili­skipulag unnið fyrir þessa fram­kvæmd." Sveit­ar­stjórn samþykkir tillögu nefnd­ar­innar um að unnin verði breyting á aðal­skipu­lagi og nýtt deili­skipulag vegna þess­arar fram­kvæmdar. Sveit­ar­stjóra er falið að koma verk­efninu í réttan farveg. Samþykkt samhljóða. iii. Umsókn um niðurrif á Hafn­ar­byggð 16Í svari við fyrir­spurn um heim­ildir til þess að leyfa niðurrif á húsinu Hafn­ar­byggð 16 frá Skipu­lags­stofnun þ. 22. apríl kemur fram eftir­far­andi: "Það þarf að gera breyt­ingu á  deili­skipu­laginu ef fella á burt hverf­is­vernd af umræddu húsi og heimila að það verði rifið. Rökstyðja þarf ástæðu þess að þessu sé breytt.  Tillögu að breyt­ing­unni þarf að senda til Minja­stofn­unar til umsagnar, en MÍ veitti umsögn á sínum tíma um húsa­könn­unina sem skil­mál­arnir um hverf­is­vernd byggja á". Sveit­ar­stjórn fagnar áhuga Brims á því að hafa metnað fyrir snyrti­legu umhverfi í kringum starfstöðvar félagsins og samþykkir að heimila niðurrif á Hafn­ar­byggð 16 að öðrum skil­yrðum uppfylltum og felur sveit­ar­stjóra að vinna málið áfram með bygg­ing­ar­full­trúa. Samþykkt með atkvæðum meiri­hlutans. Minni­hlutinn er á móti. Bókun minni­hlutans: „Minni­hlutinn getur ekki samþykkt umsókn um erindi Brims um niðurrif á Hafn­ar­byggð 16 á þeim forsendum að gert hafi verið ráð fyrir í greina­gerð fyrir gild­andi deili­skipulag hafn­ar­svæðis Vopna­fjarð­ar­hrepps að húsnæðið sé verndað samkvæmt skil­grein­ingu hverf­is­verndar í skipu­lags­gerð 90/2013. Einnig hefur þetta hús mikið menn­ing­ar­legt gildi í samfé­laginu. Sérstak­lega vegna þess að það er annað tveggja húsa hér á staðnum sem er hannað af þekktum arki­tekt, Sigvalda Thor­d­arson.Varð­veislu­gildi hússins er hátt metið. Varð­veitir bæði bygg­ingu sem tengist sveit­ar­fé­laginu og sögu atvinnu­lífs. Stíl­ein­kenni hússins eru dæmi­gerð fyrir verk Sigvalda. Saga Vopna­fjarðar í húsa­verndun er mjög dapurleg, mörg sögu­fræg hús hafa verið rifin og er það ósk okkar að ekki verði gerð enn ein mistökin með niðurrif eldri húsa sem hafa mikið vernd­ar­gildi í sveit­ar­fé­laginu. Því hörmum við þá niður­stöðu meiri­hlutans að afgreiða þetta mál með svona stuttum aðdrag­anda með þeim hætti að heimila rif á húsnæðinu og taka það út af gild­andi deili­skipu­lagi þar sem það er verndað af hverf­is­vernd."iv. Aðal­skipulag Vopna­fjarð­ar­hrepps 2006-2026, Aðal­skipu­lags­breyting – fugla­skoð­un­arhús, land­bún­að­ar­svæði – fjöldi frístunda­húsa á jörðum og hverf­is­vernd á miðsvæði kaup­túnsins.Fyrir liggur svohljóð­andi tillaga frá skipu­lags- og umhverf­is­nefnd: „Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd samþykkir að leggja til við sveit­ar­stjórn að tekið verði tillit til athuga­semda sem koma fram í umsögn Umhverf­is­stofn­unar varð­andi votlendi við Nýpslón og skil­málar skipu­lagstil­lög­unar verði skýrir varð­andi það að skipu­lagstil­lagan raski ekki votlendi á þessu svæði. Varð­andi umsagnir Skipu­lags­stofn­unar og Umhverf­is­stofn­unar um uppbygg­ingu frístunda­byggðar í dreif­býli leggur nefndin til að fresta þessari breyt­ingu og vísa henni til endur­skoð­unar aðal­skipu­lags sem þegar er í vinnslu. Samþykkt samhljóða." Sveit­ar­stjórn samþykkir tillögu að breyt­ingu á aðal­skipu­lagi Vopna­fjarð­ar­hrepps 2006-2026, Aðal­skipu­lags­breyting – fugla­skoð­un­arhús, land­bún­að­ar­svæði – fjöldi frístunda­húsa á jörðum og hverf­is­vernd á miðsvæði kaup­túnsins. Tekið verði tillit til athuga­semda Umhverf­is­stofn­unar og Skipu­lags­stofn­unar og í skil­málum skipu­lagsins komi skýrt fram að ekki verði leyfi­legt að raska votlendi við Nýpslón. Varð­andi uppbygg­ingu frístunda­húsa á jörðum verði sett inn í grein­ar­gerð ákvæði um hámarks­fjölda gist­i­rýma sem miðist við að hámark í hverju húsi verði 4 gist­i­rými. Skil­yrði verði sett um að deili­skipulag skuli unnið ef um er að ræða fleiri en 2 hús eða aðra starf­semi sem tengist ferða­þjón­ustu. Við endur­skoðun aðal­skipu­lags verði ákvæðið endur­skoðað með hlið­sjón af flokkun land­bún­að­ar­lands, grein­ingu lands­lags og vist­kerfis og fleiri atriða er varða þróun byggðar í dreif­býli.  Öðrum athuga­semdum sem fram koma í umsögn Skipu­lags­stofn­unar varð­andi fram­setn­ingu skipu­lagsins er vísað til skipu­lags­ráð­gjafa til lagfær­ingar. Samþykkt samhljóða.v. Breyting á aðal­skipu­lagi Vopna­fjarð­ar­hrepps 2020, Þverá og streng­lögn á Hell­is­heiði, skipu­lags­lýsingSveit­ar­stjórn stað­festir bókun Skipu­lags- og umhverf­is­nefndar og samþykkir að unnin verði tillaga að breyt­ingu á aðal­skipu­lagi í samræmi við skipu­lags­lýs­inguna að teknu tilliti til umsagna sem borist hafa. Samþykkt samhljóða.​

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Vall­arhús – rekstur og utan­um­hald

  ​Miklar umræður um framtíð Vall­ar­hússins, allir sammála um það að vanda þarf til verka og hugsa málið vand­lega. Æsku­lýðs- og íþrótta­nefnd fundar um málið í næstu viku og bíður sveit­ar­stjórn eftir niður­stöðu frá þeim fundi. Sveit­ar­stjóra jafn­framt falið að vinna málið áfram með hrepps­ráði. Samþykkt samhljóða.​

 • Stefna í íþrótta- og æsku­lýðs­málum 2020-2026

  ​Sveit­ar­stjórn lýsir yfir ánægju sinni með stefnuna og samþykkir hana hér með. ​

 • Umsókn um lán til Lána­sjóðs sveit­ar­fé­laga.

  Sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps samþykkir hér með á sveit­ar­stjórn­ar­fundi að taka lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga að fjárhæð kr. 58.000.000.-, til 14 ára, í samræmi við það lánstilboð sem liggur fyrir á fund­inum og sem sveit­ar­stjórnin hefur kynnt sér og áður samþykkt á sveit­ar­stjórn­ar­fundi 22.ágúst 2019. Sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps samþykkir að til trygg­ingar láninu (höfuð­stól auk vaxta, drátt­ar­vaxta og kostn­aðar), standa tekjur sveit­ar­fé­lagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvar­s­tekjum sínum og fram­lögum til sveit­ar­fé­lagsins úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga. Er lánið tekið til fjár­mögn­unar á bygg­ingu íþrótta­mann­virkja og til endur­fjármögn­unar afborg­unar eldri lána sem felur í sér að vera verk­efni sem hefur almenna efna­hags­lega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opin­bers hluta­fé­lags um Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga nr. 150/2006.Jafn­framt er Baldri Kjart­ans­syni, fjár­mála­stjóra Vopna­fjarð­ar­hrepps, kt. 300160-4849, veitt fullt og ótak­markað umboð til þess f.h. sveit­ar­fé­lagsins Vopna­fjarð­ar­hrepps að undir­rita láns­samning við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, undir­rita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrir­mæli og tilkynn­ingar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. Samþykkt samhljóða.


Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 16:02.