Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 38

Kjörtímabilið 2018—2022

22. apríl 2020

kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Í upphafi fundar var leitað afbrigða með því að bæta inn fundarliðnum: „Umsókn um lán til Lánasjóðs sveitarfélaga“ undir „Almenn mál“. Samþykkt samhljóða.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • Fræðslu­nefnd 16.3.

  ​Lagt fram til kynningar.​

 • Hreppsráð 2.4.

  ​Lagt fram til kynningar.

  i. Viðspyrna af hálfu sveitarfélaganna

  Sveitarstjórn leggur til eftirfarandi afslætti af gjöldum, tímabundið vegna skertrar þjónustu af völdum Covid-19:

  Leikskóli: Einungis er greitt fyrir nýtingu. Leikskólinn heldur vel utanum skráningu á því hvernig mætingu er háttað á meðan ástandið er í gangi og er rukkað samkvæmt því. Greiðsluseðlar verða sendir út eftirá en ekki fyrirfram eins og hefur verið.

  Árskort í íþróttahús og sundlaug framlengjast um tímann sem lokað er.

  Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps vill leggja sitt af mörkum enn frekar til stuðnings við sitt samfélag og hefur ákveðið að fyrirtæki í skilum, sem hafa orðið/verða fyrir umtalsverðu tekjutapi vegna COVID-19, geti sótt um gjaldfrest fasteignagjalda. Umsóknarfrestur er til 30. júní 2020. Fyrirtæki í skilum, sem ætla að nýta sér þetta úrræði skulu hafa samband við fjármálastjóra Vopnafjarðarhrepps, Baldur Kjartansson, baldurk@vfh.is.  Unnið verður úr umsóknum í samvinnu fjármálastjóra og sveitarstjóra við hvert og eitt fyrirtæki. Allar aðgerðir verða lagðar fram fyrir Hreppsráð til kynningar. Samþykkt samhljóða.

  ii. Bréf frá Stapa – Kröfur Vopnafjarðarhrepps vegna lífeyrissjóðsiðgjalda Vopnafjarðarhrepps til Stapa

  Lagt fram til kynningar. Málið er í ferli hjá lögmanni sveitarfélagsins.

  iii. Bréf frá Jóni Bjarna Kristjánssyni

  Sveitarstjórn harmar að fyrrverandi sveitarstjóri standi ekki við munnlegt samkomulag er gert var þann 14.02.2020 við undirritun starfslokasamnings hans. Ákvæði í starfslokasamningi Þórs miða við samtal sem átti sér stað við undirritun samningsins um að hann vildi flytja út fyrir 29.02.2020 og ekki greiða leigu út uppsagnartímann. Sveitarstjórn samþykkir því að Þór Steinarsson fær að vera endurgjaldslaust í húsnæði sveitarfélagsins til 31.05.2020 en ekki 29.02.2020 eins og talað var um. Samþykkt samhljóða.​


 • Héraðs­skjala­safn Aust­firð­inga 6.4.

  ​Lagt fram til kynningar.​

 • Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd 20.4.

  ​i. Skjaldþingsstaðir – umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá

  Sveitarstjórn gerir athugasemd við fundargerð nefndarinnar þar sem gert er grein fyrir því að þinglýstur eigandi er Geirmundur Vikar Jónsson. Að öðru leyti gerir sveitarstjórn ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

  ii. Ytri hlíð – kynning

  Í fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er eftirfarandi tillaga: „í ljósi þess hvað framkvæmdin er umfangsmikil  og um er að ræða veglagningu, efnistöku, vatnsöflun, lagningu jarðstrengs og byggingu allt að 950 m² á 4 ha svæði og nokkur hús þá leggur skipulags- og umhverfisnefnd til við sveitarstjórn að unnin verði breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag unnið fyrir þessa framkvæmd." Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að unnin verði breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag vegna þessarar framkvæmdar. Sveitarstjóra er falið að koma verkefninu í réttan farveg. Samþykkt samhljóða. 

  iii. Umsókn um niðurrif á Hafnarbyggð 16

  Í svari við fyrirspurn um heimildir til þess að leyfa niðurrif á húsinu Hafnarbyggð 16 frá Skipulagsstofnun þ. 22. apríl kemur fram eftirfarandi: "Það þarf að gera breytingu á  deiliskipulaginu ef fella á burt hverfisvernd af umræddu húsi og heimila að það verði rifið. Rökstyðja þarf ástæðu þess að þessu sé breytt.  Tillögu að breytingunni þarf að senda til Minjastofnunar til umsagnar, en MÍ veitti umsögn á sínum tíma um húsakönnunina sem skilmálarnir um hverfisvernd byggja á". Sveitarstjórn fagnar áhuga Brims á því að hafa metnað fyrir snyrtilegu umhverfi í kringum starfstöðvar félagsins og samþykkir að heimila niðurrif á Hafnarbyggð 16 að öðrum skilyrðum uppfylltum og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram með byggingarfulltrúa. Samþykkt með atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn er á móti. Bókun minnihlutans: „Minnihlutinn getur ekki samþykkt umsókn um erindi Brims um niðurrif á Hafnarbyggð 16 á þeim forsendum að gert hafi verið ráð fyrir í greinagerð fyrir gildandi deiliskipulag hafnarsvæðis Vopnafjarðarhrepps að húsnæðið sé verndað samkvæmt skilgreiningu hverfisverndar í skipulagsgerð 90/2013. Einnig hefur þetta hús mikið menningarlegt gildi í samfélaginu. Sérstaklega vegna þess að það er annað tveggja húsa hér á staðnum sem er hannað af þekktum arkitekt, Sigvalda Thordarson.

  Varðveislugildi hússins er hátt metið. Varðveitir bæði byggingu sem tengist sveitarfélaginu og sögu atvinnulífs. Stíleinkenni hússins eru dæmigerð fyrir verk Sigvalda. Saga Vopnafjarðar í húsaverndun er mjög dapurleg, mörg sögufræg hús hafa verið rifin og er það ósk okkar að ekki verði gerð enn ein mistökin með niðurrif eldri húsa sem hafa mikið verndargildi í sveitarfélaginu. Því hörmum við þá niðurstöðu meirihlutans að afgreiða þetta mál með svona stuttum aðdraganda með þeim hætti að heimila rif á húsnæðinu og taka það út af gildandi deiliskipulagi þar sem það er verndað af hverfisvernd."

  iv. Aðalskipulag Vopnafjarðarhrepps 2006-2026, Aðalskipulagsbreyting – fuglaskoðunarhús, landbúnaðarsvæði – fjöldi frístundahúsa á jörðum og hverfisvernd á miðsvæði kauptúnsins.

  Fyrir liggur svohljóðandi tillaga frá skipulags- og umhverfisnefnd: „Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að tekið verði tillit til athugasemda sem koma fram í umsögn Umhverfisstofnunar varðandi votlendi við Nýpslón og skilmálar skipulagstillögunar verði skýrir varðandi það að skipulagstillagan raski ekki votlendi á þessu svæði. Varðandi umsagnir Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar um uppbyggingu frístundabyggðar í dreifbýli leggur nefndin til að fresta þessari breytingu og vísa henni til endurskoðunar aðalskipulags sem þegar er í vinnslu. Samþykkt samhljóða." Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026, Aðalskipulagsbreyting – fuglaskoðunarhús, landbúnaðarsvæði – fjöldi frístundahúsa á jörðum og hverfisvernd á miðsvæði kauptúnsins. Tekið verði tillit til athugasemda Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar og í skilmálum skipulagsins komi skýrt fram að ekki verði leyfilegt að raska votlendi við Nýpslón. Varðandi uppbyggingu frístundahúsa á jörðum verði sett inn í greinargerð ákvæði um hámarksfjölda gistirýma sem miðist við að hámark í hverju húsi verði 4 gistirými. Skilyrði verði sett um að deiliskipulag skuli unnið ef um er að ræða fleiri en 2 hús eða aðra starfsemi sem tengist ferðaþjónustu. Við endurskoðun aðalskipulags verði ákvæðið endurskoðað með hliðsjón af flokkun landbúnaðarlands, greiningu landslags og vistkerfis og fleiri atriða er varða þróun byggðar í dreifbýli.  Öðrum athugasemdum sem fram koma í umsögn Skipulagsstofnunar varðandi framsetningu skipulagsins er vísað til skipulagsráðgjafa til lagfæringar. Samþykkt samhljóða.

  v. Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2020, Þverá og strenglögn á Hellisheiði, skipulagslýsing

  Sveitarstjórn staðfestir bókun Skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að unnin verði tillaga að breytingu á aðalskipulagi í samræmi við skipulagslýsinguna að teknu tilliti til umsagna sem borist hafa. Samþykkt samhljóða.​


2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Vall­arhús – rekstur og utan­um­hald

  ​Miklar umræður um framtíð Vallarhússins, allir sammála um það að vanda þarf til verka og hugsa málið vandlega. Æskulýðs- og íþróttanefnd fundar um málið í næstu viku og bíður sveitarstjórn eftir niðurstöðu frá þeim fundi. Sveitarstjóra jafnframt falið að vinna málið áfram með hreppsráði. Samþykkt samhljóða.​

 • Stefna í íþrótta- og æsku­lýðs­málum 2020-2026

  ​Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með stefnuna og samþykkir hana hér með. ​

 • Umsókn um lán til Lána­sjóðs sveit­ar­fé­laga.

  Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 58.000.000.-, til 14 ára, í samræmi við það lánstilboð sem liggur fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér og áður samþykkt á sveitarstjórnarfundi 22.ágúst 2019. Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til fjármögnunar á byggingu íþróttamannvirkja og til endurfjármögnunar afborgunar eldri lána sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

  Jafnframt er Baldri Kjartanssyni, fjármálastjóra Vopnafjarðarhrepps, kt. 300160-4849, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins Vopnafjarðarhrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. Samþykkt samhljóða.Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 16:02.