Sveitarstjórn
Fundur nr. 37
Kjörtímabilið 2018—2022
19. mars 2020
Félagsheimilið Mikligarður kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Mætt til fundar
- Hreppsráð 5.3.
Lagt fram til kynningar.
- Finnafjarðarhópur 6.3.
Lagt fram til kynningar.
- 879. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 28.2.
Lagt fram til kynningar.
- Fremri Hlíð - beiðni um meðmæli sveitarfélags vegna kaupa ábúanda af ríkinu
Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps mælir með því að Valur Guðmundsson fái jörðina keypta og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu. Samþykkt samhljóða.
- Beiðni um kórpalla
Sveitarstjórn tekur vel í málið og tekur undir það að kominn er tími á nýja kórpalla og vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2021. Samþykkt samhljóða.
- Styrkbeiðni frá kórum
Sveitarstjórn vísar styrkbeiðninni til afgreiðslu í menningarmálanefnd. Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 15:56.