Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 37

Kjörtímabilið 2018—2022

19. mars 2020

Félagsheimilið Mikligarður kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • Hreppsráð 5.3.

  Lagt fram til kynn­ingar.

 • Finna­fjarð­ar­hópur 6.3.

  Lagt fram til kynn­ingar.

 • 879. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga 28.2.

  Lagt fram til kynn­ingar.

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Kynning á umsóknum um mögu­leika á vind­myll­u­görðum í Vopna­fjarð­ar­hreppi

  Lagt fram til kynn­ingar.

 • Bygging leigu­íbúða

  Sveit­ar­stjórn vísar verk­efninu til hrepps­ráðs til áfram­hald­andi vinnu. Samþykkt samhljóða.

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

 • Fremri Hlíð - beiðni um meðmæli sveit­ar­fé­lags vegna kaupa ábúanda af ríkinu

  Sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps mælir með því að Valur Guðmundsson fái jörðina keypta og felur sveit­ar­stjóra að ganga frá málinu. Samþykkt samhljóða.

 • Beiðni um kórpalla

  Sveit­ar­stjórn tekur vel í málið og tekur undir það að kominn er tími á nýja kórpalla og vísar erindinu til fjár­hags­áætl­un­ar­gerðar 2021. Samþykkt samhljóða.

 • Styrk­beiðni frá kórum

  Sveit­ar­stjórn vísar styrk­beiðn­inni til afgreiðslu í menn­ing­ar­mála­nefnd. Samþykkt samhljóða.

4. Skýrsla sveitarstjóra#4-skrsla-sveitarstjora

 • Skýrsla sveit­ar­stjóra

  Starf­andi sveit­ar­stjóri flutti munn­lega skýrslu um verk­efni frá 14.febrúar sl. og svaraði fyrir­spurnum.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 15:56.