Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 36

Kjörtímabilið 2018—2022

20. febrúar 2020

Félagsheimilið Mikligarður kl. 14:00
Íris Grímsdóttir ritaði fundargerð

1. Almenn mál#1-almenn-mal

 • Yfir­drátt­ar­heimild

  ​Baldur Kjartansson, fjármálastjóri, kom inn á fundinn kl. 14:15 og útskýrði ástæðu erindisins og fór yfir stöðu reikninga Vopnafjarðarhrepps. Samþykkt samhljóða. ​

 • Fjár­hags­áætlun 2019 – viðauki 5

  ​Leiðrétt innri leiga. Samþykkt samhljóða. 

  Baldur Kjartansson vék af fundi kl. 14:52 eftir afgreiðslu þessa máls. 


 • Starfs­loka­samn­ingur sveit­ar­stjóra

  ​Starfslokasamningur kynntur sveitarstjórn og borinn upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

  Bókun: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps og Þór Steinarsson hafa gert með sér samkomulag um starfslok Þórs. Þór hóf störf hjá Vopnafjarðarhreppi 1. ágúst 2018 og var 14. febrúar 2020 síðasti dagur Þórs í starfi. Samkomulagið miðast við ráðningarsamning Þórs og mánaðarmótin 1. mars. 2020. Er þetta sameiginleg ákvörðun sveitarstjórnar og sveitarstjóra um að leiðir lægu ekki lengur saman. Sveitarstjórn þakkar honum fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.

  Sveitarstjórn felur hreppsráði að starfa með skrifstofustjóra, sem er staðgengill sveitarstjóra. Skrifstofustjóri tekur við störfum sveitarstjóra þar til nýr sveitarstjóri verður ráðinn.

  Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps mun ekki fjalla opinberlega um einstök atriði er varða starfslok sveitarstjóra, sem voru þann 14. febrúar síðastliðinn. ,,Sveitarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélags og heyrir beint undir sveitarstjórn og framkvæmir ákvarðanir og samþykktir hennar." Það er því grundvallaratriði að trúnaður og traust ríki í slíku samstarfi, ásamt sameiginlegri sýn, þannig að stjórnsýsla sveitarfélagsins í heild sé skilvirk og traust. Sé ekki svo er ekki annað í stöðunni en að leiðir skilji. Því var ákveðið að gera samkomulag við Þór Steinarsson um starfslok. 


Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 15:58.