Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 36

Kjörtímabilið 2018—2022

20. febrúar 2020

Félagsheimilið Mikligarður kl. 14:00
Íris Grímsdóttir ritaði fundargerð

1. Almenn mál#1-almenn-mal

 • Yfir­drátt­ar­heimild

  ​Baldur Kjart­ansson, fjár­mála­stjóri, kom inn á fundinn kl. 14:15 og útskýrði ástæðu erind­isins og fór yfir stöðu reikn­inga Vopna­fjarð­ar­hrepps. Samþykkt samhljóða. ​

 • Fjár­hags­áætlun 2019 – viðauki 5

  ​Leið­rétt innri leiga. Samþykkt samhljóða. Baldur Kjart­ansson vék af fundi kl. 14:52 eftir afgreiðslu þessa máls. 

 • Starfs­loka­samn­ingur sveit­ar­stjóra

  ​Starfs­loka­samn­ingur kynntur sveit­ar­stjórn og borinn upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
  Bókun: Sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps og Þór Stein­arsson hafa gert með sér samkomulag um starfslok Þórs. Þór hóf störf hjá Vopna­fjarð­ar­hreppi 1. ágúst 2018 og var 14. febrúar 2020 síðasti dagur Þórs í starfi. Samkomu­lagið miðast við ráðn­ing­ar­samning Þórs og mánað­ar­mótin 1. mars. 2020. Er þetta sameig­inleg ákvörðun sveit­ar­stjórnar og sveit­ar­stjóra um að leiðir lægu ekki lengur saman. Sveit­ar­stjórn þakkar honum fyrir samstarfið og óskar honum velfarn­aðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur í fram­tíð­inni. Sveit­ar­stjórn felur hrepps­ráði að starfa með skrif­stofu­stjóra, sem er stað­gengill sveit­ar­stjóra. Skrif­stofu­stjóri tekur við störfum sveit­ar­stjóra þar til nýr sveit­ar­stjóri verður ráðinn. Sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps mun ekki fjalla opin­ber­lega um einstök atriði er varða starfslok sveit­ar­stjóra, sem voru þann 14. febrúar síðast­liðinn. ,,Sveit­ar­stjóri er fram­kvæmda­stjóri sveit­ar­fé­lags og heyrir beint undir sveit­ar­stjórn og fram­kvæmir ákvarð­anir og samþykktir hennar." Það er því grund­vall­ar­at­riði að trún­aður og traust ríki í slíku samstarfi, ásamt sameig­in­legri sýn, þannig að stjórn­sýsla sveit­ar­fé­lagsins í heild sé skil­virk og traust. Sé ekki svo er ekki annað í stöð­unni en að leiðir skilji. Því var ákveðið að gera samkomulag við Þór Stein­arsson um starfslok. 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 15:58.